Heima er bezt - 01.05.1965, Side 23
ana, sem röltum fram og aftur um lestina eða settumst
á gólfið. Loksins sofnaði þó félagi minn á gólfinu út við
byrðinginn, en ég gat ekki sofnað, en náði í sæti á hom-
inu á lestarhlera, en þar svaf margt fólk, bæði karlar og
konur í kringum mig. Alltaf var ég að líta á klukkuna,
en hún þokaðist hægt áfram.
Ég held að klukkan hafi verið um fjögur um nóttina,
þegar ung stúlka, sem svaf þarna rétt hjá mér á lestar-
hleranum, reis upp og sagði: „Ég hef séð að þú hefur
ekkert getað sofið í nótt. En nú hef ég sofið í tvo til
þrjá tíma. Á ég ekki að lána þér teppið mitt og þú mátt
leggjast í mitt pláss.“ Ég tók þessu tilboði hennar með
þökkum og steinsofnaði strax. Ekki man ég hvað ég
svaf lengi, en þegar ég vaknaði, sat stúlkan, þar sem ég
hafði áður setið, og varð nú fegin að leggjast aftur undir
sitt hlýja teppi.
Félagi minn var líka vaknaður og nú skein morgun-
sólin glatt. Við félagar fórum því upp á þilfar. — Hin
langa nótt var liðin.
Innsiglingin inn Oslo-fjörð er ákaflega fögur. Innst
inni er fjörðurinn svo mjór, að vel sér til lands til beggja
hliða. Strandlegjan er þéttbýl og er innst kemur í
fjörðinn, ber mest á sumarbústöðum beggja vegna fjarð-
arins. Nú leið tíminn fljótt, því margt var að sjá, því
að beggja vegna er fagurt og frjósamt land. — Klukkan
um sjö að morgni er komið að bryggju, eins og áætlað
hafði verið.
Þarna skildu í svipinn leiðir mínar og danska stúdents-
ins, því að systir hans kom niður á bryggju að taka á
móti honum, en ég gekk einn inn í borgina á sólheitum
björtum júlímorgni. Fyrst af öllu fór ég að leita uppi
rakarastofu, því að ég leit hálf illa út eftir næturvök-
una í lestinni. Ég kom fljótlega auga á rakarastofu
skammt frá bryggjunni. Norðmenn eru árrisulir, og þótt
klukkan væri enn ekki orðin átta, var rakarastofan opin.
„Ég vil fá klippingu og rakstur,“ sagði ég, er ég kom
inn. Mér var tekið þarna með bugti og beygingum, og
eftir nokkrar mínútur var einn rakarinn búinn að raka
mig og klippa. „Á ég ekki líka að þvo hárið?“ spurði
rakarinn undur hlýlega. Ég samþykkti það. Þvotturinn
á hárinu tók að mér fannst, miklu lengri tíma, en klipp-
ingin og raksturinn. Þegar þvottinum var lokið, hvíslaði
rakarinn að mér með sínum blíðasta málrómi: „Vill
herrann ekki líka fá andlitsbað}u Mér var nú ekki vel
ljóst í hverju það væri fólgið en samþykkti það þó hálf
hikandi.
Og nú upphófst ein undraverð athöfn. Sjóðheitum og
köldum dúkum var slett á andlitið á mér á víxl og svo
var ég nuddaður og smurður og smurður aftur og
nuddaður. Þegar ég loks varð laus, fannst mér sem hver
vöðvi í andlitinu væri stífur og strekktur og húðin á
andlitinu fannst mér svo þykk, eins og hún væri orðin
tvöföld. — Ég spurði svo hvað þetta kostaði, og brá
mér heldur í brún, þegar rakarinn sagði að þetta kost-
Georg Nielsen,
stúdent,
upp við
Frognersœteren,
gömul sel
rétt við Oslo.
aði aðeins 10 krónur og fimmtíu aura. — Þetta var sama
upphæð og dagkaup verkamanns var í Noregi á því ári.
Það lækkaði ískyggilega í buddunni minni við þetta.
Ég fékk gistingu í Hotel Bondeheimet og skoðaði
merka staði í borginni næstu daga. Síðan náði ég sam-
bandi við danska stúdentinn ferðafélaga minn. Við
ákváðum að fara saman í járnbrautarlest til Eiðsvallar,
snemma næsta morgun. Eiðsvellir er merkur sögustað-
ur. Þar er gamall þingsalur í gömlu timburhúsi. Þar var
haldinn merkur þingfundur hinn 17. maí 1814, þegar
Noregur losnaði úr tengslum við Danmörk. Þessi gamli
þingsalur er til sýnis fyrir ferðamenn. Er þar allt í saln-
um með sömu ummerkjum og þegar þessi merki þing-
fundur var þar haldinn.
Frá járnbrautarstöðinni er dálítill spölur að gamla
þingstaðnum. Við gengum þangað og fengum að skoða
þingsalinn. Þetta er loftsalur, að nokkru undir þaki og
húsgögnin eru fátækleg og einföld, en nákvæmlega í
sama stíl og þau voru, er hinn sögulegi þingfundur var
haldinn 17. maí 1814.
Eiðsvellir er sveitaþorp og þéttbýlt sveitahérað með
um 12 þúsund íbúum. Arið 1923, var þorpið mjög fá-
mennt. Það liggur við suðurendann á stöðuvatninu
Mjösen. Það er sögufrægðin en ekki fólksfjöldinn, sem
veldur því, að ferðamenn heimsækja Eiðsvöll. Nú eru
risin þarna upp sumarhótel og gistihús, en þegar ég kom
þar voru aðeins sumardvalarherbergi og veitingar í
einkahúsum.
Þegar við félagarnir komum frá því að skoða þingsal-
inn sögufræga, fórum við inn í lítið veitingahús að fá
okkur morgunverð, sem var þó aðeins smurt brauð og
rnjólk. Við ætluðum svo að dvelja þarna og skoða
okkur um til klukkan sjö um kvöldið, þá fengum við
ferð með jámbraut aftur til Osloar. Þetta litla veitinga-
Heima er bezt 183