Heima er bezt - 01.06.1965, Side 15
fljótt. Fjallkonan getur þess 12. apríl 1903, að Þorgrím-
ur læknir sé kominn heim til sín vestan af Síðu og segir
að strandmennirnir séu að mestu grónir og líði vel „eru
þeir allfrísldr og kátir“.
Þeir voru mjög þakklátir íslenzku læknunum fyrir
þá miklu hjálp, sem þeir veittu þeim og eftir að þeir
komu heim til Þýzkalands, sendu þeir þeim bréf, til
að votta þeim þakkir, sem þeim fannst þeir vart fá með
orðum lýst. Þeir sögðu að þýzkir læknar, sem hefðu
skoðað þá, væru mjög undrandi yfir því, að íslenzkir
sveitalæknar skyldu geta unnið slík afreksverk í skurð-
lækningum, sem hér hefðu verið gerð. Fyrir læknis-
hjálpina voru báðir læknarnir, Bjarni og Þorgrímur,
heiðraðir með því, að þýzk stjórnarvöld sæmdu þá
prússnesku rauðu arnarorðunni, sem þótti á þeim dög-
um stórkostleg viðurkenning.
Nú munu einhverjir spyrja, hvort Þorgrímur hefði
skilið svo við læknishérað sitt, Hornafjarðarhérað, að
það hefði verði læknislaust allan tímann, sem hann var
vestur á Síðu yfir strandmönnunum. — Það gerði hann
ekki. Svo vel vildi til, að hjá honum var í Borgum,
þennan vetur, læknanemi sem heima átti í Reykjavík.
Hann mun hafa verið búinn að ljúka skólanámi, að
mestu eða öllu leyti. Mun hafa átt eftir einn vetur í
útlöndum, en einhverra ástæðna vegna, fór hann ekki
þangað um haustið, heldur gerðist hann aðstoðarlækn-
ir Þorgríms næsta vetur, og var í Borgum. Hann hafði
kynnt sig prýðilega og fól Þorgrímur honum læknis-
héraðið í fjarveru sinni. Honum fór það vel úr hendi
og ávann hann sér traust sýslubúa, enda hafði hann
nokkuð kynnzt fólki áður en Þorgrímur fór. Maður
þessi var Valdimar Steffensen, sem síðar var læknir á
Akureyri.
Árið 1902 fóru fram Alþingiskosningar. Þá var í
kjöri hér í Austur-Skaftafellssýslu séra Jón Jónsson á
Stafafelli, sem hafði verið þingmaður Austur-Skaftfell-
inga um margra ára skeið. Var hann í boði fyrir Heima-
stjórnarflokkinn, sem þá hafði nýlega verið stofnaður.
Þá höfðu allmargir kjósendur í kjördæminu, þar á með-
al flestir Öræfingar, skorað á Þorgrím lækni að vera í
kjöri. Hann tók þá áskorun til greina og gaf kost á
því. Hlaut hann kosningu með allmiklum meirihluta.
Var aukaþing háð þetta sumar — 1902 — og samþykkt
breyting á stjórnarskránni. Varð því að rjúfa þing og
efna til nýrra kosninga 1903.
Þá gaf Þorgrímur kost á því að vera í kjöri í annað
sinn og munu sömu menn aðallega hafa staðið að því
og árið áður. Þá bauð séra Jón sig ekki fram, en all-
margir skoruðu á Þorleif Jónsson í Hólum að vera í
kjöri.
Hann segir í ævisögu sinni, að hann hafi gefið kost
á því, þótt hann væri nærri því viss um að Þorgrímur
ynni, enda fór svo. Kjörfundurinn var haldinn í Flatey
á Mýrum 6. júní og kosið í heyranda hljóði, eins og
lög mæltu fyrir. Þorgrímur var kosinn með 5 8 atkvæð-
um, en Þorleifur hlaut 39.
Þorleifur segir svo lítið eitt nánar frá kosningunni
og endar með þessum orðum: „Ekki er þörf að ræða
hér meira um þessa kosningu. Við Þorgrímur vorum
lcunningjar eftir sem áður. Stundum leiðir slíkt til
ósamlyndis og jafnvel fjandskapar, sem er næsta undar-
Iegt, ef elcki er beitt bolabrögðum eða óheiðarleik í
málflutningi.“
Þetta vor sótti ég (sem þetta rita) einu sinni Þor-
grím lækni til sjúklings, áður en kosningar fóru fram.
Hann þurfti að koma við á bæ, í bakaleið, sem var í
leiðinni. Bóndi bauð okkur kaffi og þáðum við það.
Þorgrímur og hann fóru að tala um kosningarnar er
fóru í hönd og töluðu um þær í mesta bróðerni, en ég
þóttist vita og enda skilja á tali þeirra, að hann væri
stuðningsmaður Þorleifs. Eg man að Þorgrímur sagði:
„Við Þorleifur höfum samið um það, að hvernig sem
þessi kosning fer, verði vinátta okkar óbreytt.“ Og
ekki varð annars vart, enda virtust báðir gæta fullkom-
ins drengskapar.
Þorgrímur var alþingismaður Austur-Skaftfellinga
til ársins 1908, er kosið var um „Uppkastið“, en þá
gaf hann ekki kost á því að fara í framboð.
Þorleifur í Hólum segir í ævisögu sinni:
„Hann sat á 4 þingum, fyrst á aukaþinginu 1902 og
reglulegum þingum 1903, 1905 og 1907 og vann af alúð
að því, að fé yrði lagt hér til vegabóta. Var fyrst haf-
izt handa í Suðursveit, síðar á Mýrum og var mikil
samgöngubót að þeim vegagerðum.“
Þorgrími lækni og fólki hans, var haldið virðulegt
kveðjusamsæti á Höfn 29. apríl 1905, en þau fóru héðan
alfarin eftir þau mánaðamót (apríl—maí). Voru þar
margar ræður fluttar, einnig frumort kvæði.
KVÆÐI
flutt í samsæti við burtför Þorgríms Þórðarsonar Iæknis
og konu hans Jóhönnu Lúðvíksdóttur, frá Borgum í
Hornafirði, 29. apríl 1905.
Nú komið er sumar með lífskraft og Ijós,
að leysa burt ísinn og snjáinn.
Og vekja svo marga þá visnuðu rós
í vetur er sýndist þó dáin.
Oss náttúran færir nú fegurð og ást
og fleira, er andi vor getur að dást.
En annað samt huga vorn hrífur í dag,
nú hér eru vinir að skilja.
Það hljómar frá sveit vorri saknaðarlag,
því sízt er það hennar að vilja.
En þið, sem nú eruð að búast á braut,
hins bezta æ njótið í gleði og þraut.
Framhald á bls. 222
Heima er bezt 211