Heima er bezt - 01.05.1965, Side 13
Fjölskyldan var roskin hjón, skozk, og uppkominn
sonur þeirra og dóttir. Þetta var samhaldsamt fólk og
allvel efnum búið, enda mjög reglusamt um alla heimil-
isháttu. Ekki er það ofsagt, að vinnan var ströng. Fyrir
birtingu dag hvern lögðum við af stað á engjarnar, tvær
og hálfa mílu vegar. Við ungu mennirnir forkuðum
upp heyi sleitulaust í steikjandi sólarhitanum, fengum
klukkutíma hlé um hádegið, og héldum svo áfram sam-
fellt til sólseturs. Gamli maðurinn hlóð upp heygrind-
ina og samsetningsheyið, og sá var engin mannleysa.
Við urðum að rembast allt sem við þoldum. Heyið
drógum við saman með uxasameyki. Stúlkan vann aÚan
slátt og rakstur með hestavélum. Maturinn var útilátinn
nízkulaust, bæði að magni og gæðum.
Eftir heyskapinn tók kornuppskeruvinnan við, —
sláttur, stúkun og loks þresking. Þessi vinna var ekki
alveg eins erfið og hin, en oft var vinnudagurinn lang-
ur — 16 klst. Þar kom, að lokið var þessari vinnu, og
fór ég þá heim og hvíldi mig um tíma. Ég var búinn
að fá stálharða vöðva og fannst mér ég vera sterkur
sem uxi.
Fiskveiðar.
í þá tíð (1894) voru leyfðar sumarfiskiveiðar á Mani-
tóbavatni. Peter McArthur, sem rak timburverzlun á
vestri bakka White Mud-árinnar, beint á móti Stewart-
Lendingu, byggði íshús og gerði út marga báta, sem
höfðu útræði frá Big Point. Sumir þeir, sem nýlega
höfðu numið land í grennd við Big Point og stunduðu
einnig fiskveiðar, höfðu gert sér kofa í skógarþykkn-
inu úti við vatnið. Faðir minn hafði gert félag við einn
þeirra, er Guðmundur Sveinsson hét. Átti ég nú að
vera honum til aðstoðar, hirða um netin og róa á móti
honum þungfæra flatbytningnum. Ég hélt til í kofa
Guðmundar og konu hans, meðan á þessari vertíð stóð.
Rétt þar hjá var verbúð, sem bræðurnir J. og B. Craw-
ford áttu og höfðust við í með fjölskyldum sínum.
Þarna höfðu líka Lewis-bræðurnir veiðistöð. Þeir voru
þrír, og svo foreldrar þeirra. Hver fjölskyldan bjó út
af fyrir sig í sinni verbúð, en útgerðin var rekin í fé-
lagi. Aðalveiðin var hvítfiskur, en heilmikið veiddist
líka af geddu, sugfiski o. fl. Hvítfiskurinn einn var
söluvara og verðið 3 sent pundið.
Tvímöstruð skúta, sem McArthur átti, fór reglu-
bundnar ferðir til að sækja fiskinn og koma honum til
íshússins, um 20 mílna leið. Helgi Einarsson, einn af
starfsmönnum McArthurs, hafði með höndum skip-
stjórnina. Helgi var glæsilegur maður, yfir 6 fet á hæð,
herðabreiður og beinvaxinn, með þykka, ljósa hárgæru,
sem bar hans víkinglega ætterni ótvírætt vitni. Hann
var stilltur og þó ákveðinn í framgöngu, og virtist bera
það með sér, að hann kæmi því fram, er hann tæki sér
fyrir hendur. Allir vissu að FÍelgi var reyndur og hæfur
siglingamaður. Þó kom það fyrir, að við óttuðumst um
hann í októberbyljunum á 12 mílna siglingu um opið
vatnið, síðan um viðsjála árósana og loks 8 mílna leið
eftir hlykkjóttri ánni upp að lendingarstað McArthurs.
