Heima er bezt - 01.06.1965, Síða 16
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
Plönturnar os árstíðirnar
A llir hafa veitt því eftirtekt, hversu gróður jarðar
skiptir um svip eftir árstíðum, og um leið
j Vl hversu lögbundin þau svipbrigði eru. Á vet-
urna liggja plönturnar í dvala, jafnvel þótt vet-
ur sé mildur og auð jörð tímunum saman. Þó þekkjum
vér líka, að við langa hlýindakafla á útmánuðum taka
brum trjánna að þrútna, og einstöku blóm springa út,
og jafnvel byrjar að slá grænum lit á ræktaða jörð. Um
þetta fyrirbæri á tungan hið ágæta orð góugróður.
En þegar vorar, vaknar öll náttúran af vetrarsvefnin-
um. Um þær mundir sem snjóa leysir koma farfuglarnir
sunnan úr löndum, og samtímis taka fyrstu spírurnar að
gægjast úr moldinni, og brum trjánna að opnast. Brátt
taka fyrstu vorplönturnar að blómgast, svo sem sóleyjar
og fíflar, og fyrr en varir er jörðin græn. Eftir því sem
dagarnir líða blómgast fleiri og fleiri tegundir, og vér
sjáum, að þær gera það stöðugt í sömu röð ár eftir ár.
Loks stendur öll jörðin í hásumarskrúði. En sumarið líð-
ur fljótt hér norður undir heimskautsbaug. Haustið
nálgast. Fyrstu vorplönturnar þroska fræ sín og visna.
Hinar, sem meira voru síðblómstra bætast í hópinn,
haustlitirnir fara að gægjast fram á laufi trjáa og runna.
Blómum fækkar. Lauffallið hefst, og fyrr en varir er
grasið sölnað, og laufið fokið af trjánum, fræhirzlur
blómanna tæmdar, og aldin þeirra og fræ fokin út í veð-
ur og vind. Veturinn er aftur á næstu grösum.
Allt eru þetta svo sjálfsagðir hlutir, að vér veitum
þeim naumast eftirtekt, því síður finnast oss þeir umtals-
verðir, og allra sízt flögrar það að oss, að af þessu hátt-
erni náttúrunnar megum vér draga marga mikils verða
lærdóma, sem að haldi megi koma í daglegri önn og lífs-
baráttu. Vér gleðjumst að vísu í gróandi vorsins og finn-
um til ofurlítils sársauka, þegar vér sjáum haustvindana
feykja visnuðum blöðum að fótum vorum, en svo ekki
meir. En sannleikurinn er sá, að af atferli tiltekinna
plantna í þessum efnum má margt læra, og viðbrögð
plantnanna gegn skiptandi árstíðum er margslungin
fræðigrein, og harðla nytsamlegt að vita deili á henni,
til að skilja möguleika ræktunar og jarðyrkju. Fræði-
grein þessi er kölluð „fænologi“ á erlendum málum. Mér
hefir dottið í hug að kalla hana vaxtarfrœði á íslenzku, á
meðan annað orð betra finnst ekki.
Það er löngu kunnugt, að viðbrögð plantnanna gegn
árstíðum eru lögmálsbundin. Sagan endurtekur sig í lífi
þeirra ár frá ári á sama tíma. Þau fyrirbæri, sem aug-
ljósust eru og allir, sem opin hafa augu, geta fylgst með
án sérþekkingar, eru laufgun og gróandi, fyrsta blómg-
un, aldinþroskun og lauffall. Þegar þetta hefir verið
kannað árum saman og á ýmsum ólíkum stöðum, hefir
það gefið mönnum svör við fjöldamörgum spurningum
um búskap náttúrunnar, og þau svör hafa verið hagnýtt
í daglegu lífi mannanna.
Langt er síðan menn hófu að gera reglubundnar at-
huganir í þessu efni á einstöku stöðum. Elztar eru at-
huganir Japana. Þar eru til skýrslur um blómgun kirsi-
berjatrjánna allt frá árinu 812. Á Vesturlöndum varð
sænski grasafræðingurinn, Linné brautryðjandi í þessu
efni eins og svo mörgu öðru innan grasafræðinnar, en
ýkjulaust er að kalla hann föður nútíma grasafræði. Árið
1751 lýsti Linné tilgangi og starfsaðferðum við rann-
sóknir á tímaviðbrögðum plantnanna og hversu vexti
þeirra væri háttað á hverri árstíð. Benti hann og á, hvert
gildi slíkar rannsóknir hefðu fyrir landbúnaðinn. Hann
fékk komið á fót 18 athugunarstöðvum í Svíþjóð, og
var með þeim lagður grundvöllur að því, sem hann kall-
aði almanak plantnanna, þ. e. dagsetningar fyrir hvert
einstakt atriði í lífi tiltekinna tegunda, svo sem blómgun
þéirra, aldinþroskun, o. s. frv.
Allt frá þessum tíma hafa slík tímaviðbrögð plantn-
anna verið könnuð af misjöfnu kappi víða um lönd. Á
Norðurlöndum var Norðmaðurinn Schiibeler brautryðj-
andi í þessum efnum á öldinni sem leið, og vann þar
geysimikið starf. Það er þó fyrst á þessari öld, sem vaxt-
arfræðilegar rannsóknir hafa fengið fast form og verið
skipulagðar svo um munar.
Árið 1924 var stofnað til alþjóðlegra samtaka um
vaxtarfræðirannsóknir að forgöngu Royal Meterologi-
cal Society í London. Leitaði félagið fyrst og fremst til
rannsóknarstöðva í landbúnaði og jarðrækt víða um
heim. Undirtektir voru mjög góðar, svo að fjórum árum
seinna eða 1928, voru komnar á fót yfir 2000 vaxtar-
fræðilegar rannsóknarstöðvar víðsvegar á meginlandi
Evrópu. Hafði Þýzkaland þar forystuna, því að þar varð
vísindamönnum brátt ljóst, að hér var um grundvallar-
vísindi að ræða fyrir jarðyrkju en þó sérstaklega korn-
yrkjuna. Lögðu þeir í upphafi einkum kapp á að kanna
viðbrögð hinna vetrarstæðu korntegunda, vetrarrúgs og
vetrarhveitis. 1939 unnu yfir 10 þúsund menn að þess-
212 Heima er bezt