Heima er bezt - 01.06.1965, Page 31

Heima er bezt - 01.06.1965, Page 31
Tjaldborgin mikla á Leirunum 1930. Gjárbotninn var þarna mikið til sléttur og fólkið raðaði sér í gjána þétt saman. Vestri barmur Almannagjár reis þarna himinhár og upp við bergvegginn var reistur pré- dikunarstóllinn. Veður var hlýtt, en dauft sólskin. Fólk- ið þjappaðist alltaf fleira og fleira inn í gjána og stóð ákaflega þétt. En þá skeði það, sem fæstir höfðu hugsað út í, að þarna í mannþyrpingunni varð ákaflega loft- þungt og kvað svo ramt að, að nokkrir féllu í öngvit, svo að bera varð þá út úr mannþyrpingunni. Þá röknuðu þeir strax við. Ekki get ég lokið þessari hugleiðingu um Alþingis- hátíðina, án þess að minnast á glímuna. Þátttakendur voru 16 og þar á meðal nokkrir landsþekktir glímumenn. Ég á ennþá glímuskrána með nöfnum allra þátttakenda. En þegar 16 manns glíma allir við einn og einn við alla, verða glímurnar æði margar, og tekur þá glíman geysi- lega langan tíma. Það ráð var því tekið, að um helm- ingur af glímunum voru glímdar í Reykjavík, en öll úrslit dæmd á Þingvöllum. Á Þingvöllum var mörg glíman glæsileg og vel glímd. Tvenn aðalverðlaun voru veitt. Önnur verðlaunin voru veitt fyrir flesta vinninga, en hin aðalverðlaunin voru fegurðarverðlaun. Verðlaun fyrir flesta vinninga hlaut Sigurður Thor- arensen, en fegurðarverðlaunin hlaut Þorsteinn Krist- jánsson. Voru þeir báðir þekktir glímugarpar. Auk þeirra glímdu þarna margir ágætir glímumenn svo sem: Georg Þorsteinsson, Jörgen Þorbergsson og Lárus Salómonsson. Mikill mannfjöldi horfði á glímuna, og þar á meðal konungur Dana og fjöldi útlendra tignargesta. Ég vil vekja athygli íslenzkrar æsku á því, að Alþing- ishátíðin 1930, var einstæður og hrífandi atburður og minningar mínar frá þessari hátíð, eru bjartar og heill- andi. — Það var djarft fyrirtæki að boða tugþúsundir manna saman til hátíðahalds í þessari fjallasveit, því að vel gat hryðjuveðurfar eða kuldakast skaðað hátíða- haldið, en hamingjan var hátíðinni hliðholl og veður- blíðan kórónaði hátíðahaldið. Ég hef komið á marga sögulega merka staði á Narður- löndum, en sögufrægð þeirra er rislág samanborið við sögufrægð Þingvalla. Og það má íslenzka þjóðin þakka Ara fróða að öll saga Þingvalla og setning Alþingis á Þingvöllum 930 er sannfræðilega skrásett, þótt fáorð sé. Vorið 1944 var önnur merk hátíð haldin á Þingvöll- um, en ekki verður henni hér lýst, en heimildir um þá frelsishátíð er að finna í samtímablöðum. Ekki var ég viðstaddur þau hátíðahöld, en það hafa þeir sagt mér, er hátíðina sóttu, að aldrei hafi hrifningin risið eins hátt, og þegar samfagnaðar skeyti frá konungi Danmerkur, var lesið fyrir þingheimi. I símskeytinu óskaði konung- ur íslendingum til hamingju með sjálfstæðið. Á þessu ári 1944 var heimsstyriöldin í algleymingi og engin samskipti milli íslands og Norðurlanda, nema með símskeytum og bréfum, og þó undir eftirliti þýzku her- stjórnarinnar. ETvenær verður næsta stórhátíð haldin á Þingvöllum? Ég ætla að leiða hjá mér að svara þeirri spurningu í þess- um þætti. En minningar mínar frá Alþingishátíðinni 1930 falla ekki í gleymsku þótt árunum fjölgi. Framhald í næsta blaði. Heima er bezt 227

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.