Heima er bezt - 01.05.1965, Síða 20

Heima er bezt - 01.05.1965, Síða 20
átt að gera. Ég er hrædd um, að þér verði aldrei mikil not af henni, úr því að hún er frá honum Friðriki gamla.“ Ég gerði ekki mikið úr þessari hættu, og sagði að ær- in væri mjög snotur. Og nú væri karlinn dauður, svo að fráleitt væri, að hann gæti beitt göldrum sínum leng- ur. Var svo ekki meira rætt um þetta að sinni. Nokkru eftir að allar göngur voru afstaðnar, var af- réttin „gefin upp“, sem kallað var. En það þýddi, að þaðan í frá mátti hver sem vildi fara í eftirleit í afrétt- ina og leita hvarvetna þar sem kinda var von. Eftir þetta beið ég ekki boðanna og fór margar ferðir í af- réttina og var furðu fengsæll, því að ég fann talsvert margt fé. Að vísu var sumt af þesu fé áður komið af fjalli, en hafði sloppið aftur í afréttina. Þótti jafnan minni fengur að finna þetta fé, þótt það væri raunar í sömu hættunni og það óheimta. En eftirleitarlaunin voru þá aðeins 1 kr. á hverja kind, en kr. 2.50 til kr. 3.50 fyrir það óheimta. Hver ferð tók aðeins einn dag og stundum næstu nótt að nokkru leyti, því að oft var nokkuð liðið á nóttina, er ég kom úr eftirleitinni. Þegar ég hafði leitað í „nær-heiðunum“ þannig, að ég taldi ekki líkur til þess, að þar væri fleira fé að finna, þá fór mig að langa til að fara í „fjær-heiðina“, en það tók alltaf tvo daga. Þá varð maður að liggja yfir nóttina í köldum og lélegum gangnakofa. Ékki þótti gerlegt að fara í þessa heiði einsamall. Víðáttan var þar mikil, og fjarlægðin frá byggðinni ískyggilega mikil, ef veður kynni að breytast. Ég hafði því auga- stað á góðum manni til að fara með mér í þessa eftir- leit. Hann hét Gunnar og átti heima eina bæjarleið frá mínu heimili, en þangað var um klukkustundar gangur. Það mun hafa verið hinn 7. nóv. að faðir minn lagði af stað að heiman á hreppsnefndarfund, til að jafna niður útsvörum. Á þeim árum var reikningsár hrepps- ins frá fardögum til fardaga, en ekki almanaksárið eins og nú tíðkast. Og þess vegna þurfti að jafna niður út- svörunum í þessum mánuði. Ég bað föður minn að koma við hjá Gunnari á leiðinni og skila til hans frá mér, að ég óskaði eftir að fá hann í leitina með mér. Þetta bar þann árangur, að Gunnar kom þegar um kvöldið og gisti hjá mér um nóttina. Næsta morgun vorum við á fótum löngu fyrir dag. Við bjuggum okkur vel út með nesti og fatnað og hugðum gott til ferðarinnar. Úti var stafalogn og svo dimmt, að við áttum fullt í fangi með að þræða götu- slóðana, sem liggja upp á heiðarbrúnina. Við gengum því hægt og rólega, til að þreyta okkur ekki í byrjun ferðarinnar. En er við höfðum gengið þannig tæpa klukkustund, fór að snjóa. Þótt þetta væri ofboð mein- leysisleg logndrífa, þá sáum við þegar, að þýðingarlaust var að halda áfram. Við snerum því við og héldum heimleiðis. Á heimleiðinni varð ég var við kindur, sem hér áttu raunar ekki að vera. Þetta var efst í heima- högum, en flest féð var komið niður í skógana, þar sem það var öruggt á hverju sem gekk. — Þegar við komum heim var dagur runninn og byrjað að birta. Gunnar kvaddi mig í skyndi og hélt heim til sín, en ég fór að sýsla við heimaverkin, svo sem að bera vatn og eldivið í bæinn, taka til hey handa kúm og hrútum og annað þess konar. Þegar ég hafði lokið þessum verkum, fékk ég mér bita, og lagði síðan af stað út í hríðina til að leita að kindum þeim, sem ég varð var við um morg- uninn. Veðrið var hið sama allan daginn, stafalogn og snjódrífa, svo að maður sá stutt frá sér. Ég leitaði í fleiri klukkustundir en fann hvergi kindumar. Þóttist ég þess fullviss, að þær hefðu hrokkið undan hundi mínum, og haldið áleiðis niður í skóglendið. Ég sofn- aði því áhyggjulítill um kvöldið. Nú er skemmst af því að segja, að um miðja nótt vaknaði ég við það, að komin var blind-þreifandi stór- hríð með ægilegri fannkomu. Sú stórhríð stóð linnu- laust allan næsta dag og nóttina þar á eftir. Það sló mig ónotalega, þegar ég sá af hvaða átt veðrið stóð allan þennan tíma. Hér var maður vanastur norð-austan stórhríðum. En þessi stórhríð stóð af há-norðri, og það var óvenjulegt og spáði ekki góðu. Seinnihluta dags hinn 10. nóv. hægði veðrið nokkuð og þá kom faðir minn heim af hreppsnefndarfundin- um. Næsta dag — á Marteinsmessu — slotaði loks veðr- inu og birti upp. Kom þá í ljós, að sunnan í allar brekk- ur var komið svo mikið stórfenni að elztu menn mundu ekki eftir öðru eins, að minnsta kosti ekki eftir einn stórhríðarbyl. Undireins og birti fórum við að vitja um féð í skóginum, og leið því öllu vel eftir atvikum. En er við fórum að telja, kom í Ijós að tólf ær vantaði. Við leituðum hvarvetna, en fundum ekki. Það var því aug- Ijóst mál, að þær höfðu farið í fönn. — „Ekki er lengi að skipast veður í lofti,“ segir gamall málsháttur, og sannaðist það að þessu sinni. Fáum dögum eftir stór- hríðina snerist vindur til suðurs og brá til hlýinda. Gerði þá svo ofsalega hláku, að allan snjó tók upp — nema stórfennið, sem ekkert vann á. Síðan frysti og gerði langvarandi stillur. Þá varð mönnum tíðförult á milli bæja, til að spyrja frétta og segja fréttir. Var þá ekki um annað rætt en bylinn mikla og afleiðingar hans. En það voru engar gleðifréttir, sem bárust á milli bæjanna. Alls staðar vantaði fleira eða færra af fé. Og svo var þá búið að leita vel, að fullvíst var, að allt þetta fé hafði farið í fönnina, og það var fleiri hundruð fjár í allri sveitinni. Og átakanlegust var þó vissan um það, að mikill meirihluti þessa fjár, var lifandi í fönninni og mundi svelta þar í hel. í fleiri áratugi hafði fé ekki farið í fönn þama í sveitinni, svo að enginn kunni ráð til bjargar. Það ríkti hvarvetna örvænting og sorg um alla sveitina. Það var ekki fyrst og fremst skaðinn, sem menn hörmuðu, þótt mikill væri, heldur miklu fremur það, að vita fleiri hundrað fjár svelta í hel í fönninni. „Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst,“ segir gam- all málsháttur. Þær fréttir bárust um sveitina — líkt og hvalfregn í gamla daga — að í næstu sveit væri tík ein, sem hefði þann einkennilega hæfileika, að geta fundið fé í fönn. Þetta þóttu vitanlega stórtíðindi og glæddi vonir manna. Eigandi þessarar dásamlegu skepnu hét 180 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.