Heima er bezt - 01.06.1965, Síða 7
þar inn og þágu góðgerðir. Auk þess áttu margir menn,
baeði nær og fjær, erindi við húsbóndann og mátti því
segja að þar væri jafnan opið hús. Hlutu þar allir hjart-
anlegar móttökur og góðan beina.
Þeim hjónum, Sigrúnu og Þórarni, varð auðið fjögurra
barna. Þau eru:
1. Þorbjörg, gift Sigurgeir Stefánssyni, vélfræðingi, bú-
sett í Reykjavík.
2. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, kvæntur Elall-
dóru Ingólfsdóttur.
3. Hjörtur, bóndi á Tjörn, kvæntur Sigríði Hafstað.
4. Petrína Soffía, gift Stefáni Arnasyni, rafvirkja, bú-
sett á Akureyri.
Alls eru afkomendur þeirra nú 22. Systurson Sigrún-
ar, Þórarin Pétursson, ólu þau upp frá bernsku til full-
orðinsára. Mörg önnur börn og unglingar voru þar
langdvölum, sum árum saman.
Frú Sigrún andaðist 5. febrúar 1959.
Þórarinn tók við búi á Tjörn vorið 1913 og bjó þar
óslitið til ársins 1950, að Hjörtur sonur hans tók við.
í búskapartíð Þórarins tók jörðin miklum stakka-
skiptum. Hann sléttaði túnið og stækkaði það mikið.
Lagði alllangan engjaveg yfir foræðis-flóa og mest eða
allt þetta var gert áður en nútímatækni kom til sögunnar.
Byggði upp öll hús á jörðinni, úr varanlegu efni. Átti
jafnan afurðamikinn búpening, enda fóðrun og aðbúð
í bezta lagi. — Þau hjón voru alltaf hjúasæl, voru sum
hjú þeirra þar árum saman, og sáu þau að nokkru leyti
um vöxt og viðgang búsins. Þórarinn var að vísu ágætur
bóndi, en eins og að líkum lætur var hann alloft fjar-
verandi bæði innan hrepps og utan og gat því ekki sinnt
miklum störfum heima á meðan skólatími stóð yfir. Þó
var ekki ótítt að hann gripi í erfiðustu verk, þegar skóla-
tíma lauk á daginn.
Þórarni voru snemma falin ýms trúnaðarstörf, af sam-
tíð sinni. Þegar ungmennafélag Svarfdæla var stofnað
árið 1909 var hann einn af stofnendum, og átti sæti í
fyrstu stjórn þess. Starfaði alllengi fyrir það félag að
ýmsum verkefnum, kom m. a. fram á leiksviði fyrir það
nokkrum sinnum.
Hann hefur lengi átt sæti í fulltrúaráði Sparisjóðs
Svarfdæla og um mörg ár verið í stjórn hans. Átti sæti í
hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps um nokkurt skeið.
Skipaður hreppstjóri, árið 1929 og gegnir því embætti
enn. Var formaður Skattanefndar, frá því hann tók við
hreppstjórn og þar til hún var lögð niður, nú fyrir stuttu
síðan. Enn er hann þó fulltrúi skattstjóra hér í hreppn-
Framhald á bls. 222
Þórarinn Kr. ElcLjárn og ungu hjónin á Tjörn, Sigriður Hafstað og Hjörtur Þórarinsson, með börnum sinum.
Heima er bezt 203