Heima er bezt - 01.05.1965, Side 10

Heima er bezt - 01.05.1965, Side 10
Kristján og Þuríður með börn, tengdabörn og barnabörn sin. 2. Kristín, fædd 24. marz 1922, fór á húsmæðraskólann á Laugum, andaðist úr bráðum sjúkdómi tvítug að aldri. 3. Sveinbjörn, fæddur 23. nóv. 1923, málmsteypu- maður í Reykjavík, kvæntur þýzkri konu. Hann á tvö börn. 4. Þorbergur, fæddur 6. júlí 1926, kvæntur Guðfinnu Árnadóttur frá Rauðuskriðu. Þau búa í nýju húsi með gömlu hjónunum heima í Klambrarseli, og heitir húsið Brúnahlíð. Þau eiga fjögur börn. 5. Sigurveig, fædd 26. nóv. 1928, gift Þórarni Jóns- syni frá Skörðum. Heimili þeirra þar heitir Skarðaborg, nýbýli, er þau hafa reist. Þau eiga þrjú börn á lífi. 6. Sigríður, fædd 12. júlí 1930, gift Matthíasi Björns- syni húsasmið á Akureyri. Þau eiga þrjú börn. 7. Gísli, fæddur 5. des. 1931, kvæntur Helgu Jóns- dóttur frá Yztahvammi. Þau búa í Lækjarhvammi, ný- býli er þau sjálf hafa reist, og eiga fimm böm. 8. Ásdís, fædd 16. júlí 1938, gift Haraldi Þórarinssyni húsasmið frá Vogum í Kelduhverfi. Þau eiga eitt barn og búa á Húsavík. Stríðsárin voru framkvæmdasnauð, en skuldimar greiddust, og hagurinn réttist. Síðustu tuttugu árin, 1944—1964, er tímabil hinna miklu framkvæmda í Klambrarseli svo sem víðar. Einhugur fjölskyldunnar gerði gamla selið að höfuðbóli. — Tæknin er tekin í þjónustu átthagatryggðar. Bjartsýnin ræður. „Hér em engin takmörk þess sem gera má og gera þarf. Rækt- unarlandið er óþrjótandi heima við, svo er einnig um beitiland sauðfjár, allt austur að Lambafjöllum,“ segir Kristján. Árið 1956 tók elzti sonurinn, Jóhannes, einn við íbúðinni í gamla húsinu. Þorbergur kvæntist og byggði nýtt hús utan og neðan við gamla húsið. Þetta gerði hann með tilstyrk foreldra sinna, og þau fluttust þang- að með honum. Þetta nýja hús nefnist Brúnahlíð. — Jóhannes lagfærði gamla húsið, svo nú er þar nýtízku íbúð. Öll nýtízku tæki og þægindi eru í báðum húsun- um. — Öll útihús eru sameiginleg og byggð úr stein- steypu. Við þau era hlöður, sem taka um 1200 hesta og eru með súgþurrkun. Bræðurnir, Gísli og Sveinbjörn, sem nú em báðir burtu farnir, lærðu smíði og byggingarvinnu og áttu mikinn þátt í uppbyggingunni. Þessar byggingar allar eru að mestu framkvæmdar með heimavinnu. Undirstaða þeirra er ræktunin. Hún hefur þróazt með jöfnum skrefum þessi tuttugu ár. Tún allra bændanna eru nú orðin um 40 ha og bætast við nálega 3 ha árlega. Það 170 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.