Heima er bezt - 01.06.1965, Blaðsíða 39
397. Hann fálmar út í loftið sem allra
snöggvast eftir stuðningi, en steypist síð-
an aftur á bak útbyrðis. Serkir dregur
kænuna óðar til okkar og tekur aðra ár-
ina úr henni til vonar og vara ....
398. Ég ræ nú af stað í skyndi. — En nú
skreiðist andstæðingur okkar upp í kæn-
una aftur og fer að damla með árinni
einu, sem við skildum eftir. Nú er það
ég, sem sprettinum ræð og ferðinni yfir-
leitt.
399. En garðstjórinn hefur enn eitt-
hvað óvænt í pokanum. Allt í einu sjá-
um við hann setja upp ofurlítið sprit-
segl! Og stinnings kaldi ber nú kænuna
hratt í áttina til okkar.
400. Við komumst aldrei undan! segir
Serkir. Og ég fer nú að verða dálítið
vondaufur. Hérna er áin breið eins og
fljót, og við erum aðeins á henni miðri.
— En bíðum nú við ....!
401. Nú er náunginn rétt að ná okkur.
Ef ég breytti nú um stefnu og reri beint
upp í vindinn, — þá yrði garðstjórinn að
sigla beitivind og slaga, — sé það annars
hægt með svona segli ....!
402. Þessi hugmynd mín reynist ágæt-
lega! Kænunni verður ekki snúið upp í
vindinn, — og getur heldur ekki slagað.
Brátt er hún orðin langt á eftir, og við
náum landi heilir á húfi.
403. Nú verðum við að flýta okkur!
hrópa ég. Bráðum nær náunginn landi.
Og þá bíður hann ekki boðanna. Og við
vitum af reynslunni, að karlskrattinn er
bæði sprettharður og óvæginn!
404. Ég er ekki kominn langt, þegar ég
festi annan fótinn í stálvírsflækju og
steypist á höfuðið. Ég brýzt um og reyni
að losa mig úr skollans flækjunni, en það
er ekki hlaupið að þvf ....
405. Eftir nokkura stund hefur mér þó
tekizt að losa mig úr vírflækjunni. En
rétt í því ég er að rísa upp, hefur garð-
stjórinn enn einu sinni náð mér og gríp-
ur nú fast í annan fótinn á mér.