Heima er bezt - 01.06.1965, Side 24
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
Sjötug æskuvinkona
E'Íc var að frétta það um þessar mundir, að ein
æskuvinkona vín, og hún ekki af lakara taginu,
, væri sjötug um þetta leyti. Um leið rifjuðust
upp fyrir mér ótal minningar frá löngu liðnum
árum, um yndislegar samverustundir, og hversu mjög ég
þráði fund þessarar vinkonu, og hvernig samvistirnar við
hana opnuðu mér nýja heima óendanlega fjarri hvers-
dagsleikanum. Ekki varð þess þó dulizt, að nokkur var
aldursmunurinn með okkur, því að hún var komin á tán-
ingaaldurinn um þær mundir, sem ég var að byrja að
skynja lífið í kringum mig, og á aldri gjafvaxta heima-
sætu, þegar ég komst í kristinna manna tölu. En ekkert
spillti það vináttu okkar, né heldur hitt, að margir fleiri
en ég, voru álíka heillaðir af henni. Og þá er bezt að
gera nafn hennar kunnugt, en þetta er tímaritið Eim-
reiðin.
Ég var ekki nema rétt orðinn læs, þegar ég komst í
fyrstu kynni við hana. Mamma átti hefti úr fyrstu ár-
göngunum, og ég stafaði mig fram úr efni þeirra, eftir
því sem getan leyfði. Ég kjökraði yfir sögunni um
Gunnhildi gömlu, og dreymdi hrollvekjandi drauma
eftir að hafa lesið Hryllilega bernskuminningu, en ég
sat líka við og lærði Litla skáld á grænni grein og Elli
sækir Grím heim, enda þótt ég áttaði mig varla á því
hver þessi Ellikerling væri, sem fús væri að dansa og
glíma. Meira að segja reyndi ég að læra Brautina, þótt ég
varla skynjaði, hvert þar væri stefnt. Og ekki að gleyma
Skeifusögunni um Sankti Pétur og Drottin. Ekkert festist
þó ef til vill eins í huganum og myndin hans Einars Jóns-
sonar af Dreng á bæn. Og svo var það margt, margt
fleira. Það var merkileg bók þessi Eimreið.
Árin liðu hægt og hægt eins og alltaf meðan maður
er ungur, og mér varð það smám saman ljóst, að Eim-
reiðin átti ítök í fleirum en mér. Það var margt talað um
efni hennar, og menn hlökkuðu til komu hennar á heim-
ilið. Því var svo háttað, að þau hjónin, Ólöf skáldkona á
Hlöðum og Halldór maður hennar, voru kaupendur
Eimreiðarinnar, og við inni í bænum biðum venjulega
með eftirvæntingu dagana, sem liðu frá því, að heftin
komu í póstinum, og þau voru búin að lesa þau og léðu
okkur þau til lestrar. Þær kvöldvökur, sem Eimreiðin var
lesin hátt, voru hátíðisdagar heima á Hlöðum. Ef til vill
fannst okkur ritið standa okkur ögn nær en annað prent-
að mál, af því að þar birtust ritverk þeirra Ólafar og
Halldórs. Hann átti þar einar tvær smásögur, en hún
bæði kvæði og ritgerðina Bernskuheimilið mitt. Vissu-
lega var Eimreiðin þá nátengdari heimilinu á Hlöðum en
nokkurt annað rit.
Ég minnist þess enn hvílíkur fengur mér var það, þá
komnum undir fermingu, þegar Ólöf bauð mér alla Eim-
reiðina frá upphafi að láni. Ég beinlínis svalg hana í mig
frá orði til orðs, að heita mátti. Efnið var svo fjölbreytt
og lifandi, og ekki torskildara en svo, að ég strákurinn
gat lesið megnið af því mér til nokkurs gagns. Ég hika
ekld við að fullyrða, að á þeim árum las ég ekld önnur
rit, sem meira voru menntandi á almenna vísu en Eim-
reiðin, þegar frá er tekin Saga mannsandans eftir Ágúst
H. Bjarnason. Hún var að vísu þyngri, og ýmsir kaflar
fóru fyrir ofan garð og neðan við fyrsta lestur. En engu
að síður var hún eins og gróðrarskúr í hugi bókfúsra
unglinga úti um byggðir landsins, þegar hún kom fyrst
út. Og seint munu þess verða full skil, hversu mikla
þakkarskuld íslenzk alþýðumenning á að gjalda ritum
Ágústs H. Bjarnasonar og Eimreiðinni.
En hvað var það, sem skapaði Eimreiðinni þessar vin-
sældir, sem hvarvettna komu fram? Fyrst af öllu var það
fjölbreytni efnisins. Hún flutti nýjungar um menn og
málefni frá hinum stóra heimi. Þar voru ritgerðir um
náttúruvísindi, sem sjaldséð var í íslenzkum ritum.
Greinar um landsmál, frásagnir af nýjungum í tækni og
læknavísindum og síðast en ekki sízt kvæðin og sögum-
ar eftir innlenda og erlenda höfunda. Þarna komu þeir
fram, margir af stóru spámönnunum í íslenzkum bók-
menntum, Matthías, Steingrímur, Þorsteinn Erlingsson,
Einar H. Kvaran og margir fleiri. En þarna áttu líka
margir byrjendur í skáldskapnum sitt fyrsta athvarf,
sumir urðu ef til vill aldrei annað en byrjendur, og Eim-
reiðin ein geymir minninguna um það, en aðrir áttu
eftir að sveifla sér fram í raðir hinna stóru. Víðsýni og
smekkvísi ritstjórans gerði Eimreiðina að allsherjar vett-
vangi þeirra sem rita kunnu. Þar komu fram lærðir menn,
bæði vísindamenn og skáld, en einnig ungir stúdentar,
bændur og aðrir alþýðumenn úti um byggðir landsins.
Þá má ekki gleyma öllum bókafregnunum og ritdóm-
unum, skýrum og afdráttarlausum, sem mörgum reynd-
ust góðar leiðbeiningar í vali lestrarefnis, og síðast en
ekki sízt íslenzka hringsjáin um það, sem sagt var og
ritað um ísland og íslenzk málefni erlendis. Ékkert rit
fyrr né síðar hefir gert þeim hlutum jafngóð skil. Og
öllu þessu fjölbreytta efni fylgdi einhver ferskur and-
220 Heima er bezt