Heima er bezt - 01.04.1965, Page 43

Heima er bezt - 01.04.1965, Page 43
379. Þetta er furðulegt, segir Serkir. Hvað skyldi hann ætla að gera við þetta? Sennilega ætlar hann að nota þetta til að gefa merki með. Mig minnir, að í bréfinu stæði eitthvað um eld-merki!.. . 380. í rökkrinu setur garðstjórinn þessi hrísknippi sín upp meðfram járnbraut- inni. Svo treður hann heilmiklu af þurr- um mosa inn á milli greinanna og kveik- ir síðan í einu þeirra. Þetta eiga að vera blys! 381. Nú hefur mér dottið bragð í hug: Komdu! hvísla ég að Serki. Við skulum hlaupa spölkorn upp með sporinu og út- búa og gefa merki, áður en lestin kemur að garðstjóranum .... 382. Serkir skilur óðar, hvað fyrir mér vakir og þykir þetta fyrirtak. Við flýtum okkur meðfram brautinni langt út úr augsýn garðstjórans. Við útbúum þrjú blys í skyndi og setjum þau upp í röð. 383. Við aukum hrísbindin með þurr- um mosa og kveikjum síðan í þeim öll- um. Og þegar blysin loga sem ailfa bjart- ast, heyrum við lestina koma dunandi og nálgast hraðfari. 384. Við bíðum árangursins í ægilegum spenningi: „Fyrirsát!" Þetta heppnast framar öllum vonum. Um leið og lestin brunar framhjá, er handlegg stungið út um glugga og bréfi fleygt hart og snöggt af hendi .... 385. Húrra! hrópar Serkir trylltur af hrifni. í þetta skiptið bárum við sigur- inn af hólmi. Eg hleyp til og tek upp bréfið í skyndi. Herra Lind skal fá aftur peningana sína, tauta ég við sjálfan mig. 386. Við verðum nú tveir um það! heyri ég kunnuga rödd hvæsa hörkulega að baki mér. Fáðu mér bréfið! Undir- eins. Það var ætlað mér. Skilurðu það! Það var garðstjórinn, sem enn hafði snú- ið á okkur. 387. Hann hrifsar bréfið þrælbeinslega af mér, snýr sér við og hleypur út í skóg- inn. — Mikki! hrópa ég, — hvar ertu? Flýttu þér nú! en hvar er Mikki? Hvers vegna kemur hann ekki? L

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.