Heima er bezt - 01.10.1965, Síða 4

Heima er bezt - 01.10.1965, Síða 4
BRYNJOLFUR SVEINSSON, EFSTALANDSKOTI: Eié ur a Púfnavöllum Hann er fæddur að Sörlatungu í Skriðuhreppi 2. október 1888, sonur hjónanna Guðnýjar Loftsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar búenda þar. Vorið 1890 fluttist hann með foreldrum sínum að Þúfnavöllum, þar sem hann hefur átt heimili síðan. Ólst þar upp með stórum systkinahóp, við góðann kost en mikla vinnu, eins og títt var urn unglinga á þeim árum, enda næg verkefni fyrir smáar hendur og stutta fætur á stórum sveitaheimilum, eins og Þúfnavöllum. Faðir Eiðs, Guðmundur á Þúfnavöllum, en svo var hans jafnan getið, var mikill framfaramaður í búnaði, enda betur menntaður en almennt gerðist um bændur þeirra tíma, var Möðruvellingur og búfræðingur frá Hólaskóla. Hann varð því sjálfkjörinn forystumaður um málefni sveitar sinnar og héraðs, enda áhugamaður um framfara- og; menningarmál. D D Eiður hafði því strax í bernsku, nokkur kynni þeirra strauma, sem efst voru í hugum eldri manna fyrir og um síðustu aldamót, jafnframt því að vera virkur þátttak- andi í félagsskap æskumanna og jafnaldra, sem stofnað var til í hreppnum um þær mundir. Sá félagsskapur var í byrjun frekar hugsjón en starf, en breyttist fljótt í ýmis- konar starfsemi og hafði fullmótaður tileinkað sér flest þeirra hugsjónamála, sem Ungmennafélögin tóku á stefnuskrá sína, er þau voru stofnuð fáum árum síðar. Þúfnavellir. 352 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.