Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 5
Tjörn i Svarfaðardal.
Grenjaðarstað og móðir sr. Þorsteins í Stærra Árskógi,
var Olöf Jónsdóttir prests Halldórssonar á Völlum.
M. d. Petrína kona sr. Kristjáns á Tjörn og móðir
Þórarins var dóttir Hjörleifs prests Guttormssonar, síð-
ast á Völlum. Allt eru þetta kunnar ættir og ekki þörf á,
að rekja það nánar.
Foreldrar Þórarins voru valinkunn sæmdarhjón. Sr.
Kristján var góður prestur. Einkum var hann annálaður
fyrir góðar tækifærisræður og þótti honum takazt bezt,
þá er hann mælti eftir þá, sem lægst stóðu í mannfélags-
stiganum eða ef einhver brotalöm hafði verið talin á
hegðan þeirra. Um það fór hann mjúltum höndum og
snilliorð voru honum þá tiltæk. Hann var alkunnur
humoristi og kunni manna bezt að segja frá. Glaðvær og
skemmtilegur á heimili og hrókur alls fagnaðar í vina-
hóp.
M. d. Petrína var góð kona, glaðvær og skemmtileg,
mild og hlý í skapi og mátti ekkert aumt sjá. Hún fórn-
aði sér fyrir mann og börn og gekk heldur alls á mis
sjálf, en að þau skorti nokkuð það, sem hún gat í té látið.
Þórarinn ólst upp með foreldrum sínum og gekk
snemma að allri algengri vinnu eins og gerðist í sveit.
Heimilið á Tjörn var alla jafna mannmargt, og eftir að
börn þeirra prestshjónanna, fóru að stálpast, var þar oft-
ast heimiliskennari, meira eða minna á hverjum vetri,
sem kenndi þeim og fleiri bömum og unglingum úr
nágrenninu. Heimilið var því menningarmiðstöð á lík-
ann hátt og Héraðsskólar eru nú.
Laun presta voru ekki rífleg í þá daga og mun því ekki
hafa verið þar auður í garði. Því var þar, sem annars-
staðar unnið hörðum höndum og gerðist Þórarinn fljótt
afkastamikill verkmaður.
Hann varð snemma fylgdarmaður föður síns, er hann
fór til prestsverka, á annexíurnar eða aðra staði í presta-
kallinu.
Þá var enginn vegarspotti til, sem veg mætti kalla og
ekkert farartæki nema hesturinn.
Oft reyndi því á þrek og karlmennsku, þegar snjór var
mikill á vetrum og ófærð að komast leiðar sinnar. Varð
Þórarinn fljótt ágætur ferðamaður og hefur alla tíð ver-
ið létt um að ferðast gangandi.
Eg hef hér að framan getið nokkurra áa hans og svo
foreldra. Sézt þar að forfeður hans era prestar í marga
liðu. Því hefði mátt vænta þess að hann hefði fetað í
fótspor þeirra, gengið í Lærða-skólann og gerzt prestur,
eða annar embættismaður. En ég held að hugur hans
hafi ekki Iinigið í þá átt. Hann innritaðist í Gagnfræða-
skólann á Akureyri haustið 1903, en hafði þó verið um
Heima er bezt 201