Heima er bezt - 01.06.1965, Page 30

Heima er bezt - 01.06.1965, Page 30
munurinn, að þá báru allir karlmenn vopn og voru sumir í vígahug, en hér fór hópur friðsamra borgara í hátíðaskapi. Afram er haldið. Hóparnir þéttast og sameinast. Gamlir kunningjar hittast og spjalla saman á hestbaki og nýr kunningsskapur myndast milli þeirra, er aldrei hafa áður sézt. Þá er mér og ógleymanleg stundin, er við komum nið- ur hjá Bolabás og Jitum hina veglegu tjaldborg á Leir- unum og um alla Þingvallabyggð svo langt sem augað eygði. Aldrei hefur slík tjaldborg verið gerð á íslandi, hvorki fyrr né síðar. Er talið að um 30 þúsund manns hafi dvalizt á Þingvöllum, þá tvo til þrjá daga hátíðar- innar, er flest var hátíðargesta. Var þá tjaldborgin mikla, bæði á Leirunum og heima á Þingvöllum stærsta borg á íslandi. Mörg voru skemmtiatriði góð á Alþingishátíðinni, en þrjú atriðin eru mér minnisstæðust: Sögulega leik- sýningin, þjóðdansaflokkur barna og veðreiðarnar í Bolabás. Sögulega sýningin var leiksýning, sem sýndi lög- mannskjör á Alþingi árið 930. Handritið — textann — fyrir sýninguna höfðu þeir samið prófessorarnir: Ólaf- ur Lárusson og Sigurður Nordal. Persónur leiksins voru helztu höfðingjar landsins og ráðamenn á þeim árum og fyrstur á mælendaskrá var Úlfljótur, bóndi austan úr Lóni, er lögin lærði í Noregi og flutti til landsins. Óskar hann í ræðu sinni, að þingið kjósi nýjan lögsögumann í sinn stað. — Svo er að sjá, sem mikið mannval hafi þá verið uppi á íslandi og þarf ég ekki annað en nefna örfá nöfn merkra höfðingja, til Lögberg hið gamla. Útsýn til Hengils. að sanna mál mitt. Fyrstan nefni ég þá Hrafn Hængs- son frá Hofi á Rangárvöllum, er kjörinn var lögsögu- maður, þá Þorstein Ingólfsson Reykjavík, allsherjar goða, Skallagrím Kveldúlfsson á Borg, Sel-Þóri Gríms- son á Rauðamel ytra, Þorsteinn Þórólfsson þorskabít, Hjalta Þórðarson að Hofi í Hjaltadal, en alls komu fram á leiksýningunni þrjátíu og sjö höfðingsmenn og leiðtogar þjóðarinnar, sem lögmanninn kjöru. Þessi sýning var stórmerkileg og ógleymanleg. Þá vil ég nefna þjóðdansasýningu barnanna. Bömin voru svo vel æfð og sýningunni var svo vel stjórnað, að unun var á að horfa. A veðreiðunum sá ég marga úrvalsgæðinga, bæði stökkhesta og skeiðhesta. Bezt man ég eftir einum skeið- hesti, sem þó náði ekki verðlaunum, af því hann hljóp upp, sem svo er kallað. Þessi Ijósgrái hestur var skag- firzkur og hét Stígandi. Ég held að hann sé fegursti gæðingur, sem ég hef augum litið. Er mér það ljóslif- andi í minni, er hann brunaði af stað í skeiðsprettinn, háreistur og föngulegur. ------Tveir menn held ég að vakið hafi mesta athygli á kappreiðunum og það voru þeir Kristján tíundi konungur Danmerkur og Oddur hinn sterki af Skaganum, sem var þarna klæddur litfögrum fommanna- búningi. Konungurinn var mjög hrifinn og athugull áhorf- andi á kappreiðunum og kunni sýnilega að meta fallega gæðinga. Hann strauk þeim og klappaði, er þeir höfðu lokið hlaupinu. Hann sýndi líka þá ljúfmennsku að ganga til Ödds af Skaganum og spjalla við hann. Ein- hver ljósmyndari náði ágætri mynd af þeim, þar sem þeir stóðu og ræddust við. ------Eitt atriði enn vil ég nefna á Alþingishátíð- inni, sem gleymist engum, sem þar var staddur, en það er skrúðgangan til hátíðarmessunnar í Almannagjá. Aldrei hef ég séð slíkan mannfjölda, sem í þeirri skrúð- göngu, og allt var fólkið í raun og veru í hátíðabúningi. Konur vom yzt fata í fínum möttlum og pelsum og sumar á silkipeysufömm með slegin sjöl. Karlmenn sumir í dökkum frökkum með harða hatta. En hugsið ykkur hvílík fyrirhöfn það var, að flytja allan þennan sparifatnað með sér ásamt matarforða sængurfatnaði og svefnpokum. Ekki aðeins með bif- reiðum frá Reykjavík og Suðurlandinu, heldur líka í þverbakstöskum og jafnvel pokum víðsvegar að af land- inu, þeir sem komu til hátíðarinnar ríðandi. Miklar annir voru fyrsta morguninn að búa sig í þessi spariklæði. Kvenfólkið bjóst í sitt skart og snyrti sig inn í tjöldunum, en karlmenn rökuðu sig og þvoðu sér um hendur og andlit við vatnskrana, sem dreifðir voru um tjaldstæðið. En ofanjarðar vatnsleiðsla hafði verið lögð þarna um hátíðasvæðið. í kranana sóttu menn líka drykkjarvatn. Guðsþjónustan í Almannagjá var ákaflega hátíðleg, og líklega hefur hvergi í veröldinni verið haldin guðs- þjónusta í svo sérkennilegu og stórbrotnu umhverfi. 226 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.