Heima er bezt - 01.06.1965, Síða 17
um rannsóknum í Þýzkalandi einu. Þá voru komnar upp
350 stöðvar á Bretlandseyjum, og auk þess höfðu Canada
og Bandaríkin bætzt í hópinn.
Á styrjaldarárunum lögðust þessar rannsóknir víða
niður, og allt samstarf um þær landa á milli rofnaði. En
þær voru teknar upp aftur af því meira kappi að styrj-
öldinni lokinni, og nú eru þær reknar í nær öllum
Evrópulöndum, jafnt austan járntjalds og vestan, í Israel,
Japan, Ástralíu, Suður-Afríku, Argentínu og Banda-
ríkjunum. Hafa Bandaríkjamenn einkum lagt stund á
vaxtarfræði rannsóknir vegna innflutnings nýrra teg-
unda, og til að kanna aðlögun yrkiplantna við breytta
staðhætti. f flestum þessum löndum eru rannsóknir þess-
ar stundaðar í samvinnu við veðurfræðistofnanir, enda
grípa þessar rannsóknir mjög hvor inn á svið annarrar.
Vér skulum nú athuga stuttlega um hvað vaxtarfræðin
fjallar, tilgang hennar og starfshætti.
Við allar þessar rannsóknir er frumskilyrðið að finna
tiltekin stig í árlegum vexti að þroska plantnanna, sem
bæði eru hverjum manni augljós, eru örugglega tíma-
bundin, og helzt koma fram á skömmum tíma hverju
sinni. Má þar fyrst nefna blómgun, þ. e. þegar fyrstu
blóm plöntunar springa út á hverju vori og um leið
aðalblómgunarskeið hennar, í öðru lagi er gróandin ár
hvert, þegar fyrstu blaðbroddarnir gægjast upp úr mold-
inni og um leið laufgun trjánna, bæði þegar fyrst sér á
blöðin í brumhnappnum og þegar blöðin breiðast út,
svo að tréð er allaufgað. Þá má einnig nefna tímasetn-
ingu fyrir fyrstu aldinþroskun tegundarinnar á sumrinu,
þegar blöðin taka að skipta lit og lauffallið á haustin.
Allt eru þetta mikilvæg stig í árlegum vexti plöntunar
og auðkönnuð. Einnig má nefna önnur tímabundin fyr-
irbæri í daglegum störfum, sem fylgja þessu eftir, kem-
ur það einkum fram í ræktun, svo sem sáning og upp-
skerutími.
Margt er það vitanlega fleira í vaxtarferli plantnanna,
sem vaxtarfræðin tekur til athugunar, t. d. lengdarvöxtur
árssprota, gildnun trjástofna og þá um leið árlegur vaxt-
arauki, vöxtur blaða og aldina. Þetta eru allt mikilvæg
atriði, sem hafa stórkostlegt gildi í sambandi við fram-
leiðslu. En þessar síðartöldu rannsóknir verða ekki gerð-
ar nema af sérfróðum mönnum, og til þeirra þarf alls
konar tilfæringar. Haga verður rannsóknum þessum með
sérstökum hætti í hverju landi eftir því sem staðhættir
eru, allt um milda og nauðsynlega samvinnu landa á milli.
