Heima er bezt - 01.05.1965, Síða 18
Þar söknuðu margir vina í stað, sem Borgafólkið var:
Hjónin, sem höfðu kynnt sig svo vel. Læknirinn, sem
fjöldinn stóð í mikilli þakkarskuld við. Húsfreyjan, sem
ætíð var reiðubúin að taka á móti gestum og gangandi,
hvort sem var á nóttu eða degi, veita þeim beina og
gistingu, er þeir komu kaldir og hraktir í hríðarveðri
úr skaftfellsku stórvötnunum. — Og ekki fann unga
fólkið sízt til að skilja við börnin þeirra, sem það hafði
alizt upp með og unni eins og systkinum.
Þess var getið hér á undan að Eyjólfur Bjarnason
hefði tekið við verkstjórn í Borgum nokkrum árum
áður en Þorgrímur flutti þaðan. Hann bjó þar einnig
eftir að Þorgrímur fór, því það vor fékk hann ekki
kaupanda að jörð og húsum og enda einhverjum grip-
um. Hann tókst á hendur umsjón þeirra eigna. Hann
var þá giftur fyrir 2—3 árum. Kona hans var Þórdís Sig-
urðardóttir frá Slindurholti á Mýrum.
Er þau höfðu búið þar í 2 ár, keypti Guðmundur
Jónsson, sem síðar bjó á Nesi í Selvogi jörðina, en
Eyjólfur og Þórdís fluttu þá til Reykjavíkur, því þau
munu hafa kosið að vera í nágrenni við vini sína lækn-
ishjónin frá Borgum.
Það var fleira en fólkið, sem Þorgrímur tók sér fyrir
hendur að lækna. Á þeim árum, sem hann var hér,
voru hér engir dýralæknar, að minnsta kosti ekki aust-
anlands. Menn leituðu því oft til hans eftir meðölum
handa skepnum er veiktust, eða ráðleggingum um með-
ferð þeirra og leiðbeindi hann jafnan eftir beztu getu.
Bráðafár í sauðfé magnaðist mjög í Hornafirði á ár-
unum 1890—1900. Einkum drap það lömb og vetur-
gamalt fé. Þá voru fráfærur almennar og settu menn
flest hagalömbin á vetur. Ullin var aðalsöluvaran og
til þess að fá sem mest af henni þurfti að hafa sauða-
stofn. — Bráðafárið gekk nokkuð misjafnt yfir og var
langskæðast á Út-Nesja jörðunum, sem næstar voru
sjónum. Þar misstu menn margt af lömbunum strax á
haustin, er gras fór að falla og það sem eftir lifði,
hrundi svo niður veturgamalt — á næsta hausti, svo til-
tölulega fátt komst yfir 2. veturinn, en eftir það virt-
ist það hafa mótstöðuafl gegn fárinu.
Pestin var orðin svo mögnuð að útlit var fyrir, að
sauðfjárbúskapur legðst niður, á þeim jörðum í sveit-
inni, sem taldar voru þó bezt fallnar til sauðfjárræktar,
Út-Nesjajörðunum, en þar þurfti lítið að gefa fé og
sauðir gengu þar úti á hverjum meðalvetri. Þorgrímur
sá að hér þurfti úrbóta og honum hugkvæmdist ráð
sem dugði. Hann lét færa sér nýru úr nýdauðum bráða-
fárskindum; úr þeim bjó hann til bóluefni og tók að
bólusetja féð. Svo brá við að engin kind drapst, af því
sem hann bólusetti, sem var aðallega lömb og vetur-
gamalt fé.1) Hann bólusetti féð sjálfur, með sérstakri
vandvirkni og hreinlæti, enda man ég ekki að þess væri
!) Hann mun hafa misst einhver lömb, sem hann hafði fyr-
ir tilraunadýr, er hann var að prófa bóluefnið.
Jóhanna Knudsen og Þorgrimur Þórðarson.
getið, að nokkur kind hefði orðið hölt, því síður meira
veik. Hann bólusetti kindurnar innan á þjóið, eins og
enn er gert, en hann lét klippa vandlega blett á því og
um leið þvo hann úr sótthreinsunarvatni (karbólvatni)
Þurfti því allmarga — 5—6 menn — við að bólusetja,
svo fljótt gengi og sá sem sprautaði þyrfti aldrei að
bíða. Þessu hélt hann áfram um nokkur ár, eða þangað
til danska bóluefnið, sem margir sennilega muna, fór
að flytjast hingað og varð þá fáanlegt í verzlunum, en
það mun hafa verið á fyrstu árum eftir aldamótin. Þor-
grímur kenndi ýmsum að fara með það og bólusetja
féð, en ekki þótti það eins öruggt gegn fárinu og bólu-
efni það, er hann bjó sjálfur til.
Þorgrímur hafði mikinn áhuga á framförum í bún-
aði og lét þar brátt til sín taka, eftir því sem aðstæður
leyfðu á þeim árum.
Ábýlisjörð hans, Borgir, var lítil og ekki til þess fall-
in að framfleyta stóru búi nema með miklum umbót-
um. Hún var ein af hinum mörgu Bjarnanesshjáleigum
og í tölu hinna minni. Túnið var lítið og þýft og mun
vart hafa gefið af sér meira en 2 kýrfóður. Engjar voru
fremur lélegar, austan Fljóta í svo nefndum Stórhólma,
en það var bót í máli að jörðin átti í Skógey gott star-
engi, en hey af því reyndist jafn gott töðu til gjafar.
Framhald.
178 Heima er bezt