Heima er bezt - 01.06.1965, Qupperneq 26
þekktu gerzt, að torfundinn verður betri og trúrri ís-
lendingur. En þó liggur hann enn óbættur hjá garði, og
saga hans óskráð, til lítillar sæmdar þeim, sem sískrif-
andi eru um sögu landsins.
Ætlunin með þessum orðum var einungis að ræða um
æskuvinkonu mína Eimreiðina, en slíkt var ekki unnt,
nema. að geta um leið stofnanda hennar og föður, enda
þótt til þess hefði þurft míklu meira og vandaðra mál,
en hver veit, nema unnt verði að gera honum betri skil
síðar.
Vér sem vorum ungir, þegar Eimreiðin var á æsku-
skeiði tökum nú að efdast. Það gerir hún einnig. En ólíkt
oss mönnunum kastar hún sífellt ellibelgnum, og lifir í
snertingu við samtíð sína og er ung með henni. Vera
má, að oss þessum gömlu, sem munum hana unga, þyki
hún hafa glatað æskuljómanum, eins og svo margar
jafnöldrur okkar hafa gert. En ætli það sé ekki okkar
sök.
Akureyri á síðasta vetrardag 1965.
Þórarinn Kr. Eldjárn
Framhald af bls. 203 -----------------------------
um. Var kosinn sýslunefndarmaður 1924 og gegnir því
starfi enn, og allan þann tíma hefur hann verið eftirlits-
rnaður sýsluvegarins hér í Svarfaðardal og séð um fjár-
ráð hans. I sýslunefnd hefur hann alla tíð notið mikils
álits og mun hafa verið vara oddviti hennar um langt
skeið, og nú á hann sæti í Fasteignamatsnefnd Eyja-
fjarðarsýslu.
Um mörg ár var hann vara endurskoðandi Kaupfélags
Eyfirðinga og endurskoðaði þá reikninga útibúsins á
Dalvík. Arið 1938 var hann kosinn í stjórn K. E. A. og
formaður félagsstjórnar 1949 til 1958 að hann lét af
þeim störfum að eigin ósk. Hann átti og sæti í stjórn
Samvinnutrygginga frá upphafi og til þessa árs, að hann
baðst undan endurkosningu.
Mörg fleiri störf hefur Þórarinn haft með höpdum,
þó ekki verði talin hér.
Hann er ágætur ræðumaður, rökfastur, orðhagur og
kemst oftast að kjarna málsins. Hann reynir ekki að ota
skoðunum sínum að öðrum mönnum eða telja þá á sitt
mál. Segir sitt álit hispurslaust og lætur svo aðra sjálf-
ráða hvað þeir gera.
En oftast fer það svo, að menn hneigjast að hans úr-
lausnum og fylgja honum eftir.
Þórarinn er prýðilega ritfær og hefur skrifað fjölda
blaðagreina um ýmisleg efni. Hefur yfir að ráða góðri
frásagnargáfu og gæddur léttum humor. Prúður og hóg-
vær í hvívetna. Skapmikill nokkuð að eðlisfari, en kann
svo vel með það að fara, að naumast sézt hvort honum
líkar betur eða ver. Hann er góður söngmaður og hefur
starfað í söngkórum frá æskuárum, og enn syngur hann
í kirkjukór og tekur undir á gleðimótum.
222 Heima er bezt
Þórarinn hefur lengst af verið heilsuhraustur og haft
mikið starfsþol. Afkastamikill verkmaður hvort sem um
var að ræða líkamlega eða andlega vinnu.
Fyrir fáum árum veiktist Þórarinn alvarlega og hefur
ekki nað fullri heilsu síðan. Þó sinnir hann enn sínum
störfum, og gengur að ýmsri útivinnu, einkum heyskap.
Þórarinn er gæfumaður. Hann eignaðist góða og mikil-
hæfa konu, og lifði með henni í ástríku hjónabandi í
hálfan fimmta áratug. Hann á efnileg börn, sem hann
veitti gott uppeldi og ágæta menntun. Hann hefur að
nokkru alið upp tvær kynslóðir hér í Svarfaðardal. Hann
hefur hlotið trúnað sveitunga sinna og annara samtíðar-
manna. Og hann hefur aldrei brugðist því trausti, sem
honum hefur verið sýnt.
Árið 1955 var Þórarinn heiðraður með Fálkaorðunni
fyrir félags- og kennslustörf.
Þorgrímur Þórðarson
Framhald af bls. 211 ------------------------------
Vér munum, er gesti að Borgum oss bar,
hve blíðar þar viðtökur fengum.
Sú húsmóðir göfug við hússtjórn þar var,
um hjálp, sem að synjaði engum.
Það heimilið blómlega autt þegar er,
en ykkur í fjarlægð samt gleymum ei vér.
Oss gleymist ei það, sem að gjört hafið þið.
Vér gleymum ei þjáningarstundum,
er höndin þín læknir þá lagði oss lið
og lífskraft að nýju vér fundum.
Já, mörg hafa sárin þau svíðandi blætt,
sem þú svo mjúldega hefur þó grætt.
í nítján ár hefur hér stundað það starf
og styrkt vorar framfaraleiðir.
Og þinn eigi kjarkur í þrautunum hvarf,
þó oft væru vegir ei greiðir.
En nú er það annarra að feta þau för
og fægja vor sár, svo að grói í ör.
Svo farið nú vel héðan, heiðruðu hjón
og hamingjan veg ykkar greiði.
Sem lengst ykkar njóti vort fátæka frón
á framfara komandi skeiði.
Við kveðjum nú ykkur með hjarta og hönd
og hér skulu treyst okkar vináttubönd.
Guðmundur Jónsson Hoffell.
Þorgrímur gegndi Keflavíkurhéraði til 1929. Sagði
því þá lausu og sótti um lausn frá embætti vegna heilsu-
brests. Hann dó í Reykjavík 5. júlí 1933.
Þorleifur í Hólum segir, að það hafi komið í sinn
hlut á Alþingi það ár (síðasta þingár hans) sem vara-
forseta sameinaðs Alþingis, að mæla eftir hann.