Til rannsóknanna eru helzt valdar þær tegundir
plantna, sem mesta útbreiðslu hafa víða um lönd, því að
slíkt léttir samanburð og gerir hann kleifan í ýmsum
löndum. Þannig tengjast ýmsir hlutar jarðarinnar saman,
þótt hver um sig hafi sín sérkenni. Margar tegundir eru
t. d. sameiginlegar með Mið-Evrópu og Norðurlöndum,
og aftur með Miðjarðarhafslöndunum og Mið-Evrópu,
þótt Miðjarðarhafsflóran sé með æði miklum suðrænni
blæ. Grípa þannig plöntulistar landanna hver inn í annan,
svo að hægt er að stunda keðjubundnar rannsóknir á
flórunni. Margt verður þó alltaf vafasamt, þegar löndin
eru borin saman, og því hefir verið gripið til þess ráðs
að stofna vaxtarfræði garða. í þeim eru ræktaðar fáar
tegundir, sem fjölgað hefir verið við kynlausa æxlun af
sama einstakling, svo sem græðlingar af sama tré, sem
dreift er milli fjarlægra staða. Erfðaeigindir, plöntueig-
staklinganna eru þá alls staðar hinar sömu, svo að þær
geta ekki truflað samanburðinn, né orkað á misjafnan
vaxtarhraða eða tímaviðbrögð. Meðferð þessara plantna
er alls staðar hin sama, þannig eru þær ræktaðar í sams-
konar jarðvegi, sem búinn hefir verið til eftir föstum
stöðlunarreglum. Þegar svo er umbúið, er það veður-
farið eitt og tímaskipti árstíðanna, sem ólíkt er á ólíkum
stöðum. í Noregi eru nú fimm slíkir tilraunagarðar.
Byrjað var í þeim í smáum stíl með einungis fimm trjá-
og runnategundir, en síðar hefir nokkrum verið við bætt.
En þótt hinar ræktuðu tegundir séu mikils virði, verð-
ur þó umfram allt að fylgjast með villiplöntunum. Það er
margt, sem orkað fær á vöxt plantnanna á hverjum tíma.
Þannig hafa sumir haldið, að hin 11 ára löngu sólbletta-
tímabil orki á vaxtartímann, þó er það óvíst, en ætla má
að vaxtarfræðilegar rannsóknir geti skorið úr því hvort
svo sé.
Það er almennt talið að í bæjum og þéttbýli sé vaxtar-
hraði plantna meiri en annars staðar. Þakka menn það
einkum því, að þar sé hlýrra en á bersvæðinu. En vera
má einnig, að aukið kolsýrumagn sé hér og að verki. Af
kolsýrunni, sem allt líf jarðar hvílir á, er einungis 0.03%
í andrúmsloftinu, þetta er undirstöðufæða plantnanna,
en magnið er svo lítið, að það liggur við lágmark þess,
sem plöntunum er nauðsynlegt sér til viðhalds. Örlítil
aukning kolsýrumagns lofsins gæti því haft undraverð
áhrif á vaxtarhraðann, og um leið á viðbrögð plantnanna
við tímaskipti.
Enda þótt vaxtarfræðin sé fyrst af öllu einn þáttur
grasafræðinnar, þá kemur hún einnig inn á svið veður-
fræði eins og ljóst má vera. Til veðurþjónustu eru settar
upp athugunarstöðvar víðsvegar um löndin. Rannsóknir
þeirra gefa mynd af veðurfari þéss héraðs eða landshluta,
sem þær eru í. Hinsvegar er fullkunnugt, að veðurat-
hugunarstöðvarnar eru dreifðar, og milli þeirra verða
margir staðir og svæði, sem í veðurfari víkja verulega
frá því, sem stöðvarnar segja til um. Vér getum jafnvel
fundið þetta án allra mælitækja þegar vér förum um
landið, hvernig skjól og staðhættir orka á hitastigið, bæði
í heild og hina einstöku daga. Skóglendi er einkum frá-
brugðið bersvæðinu í þessum efnum. Slík frábrigði koma
ekki fram í veðurskýrslum, en plönturnar, sem á þessum
stöðum vaxa, geta gefið oss mikilvægar upplýsingar.
Víða um lönd hafa menn gert sér Ijóst, hversu hin
veðurfarslegu frábrigði, oft á smáblettum, eru mikilvæg
í ræktunarmálum. í Noregi hafa menn lagt stund á að
kynna sér þetta vaxtarfræðilega, einkum með tilliti til
aldinræktunar. Má þar nefna hérað eins og Nes á Heið-
mörk, þar sem mikill árangur hefir þegar náðst. Það er
deginum Ijósara, að veðurathuganir og gróðurrannsókn-
ir eiga hér samleið. En til þess að gera vaxtarfræði rann-
Heima. er bezt 213