Heima er bezt - 01.06.1965, Side 12

Heima er bezt - 01.06.1965, Side 12
HJALTI JÓNSSON, HÓLUM í HORNAFIRÐI Porgrímur Póréarson, Kéraéslæknir, Bor gum, Austur-Skaftafellssýslu (Niðurlag) Þorgrímur tók það brátt fyrir, að láta slétta spildu í túninu á hverju ári, en túnasléttur voru erfitt og sein- unnið verk á þeim árum. Engin önnur verkfæri voru til, en rekur og torfljáir, en rekur þær sem komu þá í verzlanir voru yfirleitt óhentugar og stirt að vinna með þeim, en úr þessu bættist nokkuð er ristuspaðarnir komu til sögunnar. Aðferðin við fyrstu túnslétturnar var þannig, að fyrst var grassvörðurinn ristur ofan af. Torfið og þökur borið út fyrir flagið og hlaðið þar í garða. Flagið síðan stungið með rekum, allir hnausar saxaðir með þeim og flagið svo jafnað, að hvorki sást gúll né lægð. Þá voru þökurnar (torfið) aftur bornar út á flagið og það tyrft. Plógur og herfi kom ekki til nota í Hornafirði við túnasléttur fyrr en nokkru eftir aldamót. Fyrsta búnaðarfélagið sem stofnað var í Austur- Skaftafellssýslu var stofnað í Nesjum 1898. Stofnend- ur voru 10 bændur. Þorgrímur var í þeim hóp og mun hafa verið einn af aðal-hvatamönnum að stofnun þess. Þó stofnendurnir væru fáir, færði félagið fljótt út kví- arnar og eftir 2—3 ár voru allir bændur í Nesjum, um 30, komnir í það. Bústofn Þorgríms var síðustu árin sem hann var í Borgum: 6—7 kýr. 10—12 hross. Þar af 4 reiðhestar. 130 ær. 40 gemlingar. 100 sauðir. Það var fleira en heilbrigðis- og búnaðarmál, sem Þorgrímur beitti sér fyrir, þó heilbrigðismálin skip- uðu öndvegið. Það mátti segja að hann væri í farar- broddi í öllum framfaramálum sýslunnar. Hann var mörg ár í hreppsnefnd Nesjahreþps, sóknarnefnd Bjarnanesssóknar og hafði þá reikningshald kirkjunnar. Sýslunefndarmaður var hann kosinn skömmu eftir að hann kom að Borgum og var það þangað til hann flutti burt. Póstafgreiðslumaður frá 1891. Enn fremur átti hann sæti í Amtsráði Austuramtsins. — I öllum þessum nefndum vann hann með áhuga og festu og þótti vart ráð ráðið, nema hann væri þar til kvaddur. Sem dæmi um áhuga hans á safnaðarmálum má geta þess, að einu sinni, rétt fyrir jólin, kom hann að máli við sóknar- prestinn í Bjarnanesi, sem þá var séra Þorsteinn Bene- diktsson, síðar á Krossi í Landeyjum og spurði hvort hann ætlaði ekki að messa á aðfangadagskvöld jóla, en það hafði ekki verið venja þá undanfarin ár. Prestur tók því dauflega, kvaðst ekki hafa tilbúna ræðu og eitt- hvað fleira til fyrirstöðu, bjóst við að fáir kæmu til kirkju o. s. frv. Þorgrímur kvaðst skyldi sjá um, að ekki stæði á ræðunni. Hann kvaðst skyldi flytja hana og stjórna söngrium og með því var málið leyst. Hrað- boðar voru sendir um nágrennið, því tími var orðinn naumur að boða messuna og sími ekki kominn á bæina. Bjarnanesskirkja átti ekki hljóðfæri á þeim árum og þau óvíða til. Þorgrímur átti stofuorgel, sem hann lán- aði kirkjunni á stundum við hátíðleg tækifæri og spil- aði þá sjálfur á það. Var það ekki stærra en svo, að 2 menn báru það léttilega á handbörum, en frá Borgum að Bjarnanesi er nálægt 2 kílómetra leið. — Þetta gekk allt vel. Fólk kom allmargt til kirkjunnar. Orgelið var flutt þangað. Séra Þorsteinn þjónaði fyrir altari. Þor- grímur stjórnaði söngnum og flutti ræðuna, að vísu ekki úr prédikunarstól, en mun hafa staðið í kórdyr- um. Var gerður góður rómur að messunni og hún þótti hafa farið vel fram. Það mun verða ofarlega í hug margra, að spyrja hvernig læknir Þorgrímur hafi verið. Því er fljótsvarað með einu orði: Ágætur. — Sérstak- lega þótti hann góður skurðlæknir. Hjálpaðist þar að, mikil handlagni, óbilandi kjarkur og hugrekki að fram- kvæma skurðaðgerðir, sem manni finnst nú ótrúlegt að hann skyldi gera í heimahúsum, við hinar erfiðustu aðstæður. En hann gekk þar öruggur að verki, þegar hann sá, að um tvo kosti var að velja, láta sjúklinginn liggja og kveljast, þangað til lífið fjaraði út, eða gera tilraun að lækna hann og þann kostinn tók Þorgrímur alltaf og heppnaðist yfirleitt snilldarvel. Hann tók oft limi af mönnum, fætur og fingur sem kólu, eða kom 208 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.