Heima er bezt - 01.05.1965, Side 11

Heima er bezt - 01.05.1965, Side 11
er hugur þeirra að linna ekki á þessari sókn. Bústofn þeirra allra er nú um 250 sauðkindur, 28 nautgripir og fjögur hross. Hér og þar um túnið eru stór og mikil fyrningarhey. „Fyrningar hafa nær alltaf verið einhverjar hér í Klambrarseli, síðan ég man eftir mér,“ segir Kristján, „nema stöku harðindavor, þegar hey var látið burtu. En við höfum verið alltof huglausir, þegar við vorum að byggja. Bæði hlöður og peningshús eru of lítil. Búin eru að vaxa upp úr þeim. Örðugt er að breyta eða bæta við, þegar allt er úr steini.“ Kristjáni í Klambrarseli hafa verið falin mörg trún- aðarstörf. Hann hefur t. d. verið gjaldkeri sjúkrasam- lags í hreppi sínum, síðan það var stofnað, og hefur það kostað mikla vinnu. Sérkennilegt er það, að Klambrar- selsmönnum hafa jafnan verið falin flest opinber störf, er sauðfé varða. Kristján var refaveiðistjóri eftir föður sinn og gangnaforingi á Reykjaheiði. Hann hefur séð um kláðaskoðanir og sauðfjárbaðanir í sýslunni í 30 ár. Síðan sauðfjárvarnir hófust, hefur hann stjórnað þeim milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Síðastliðin 16 ár hefur Kristján setið í markadómi og búið markabæk- ur til prentunar. Enn er hann að undirbúa nýja marka- bók. Kristján er nú rúmlega sjötugur, ern vel og léttur á fæti, meðalmaður á vöxt, fríður sýnum, glaður og reif- ur. Þuríður húsfreyja missti heilsuna fyrir tíu árum og er eigi fær til erfiðisvinnu, en gott þykir öllum barna- börnunum, tuttugu og fjórum, að hitta ömmu. Margt það, sem hér er sagt, er eftir sögn Þuríðar. Minnið er oft traustara, frásögnin gleggri og myndríkari hjá konum en körlum. Bæði gömlu hjónin biðja að taka það glögglega fram, að framkvæmdirnar og sigurinn, sem vannst á síðustu tuttugu árum, sé fyrst og fremst bömum þeirra að þakka. Þau hyggja gott til áhyggjulausrar elli í skjóli þeirra. Gengið er um kvöldið upp í „gamla“ Klambrarsel til Jóhannesar og Sigríðar húsfreyju og setzt að rabbi yfir kaffibollum. Jóhannes er greindur maður og athugull. Hann er í sveitarstjórn. Hann er nú líka fjallskilastjóri og gangna- foringi. Búnaðarfélag íslands hefur fengið hann til að halda búreikninga nú um nokkur ár. — Talið berst að sauðfjárrækt. Þegar bezt hefur látið, hefur Jóhannes fengið 25 kg af kjöti að meðaltali eftir á og fóðrar 19 ær á kýrfóðri. Þetta er langtum betra en almennt ger- ist og sannar enn, hve þessir langfeðgar kunna vel með sauðfé að fara. Saga búnaðar í Suður-Þingeyjarsýslu, síðan félags- samtölc hófust fyrir 120 árum, hefur nýlega verið rit- uð í ágripi. Nú eru einnig 120 ár síðan Jónatan og Kristín hófu búskap. Þuríður í Klambrarseli var að segja frá engjaferðum sínum. Bóndi hennar sagði, að ekki mundi nú skrifað um einstöku smáatriði. „Stundum varpa smáatriðin beztri birtu,“ mælti húsfreyja. Hér er sögð baráttusaga frá einu býli til þess að varpa birtu á baráttu þúsund annarra heimila. Fjórar kynslóðir koma fram, hver og ein með sína baráttu og sigra. — Við eygjum fimmtu kynslóðina, sem mun taka við störfum feðra sinna. SÖNGLÖG / Jóhanns O. Haraldssonar G v..... g •-* . .» Svo sem lauslega var um getið í síðasta blaði, komu út í febrúar hjá Bókaforlagi Odds Bjömssonar 5 ein- söngslög eftir Jóhann Ó. Haraldsson, undir heitinu: „Sigling inn Eyjafjörð og aðrir söngvar,“ við ljóð þjóð- skáldsins, Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Lögin eru: Sigling inn Eyjafjörð, Að skýjabaki (Þeg- ar sólin dvelur bak við drungaleg ský), Dögun (sér- staklega tileinkað þjóðskáldinu), Ljóð og Jólakvöld. Prentuð em lögin í nótnaprentsmiðjunni „NOTEX,“ Kaupmannahöfn, — eins og „TÓLF SÖNGVAR,“ er út komu fyrir síðusm jól. — En umsjón með prentun fyrir hönd höfundar hafði sem fyrr prófessor Haraldur Sigurðsson, píanósnilhngur, og annaðist Iestur próf- arka. Er útgáfa þessi raunverulega gerð í minningu 70 ára afmælis Davíðs Stefánssonar. — Og hefir höfundur þe'g- ar gefið til Davíðshúss 100 eintök af upplaginu. Aðeins eitt þessara laga, Siglmg inn Eyjafjörð, hefir heyrzt opinberlega. Kantötukór Akureyrar flutti það 1951—1953, þá Karlakórinn Geysir 1955 og síðan Sam- band norðlenzkra karlakóra, Hekla. Ennfremur fluttu þau Ingibjörg Steingrímsdóttir og Jóhann Konráðsson lagið í tvísöng á tónleikum 8. júní 1962. Jón Þórarinsson, tónskáld segir í ritdómi um sönglög beggja heftanna m. a.: — „Höfundurinn mun hafa verið á sextánda og seytjánda ári, þegar hann samdi þessi elztu lög, og verður ekki annað sagt en að þau beri vimi óvenjulega þroskaðri tónlistargáfu hjá svo ungum manni, ekki sízt ef gætt er þeirra aðstæðna, sem þá var við að búa hér á landi. — Jóhann Ó. Haraldsson er löngu víðkunnur fyrir tónsmíðar sínar, og hafa einkum kór- lög hans sum orðið mjög vinsæl. Lögin í þessum hefmm bera mörg hin sömu beztu einkenni og kórlögin: söng- línan er látlaus og eðlileg, og hljómsetningin einföld og rökrétt." LEIÐRÉTTING í grein um frú Dagnýju Pálsdóttur í síðasta marzblaði, á bls. 84, stendur í 2. dálki, 7. línu að ofan: „Bamafell,“ á að vera Birnufell. Heima er bezt 171

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.