Eitt skiptið, man ég, greip okkur alvarlegur uggur.
Helgi kom þá til að sækja fisk okkar, en var áður bú-
inn að hlaða skipið í norðlægari veiðistöðvum. Töldum
við það nú í raun og veru ofhlaðið og létum í ljós
áhyggjur okkar. En Helgi brosti bara sínu æðrulausa
brosi, settist við stýrið, ók seglum fyrir norðanrokið
og var á svipstundu þotinn út í óða kvikuna, þar sem
hver aldan rauk yfir skipið. Meðan hann var að hverfa
úr augsýn, hlaut hann að minna okkur á hina hraustu
víkinga, sem forðum héldu út á ókunn höf.
Vatnsstrandar (Lakeshore) -nýlendan.
Frá 1894 til 1897 dreifðust íslenzku landnemamir um
alla ströndina frá Big Point norður undir Kínósóta, að
undanskildu 6 mílna svæði, þ. e. sérsvæði Indíánanna.
Byggingar allar, bæði mannabústaðir og peningshús,
voru gerðar af bjálkum, og byggingarefnið þá aldrei
fjær en svo, að sækjandi væri. Stundum slógu tvær ná-
granna-fjölskyldur saman birgðum sínum og bjargræð-
isvegum, hjálpuðu hvor annarri að byggja yfir sig, óku
til skiptis í kaupstaðinn eftir nauðsynjum og veittu
hvers konar gagnkvæma aðstoð, svo sem atvik voru til.
Allir landnemarnir fyrir norðan Sandy Bay-Indíána-
svæðið voru fyrst í stað sjálftakar eða óleyfisásetar
(squatters, þ. e. tóku sér búland án opinberra afskipta
og heimildar), en enginn ásældist það, sem annar hafði
tekið. Skógur var nægur til bygginga og eldsneytis, nóg
um engjar og haga handa búfénu og vatnsbólið óþrjót-
andi, þ. e. sjálft Manitóbavatn. Og svo, síðast en ekki
sízt, var fiskurinn til að fullnægja fæðisþörfinni í veru-
legum mæli. Fólkið var þakklátt fyrir þessar góðgjafir
náttúrunnar og undi vel heimilum sínum, þótt ófull-
komin væru, ekki sízt þeir, sem komnir voru frá upp-
þornunarbyggðum eins og Þingvallanýlendu.
Við þekktum allt þetta fólk og margt af því voru
mætir vinir okkar. Eins og áður er að vikið, var þægi-
legt fyrir alla að koma við hjá okkur í kaupstaðarferð-
um. Oft var þröngt hjá okkur, en aldrei þurfti neinn
frá að hverfa. Öllu erfiðara var stundum að koma út-
tauguðum skepnunum í hús. Okkar hlöðufjós tók 8
tvíeyki, en pabbi fann ævinlega einhver ráð, ef koma
þurfti fleirum fyrir. Einu sinni var það í blindbyl, að
til okkar var leitað um að hýsa 23 akdýr. Okkur tókst
að troða saman okkar eigin skepnum, þremur á bás, og
fengu hinir þreyttu vegfarendur allir, bæði menn og
málleysingjar, kærltomið og velkomið næturskjól.
Það kom í minn verkahring að brynna eykjunum.
Brunnur var enginn og varð að sækja drykkinn niður
í Manitóbavatn. í öskrandi stórhríðinni þessa áminnztu
nótt fór ég þangað tvær ferðir og ók heim þremur
vatnstunnum í hvorri, og var það raunar ekkert smá-
vik. Við tókum 40 sent á tvíeykið fyrir vatn og fóður.
Félagslíf var mjög takmarkað. Samkomuhús var ekk-
ert. Örðugt var líka um samfundi vegna þess, að byggð-
in teygði úr sér langar leiðir eftir mjórri landræmu.
Heima er bezt 173