Heima er bezt - 01.10.1965, Side 2

Heima er bezt - 01.10.1965, Side 2
Kvæðalestur - kvæðanám Frá því vér fyrst höfum sögur af íslendingum hafa þeir haft gaman af og iðkað kveðskap. Á þjóðveldistím- anum forna voru konunga- og höfðingjakvæði ekki ómerk útflutningsvara. Má þó vera, að hún hafi orðið í háum prís vegna þess, að þeim, sem um var ort, þótti lofið gott. En það var höfðinglegt að launa vel lof- kvæðin, og jók hróður þeirra, er svo gerðu. En eitt var höfuðskilyrði þess, að kvæðið félli í góðan jarðveg, og yrði vel launað, áheyrendur urðu að geta numið það, og numið það fljótt. Kvæði, sem enginn lærði, voru einskis virði, enda þótt hlaðið væri saman lofsyrðum. Ekki er ósennilegt, að hinar ströngu rímreglur, sem smám saman sköpuðust hafi meðal annars átt rót sína að rekja til þessa. Það er léttara að nema langt kvæði, sem kveðið er eftir ströngum rímreglum, en hitt, sem er rímlaust að meira eða minna leyti. Stuðlar, höfuð- stafir og hendingar minna hvert á annað, og eru stuðn- ingur við upprifjun. Þegar rímið er strangt finnst greið- lega, ef það er úr skorðum sett við meðferð kvæðisins. En öld dróttkvæðanna fornu hvarf í haf tímans. Allt um það héldu íslendingar áfram að kveða. Dansar og rímur urðu viðfangsefni skáldanna. Dansana urðu menn að kunna utanbókar, svo að hægt væri að syngja þá á gleðimótum, og rímurnar voru í senn handhægar, til að festa í minni skemmtilegt söguefni, og tilvalið verkefni hagorðum mönnum til að þreyta við íþrótt sína. Einnig bættust við sálmar og helgikvæði. Léttara var að muna bænarávörp til Guðs og helgra manna, ef þau voru rímuð, og helgikvæðin gerðu mönnum kleift að fara með eins konar guðsþjónustu, þótt engin væri bók- in, og sá, er með fór, væri ólæs með öllu, og ekki má gleyma því, að skáldin hafi ef til vill hugsað sem svo, að helgir menn kynnu vel að meta lofdrápur eigi síður en konungar fyrrum. Vel mætti svo vera, að ein hvötin að yrkingum allra þeirra kynstra helgikvæða úr kaþólsk- um sið og sálmum og andlegum ljóðum lútherskra manna hafi verið sú, að með þeim var þjóðinni skapað- ur möguleiki til helgistunda í einrúmi, er þau voru rifj- uð upp og rauluð. Og þá má ekki gleyma öllum varnar- þulunum og særingunum gegn illum öndum og myrkra- höfðingjanum sjálfum. Rímað orð var í þjóðtrúnni miklu máttugra gegn þeim óvættum en óbundin ræða. Hvað sem um það er, má það Ijóst vera, að kvæðin voru notuð á hagnýtan hátt, og þá skipti það mestu máli að efnið og meðferð þess væri hentugt til sinna nota. Öld eftir öld var kveðskapurinn hluti af lífi fólksins, í gleði og sorg, og við ótalmörg atvik daglegs lífs, að ógleymdu því, þegar rista þurfti fjandmanni níð svo um munaði. Ekkert var þar sárbeittara en vel kveðin vísa. Þótt tímarnir liðu breyttist ekki þetta viðhorf fólksins. Vér, sem ólumst upp á fyrstu tugum þessarar aldar, erum minnugir þess, hvílík kynstur margt gamla fólkið kunni af kveðskap, bæði úr prentuðum bókum og því, sem aldrei hafði á blað komizt. Heilir rímnaflokkar, sálmar og kvæði voru því tiltæk hvenær sem á þurfti að halda. Að nokkru leyti var þetta sprottið af venju, en meira þó af innri þörf. Bækur voru munaðarvara, en ef bókin ekld fékkst var kunnátta kvæðisins henni jafn- gildi, og að því leyti betri, að þá var unnt að fara með kvæðið, hvenær og hvar sem var. Það var léttir daglegu striti að raula fyrir munni sér kvæðisstúf, sálmvers eða rímnastöku. Og það varð unglingunum metnaðarmál að læra sem mest af kveðskap og kunna með hann að fara. „Kvæðin hafa þann kost með sér, þau kennast betur og lærast ger, en málið laust úr minni fer“ sagði síra Einar í Eydölum. Þetta vissu skáldin og einnig þeir menn, sem vildu kenna þjóðinni einhver fræði. Þess vegna notaði t. d. Guðbrandur biskup skáldskapinn til að kenna þjóðinni Lúters fræði og útrýma pápisku og afmors- og brunavísum. Lítill vafi er á því, að allur sá grúi ættjarðar og eggjanarkvæða, sem ortur hefur verið allt frá Eggert Ólafssyni til nútímans, er að verulegu leyti ortur í áróðursskyni. Kveðskapurinn var handhæg- asta tækið til að vekja þjóðina, kenna henni nýjar hug- sjónir og glæða í henni eld nýrra tíma. Ekki er ósenni- legt, að ættjarðarkvæði 19. aldarinnar hafi verið þyngri á metunum í frelsisbaráttu þjóðarinnar en ræður og blaðagreinar. En nú er breyting á orðin. Unglingar læra lítið af kvæðum, og margir þeirra hafa næstum því andúð á slíkum lærdómi. Og margir þeir, sem kalla sig ljóðskáld, vinna markvíst að því að skapa lítilsvirðingu á þeirri iðju að yrkja kvæði, með lítt skiljanlegri rímleysisdellu, sem kölluð eru Ijóð. Hér er illa farið. Hvað sem líður efni kveðskapar er ekkert betur fallið en rímað mál, til þess að gefa ungling- um orðaforða, og rím með réttum hljóðstöfum og áherzlum skapar flestu, ef ekki öllu betur skynjan á hrynjandi málsins og réttu hljómfalli þess. Ekki þætti mér ósennilegt, að kveðskapur liðinna alda, og þá ekki sízt rímur og alþýðustökur, hefði átt eins drjúgan þátt 350 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.