Heima er bezt - 01.05.1965, Side 15

Heima er bezt - 01.05.1965, Side 15
HJALTI JONSSON, HOLUM I HORNAFIRÐI Þorgrímur Póréarson, Kéraéslæknir, Bor gum, Austur-Skaftafellssýslu C'íastéttin hér á landi var fámenn og læknishéruð stór, fram á síðasta fjórðung 19. aldar. Allur Austfirðingafjórðungur, eða svæðið milli Langa- ___ness og Skeiðarársands, var eitt læknishérað og læknar þeir er þjónuðu því, kallaðir fjórðungslæknar. Það er sama hérað, sem dýralæknirinn á Austurlandi hefur nú og öllum þykir óhæfilega stórt, þó nú séu komnir akvegir um það allt, jafnvel heim á hvern bæ, allar ár brúaðar og hægt að fara um það allt á bíl á fá- um dögum. En um aldamótin 1800 var enginn vegar- spotti til og allar ár óbrúaðar, nema Jökulsá á Dal og mun þetta þó vera eitthvert mesta vatnasvæði landsins og á Austur-Skaftafellssýsla þar drjúgan þátt. Einu far- artækin voru hestarnir, sem sumir, með réttu kölluðu þörfustu þjónana, enda hefði þjóðin ekki getað lifað hér á landi án þeirra. Má nærri geta að margur hefur orðið að deyja drottni sínum í þessu víðlenda og erfiða héraði, án þess að ná til læknis, er læknað gæti sjúk- dóma þeirra, eða, að minnsta kosti linað kvalir. Fyrsti fjórðungslæknir, sem ég veit um að verið hafi skipaður í Austfirðingafjórðungi, var Brynjólfur Pét- ursson, sem mun hafa búið lengi á Brekku í Fljótsdal. Hann var skipaður í það embætti 1772 og gegndi því til 3. apríl 1807. 2. Sonur hans Ólafur að nafni tók þá við embættinu og gegndi því til 1813. 3. Jörgen Kerulf 1819—1831. 4. H. J. P. Beldring 1832—1844. 5. Gísli Hjálmarsson 1845—1860. 6. Bjarni Thorlacius settur 1860—1867. 7. Fritz Zeuthen 1868—1878, en þá var stofnað 16. læknishérað, sem var öll Austur-Skaftafellssýsla og Geithellahreppur, sem náði yfir Álftafjörð, Hálsaþing- há og Djúpavogskauptún. Fyrstu læknar, sem gegndu því voru, hver fram af öðrum: Sigurður Ólafsson, Ás- geir Blöndal og Þorgrímur Þórðarson. Honum var veitt embættið 13. apríl 1886. Það lítur út fyrir að Austur-Skaftfellingar hafi lítil kynni haft af fjórðungslæknunum, því engar sagnir eru um, að þeir heimsæktu þá, nema Gísli Hjálmarsson, en þeir munu flestir hafa búið á Fljótsdalshéraði og Eskifirði. Gísli Hjálmarsson bjó á Höfða á Völlum og síðast á Eskifirði. Hann mun hafa komið nokkrum sinnum suður á Hornafjörð. Þá bjó í Hoffelli bóndi og smiður, sem Guðmundur hét, Eiríksson (1839—1889), er stundaði talsvert lækningar og var oft sóttur til sjúklinga. Það virðist vera, að hann hafi, að einhverju leyti, verið aðstoðarmaður Gísla, því hann hafði meðöl frá honum og þeir heimsóttu hvor annan á víxl, við og við, þó langt væri á milli þeirra. Sennilega hefur hann líka kennt Guðmundi að binda um beinbrot og með- ferð á sárum og ígerðum, því hann gerði mikið að því og tók fingur af mönnum, þegar þess þurfti. — Eina sögu hef ég heyrt, af því læknisstarfi hans, sem ég segi hér, þó ég geti ekki, að öllu leyti, ábyrgzt sannleiks- gildi hennar. Maður var fluttur til hans að Hoffelli, austan úr Lóni, sem var með mjög vont fingurmein. Var sagt að kol- brandur hefði verið kominn í fingurinn og maðurinn fárveikur, en kolbrandur var þá kallað það sem nú heitir blóðeitrun. Guðmundur tók á móti manninum, fór með hann að hefilbekk sínum, lagði hönd hans á bekkinn, tók hárbeitt sporjárn og hjó með því fingurinn af í einu höggi og græddi svo stúfinn. Eg spurði einu sinni föður minn, Jón Guðmundsson í Hoffelli (en hann var sonur Guðmundar) hvort saga þessi væri sönn. Hann kvaðst ekki vita það með vissu (hefur verið áður en hann kom til minnis) en hann mundi eftir öldruðum bónda í Lóni, Guðmundi afa Ragnhildar, konu Þorleifs, er næstsíðast bjó í Svínhól- um, sem hefði vantað fingur er faðir hans hefði tekið af. Taldi hann líklegt að hann hefði verið sá maður, er hér um ræðir. Ekki hef ég sagnir af öðrum læknum hér í Austur- Skaftafellssýslu á undan Guðmundi, en Hjörleifi, sem kallaður var bartskeri. Hann bjó síðast í Lóni, á Hval- nesi eða Vík. Þótti honum heppnast vel lækningar. Hann hafði skyggnigáfu og var forspár. Sagnaþáttur um hann er í Skaftfellskum þjóðsögum er út komu á Akureyri árið 1946. Hjörleifur mun hafa dáið 1843. Um það leyti sem Þorgrímur læknir kom í Austur- Skaftafellssýslu, var Guðmundur í Hoffelli hættur við Heima. er bezt 175

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.