Heima er bezt - 01.10.1965, Side 7

Heima er bezt - 01.10.1965, Side 7
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON, REYNIVOLLUM: Pe gar SæDjörg fórst Til skamms tíma voru sjóróðrar stundaðir hér í Suðursveit á vetrarvertíðum og fram eftir vori. Fiskurinn gekk á grunnmið með Góu komu, og þá byrjuðu róðrar, ef á sjó gaf, en oft kom það fyrir að gæftir voru svo stirðar að aldrei var hægt að róa á vetrinum, og bætti þá vorið úr á stundum með aflabrögð, bæði fisk og hákarl, annars varð sultur það vorið. Ströndin er hafnlaus eins og vitað er, hvergi afdrep til að lenda, alls staðar brimsandur. Þó var alitaf haldið sig með skipin í svokölluðum Bjarnahraunssandi og útræði haft þar. Þar var útgrynni minna, og þótti jafnan lík- legasti staðurinn. Það er um miðja sveitina eða nálega í suður frá Kálfafellsstað. Oft fiskaðist mikið þegar hægt var að komast á sjó- inn, tvíróið eða jafnvel þríróið á dag, því fiskigengd mikil og stutt að sækja á miðin, en brimasamt og þurfti á því að hafa alla aðgætni, því oft getur fljótlega hleypt upp stórbrimi við sandinn, þótt lítil eða engin veðra- brigði sæjust á lofti. Reyndi mjög á glöggskyggni og eftirtekt manna og þá helzt formanna að hafa gát á slíku, og hafa sig í land áður en um seinan yrði. Skipin voru sex- og áttæringar smíðuð heima í sveit- inni og voru venjulega 4, eitt fyrir hvert bæjahverfi, stundum voru þau fleiri, en það var fyrir mitt minni. Á skipunum voru 10—12 menn á hverju, því allir karl- menn fóru á sjó þegar gaf á hann. Veturinn 1920 var mjög umhleypingasamur, og gaf ekki eða lítið á sjó hér, en þó mun hafa verið róið í fyrsta sinn á laugardag fyrir páska, og fékkst hleðsla eins og oftast var á vetrarvertíð, ef hægt var að leita fiskjar í næði veðurs vegna. Síðan lagðist á með norðan og norðaustan storma, sem héldust stöðugt fram yfir sumarmál eða til Krossmessu, svo ekki varð róið, en fiskigöngur miklar úti fyrir og þótti slæmt að geta ekki náð í bjargræðið. Skipin voru fjögur, 3 áttæringar og einn sexæringur er Svanur hét og var hann gamall en þó nothæfur og hafði verið happasldp. Formaður var Stefán Þórarins- son, síðar bóndi í Borgarhöfn. Skipshöfn alls 10 eða 11 menn. Þá var Vongóður nýlegt skip áttæringur, en heldur lítill en ganggott skip og liðlegt. Formaður var Sigurð- ur Magnússon í Borgarhöfn, ungur maður og ötull. Skipshöfn alls 11 eða 12 menn. Þriðja skipið var Vonin, áttæringur, nýlegt og gott skip. Formaður var Þorsteinn Arason, bóndi á Reyni- völlum, liðlega fimmtugur að aldri, en margreyndur formaður og skipasmiður. Skipshöfn 12 menn. Og fjórða skipið var Sæbjörg, nýlegt sldp, áttæring- ur, en heldur gangtreg, en gott skip að öðru leyti. Fíana hafði smíðað Skarphéðinn Gíslason, Vagnstöðum. Formaður á Sæbjörgu var Bjarni Runólfsson, bóndi á Kálfafelli, á sextugs aldri, ágætur formaður, hugmik- ill og kappsamur. Hásetar hans voru Sveinn Einarsson, fóstursonur hans tvítugur, Sigfús Skúlason, bóndi á Leiti, á fimmtugs aldri, þrír vinnumenn séra Péturs á Kálfafellsstað, þeir Ingólfur Guðmundsson og bræðurnir Ólafur og Stefán Gíslasynir, allir ungir menn og frískir, sjöundi maður var Magnús Sigurðsson, bóndi í Borgarhöfn, nokkuð við aldur, áttundi var Jón Sigurðsson, bóndi í Borgar- höfn, um sextugt, níundi Þorsteinn Magnússon, vinnu- maður hans, um tvítugt, tíundi Gísli Sigurðsson, bóndi á Vagnstöðum, rúmlega sextugur, ellefti var Jón Jóns- son, bóndasonur á Smyrlabjörgum, rúmlega þrítugur. Eins og áður er sagt var ógæftasamt vorið 1920, norð- an og norðaustan stormar, svo ekki varð róið, en um morguninn 4. maí var komið logn og sléttur sjór. Yfir loft allt var dimm blágrá móða og sá ekki til sólar. Menn voru tímanlega á fótum á Kálfafelli og bjuggu sig til sjávar. Bjarni Runólfsson, formaður á Sæbjörgu, og Sveinn fóstursonur hans, og vinnumenn prestsins á Kálfafellsstað, sem voru hans hásetar, Benedikt bóndi á Kálfafelli og sá er þetta ritar, urðu þeim samferða, en við Benedikt vorum hásetar á Svan. Eg var þá heimilis- maður á Kálfafelli hjá Benedikt. Þegar þessir sem nú eru taldir komu í sand voru ekki aðrir komnir þar sem þó áttu stutt að sækja. Gengið var fram í flæðarmál og sjórinn skoðaður og leizt mönnum svo á, að ekkert væri við hann að athuga. Það mun hafa verið um háflóð, lögin löng og glögg, en þó komu langar og lágar öldufyllingar, en strjálar þó, sem gengu langt upp á sandinn og mun það alltaf vera undanboði þess að sjór muni brima á næstunni. Við urðum dálítið órólegir yfir að menn skyldu ekki almennt koma, svo hægt væri að róa strax. En von bráð- ar komu þó nokkrir af mönnum Bjarna Runólfssonar, svo hann gat sett skip sitt fram og gat róið, enda allir hans menn þá komnir nema Jón á Smyrlabjörgum. Hjálpuðum við þeim við framsetning og ýttum þeim á flot. Sigfús bóndi, Leiti, hafði fengið sig lausan að fara Heima er bezt 355

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.