Heima er bezt - 01.05.1965, Page 22

Heima er bezt - 01.05.1965, Page 22
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI KÁRI sörli Vorið 1923 fékk ég dálítinn fjárstyrk hjá Dansk islandsk forbundsfond, til að heimsækja skóla í Danmörku, og til kynningar á landi og þjóð. Eg dvaldi lítið í Kaupmannahöfn, en ferðaðist víða um landið og kom í marga skóla, bæði barnaskóla og lýðháskóla. Þá var ótrúlega ódýrt að ferðast með járnbrautum í Danmörku. Einu sinni keypti ég mér far- miða með ríkisjárnbrautum, sem entist í hálfan mánuð og kostaði aðeins 35 krónur danskar. Þennan hálfan mánuð, sem farmiðinn var í gildi, gat ég farið eins víða um landið og ég hafði þrek og löngun til. Ég gat farið úr lestinni á hvaða stöð, sem ég vildi og tekið mér far með annarri lest í hvaða átt, sem ég vildi. Þannig fór ég víða um Jótland, sunnan Limafjarðar og um eyjarnar Sjáland og Fjón, — og ennfremur um Suður-Jótland, sem þá var nýlega sameinað Danmörku, eftir lok fyrri heimsstyrjaldar, árið 1914—18. Ég hafði nauma ferðapeninga, en langaði mjög til að sjá meira af Norðurlöndunum, en Danmörk eina. Það varð úr, að ég ákvað að skreppa til Noregs, og tók mér far með eimskipinu Kong Haakon, sem þá hafði fastar ferðir milli Kaupmannahafnar og Kristjaniu (Oslo). Skipið fór frá Kaupmannahöfn kl. 12 á hádegi og kom til Kristjaniu kl. 7 að morgni næsta dags. Ekki man ég nú, hvað farmiðinn kostaði, en ég held að hann hafi aðeins kostað 10 til 12 krónur. Vitanlega gilti þessi farmiði aðeins fyrir þilfarið og lestina. Far- miði á fyrsta og öðru farrými var ofviða mínum efna- hag. Um hádegið, þegar skipið lagði frá bryggju í Kaup- mannahöfn, var glaða sólskin og hitinn yfir 20 stig. Flestir farþegar héldu sig ofanþilja og nutu svalandi haf- golunnar og sólarinnar. í svipinn gleymdi ég því alveg, að ég ætti mér engan næturstað vísan á skipinu. Þegar sól fór að lækka á lofti, jókst hafgolan, svo að svalt varð á þiljum uppi og fór farþegum fækkandi þar. Mér hafði liðið ágætlega á þilfarinu allan daginn, en þegar kvöldkulið jókst, var ég ekki nógu vel klæddur til að rölta um þilfarið og eiga hvergi skýli, enda hurfu nú farþegarnir smátt og smátt ofan í skipið. Ég hafði kynnzt á þilfarinu dönskum stúdent, um tvítugt, sem Georg Nielsen hét. Hann var á leið til Noregs að hitta systur sína sem búsett var í Oslo. Hann var aðlaðandi og hlýlegur í viðmóti og þekkti engan farþega á skipinu, og var því líkt settur og ég. Við gerðumst því ferðafé- lagar, minnugir þess, „að maður en mamis gaman.u Okkur kom saman um það, þegar kvöldkulið jókst og rökkrið færðist yfir, að svipast um í lestinni, en þar máttu þilfarsfarþegar leita sér skjóls. I lestinni var skuggsýnt mjög en þar var fjöldi fólks. Þetta fólk sat á lestarhlerunum á neðri lestinni og höfðu margir haft með sér teppi til að vefja utan um sig, og allskonar pinkla og ferðatöskur notuðu sumir, sem kodda. Við félagarnir höfðum engan slíkan útbúnað, enda komum við svo seint niður í lestina, að allir pallar og lestarhlerar voru fullsetnir. Engin óregla eða hávaði var þarna í lestinni, en þó varð fólkinu ekki svefnsamt, nema helzt þeim, sem haft höfðu með sér teppi og tryggt höfðu sér svefnpláss. Þetta var löng og þreytandi nótt fyrir okkur félag-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.