Heima er bezt - 01.10.1965, Blaðsíða 5
Eiður Guðmundsson.
Hann kynntist því á unga aldri, félagshyggju bæði eldri
°g yngri samferðantanna enda hefur margskonar félags-
málastarf verið snar þáttur í störfum hans æ síðan.
Eiður stundaði nám við búnaðarskólann að Hólum
árin 1904—1906 og er það hans eina skólaganga, en hann
var vel búinn að heiman, hafði notið meiri fræðslu, en
margir jafnaldrar hans, bráðgáfaður og að öllu vel gerð-
ur til sálar og líkama, og því líklegur til mikilla náms-
afreka. En skapgerð hans og hugsjónalíf á þeim árurn,
mun hafa bent honum til að starfa frjálst að hugðarefn-
um sínum, frernur en að bindast ströngum skólaaga um
lengri tíma. Hann valdi því þann kost að gerast bóndi,
búa á Þúfnavöllum, halda þar áfram ræktunarstarfi föð-
ur síns og helga sveit sinni og héraði starfskrafa sína.
Árið 1917 kvæntist hann ungri heimasætu úr nágrenn-
inu, Lám Friðbjarnardóttur frá Staðartungu og konu
hans Stefaníu Jónsdóttur. Lára var prýðileg kona bæði í
sjón og raun, foreldrar hennar vel metin og í betri bú-
endaröð í Skriðuhreppi. Faðir hennar var hinn kunni
hagyrðingur Friðbjörn í Staðartungu, er oft var svo
hraðkvæður að hann mælti fram vísur sínar, sem lesið
væri á bók.
Ungu hjónin reistu bú að Þúfnavöllum vorið 1917, en
áður hafði Eiður unnið að búi foreldra sinna, ásamt ýms-
um félags- og menningarmálum í hreppnum, stofnaði
lestrarfélag og stjórnandi þess um árabil, formaður skóla-
nefndar og prófdómari við barnapróf og lengi síðan, eða
Steingerður Eiðsdóttir.
Guðmundur Eiðsson.
Heima er bezt 353