Heima er bezt - 01.10.1965, Side 8

Heima er bezt - 01.10.1965, Side 8
á sjó með þeim, vegna forfalla sem fyrir komu heima hjá honurn. Klukkan mun hafa verið þá langt gengin níu. Nokkru seinna komu svo hinar skipshafnirnar í sand af Vongóð og Svani, og voru þá skipin sett fram og róðrarbúin. Mun klukkan þá hafa verið langt gengin ellefu, og var þá sjór mikið farinn að ganga upp, en þó brúklegur til að komast úr landi. Svanur og Vongóður stóðu hlið við hlið í flæðarmáli og biðu lags. Vongóður tók lagið fyrr og slapp út sæmilega, en Svanur var studdur í flæðarmáli og skyldi bíða næsta lags, sem aldrei kom, svo menn voru ánægðir með, enda þá sjáanlegt að brim var í óða uppgangi og syrti í lofti með suðaustan stormi og krapaslyddu. Við biðum um stund og alltaf fór brimið vaxandi og mátti nú segja að ekkert veru- legt lag kæmi. Var þá skipið sett upp frá sjó og búizt við að hin skipin kæmu að landi sem dróst nokkuð. Ég skal geta þess hér, að Jón á Smyrlabjörgum kom það seint til sjávar að hann náði ekki í róður á Sæbjörgu. Fór hann því út með Vongóð og skiluðu þeir honum um borð í Sæbjörgu út á miði, því hann var skipsmaður þar. Við sem biðum í sandinum vorum hálf órólegir að sjá ekki skipin halda til lands, því við sáum, að brimið jókst og nú var farið að fjara, en þá um leið gróf hann sig meira á grunninum, sem torveldaði að liggja nálægt eftir lagi þegar lent væri, en það er mikið atriði þegar lög eru stutt og óhrein. Þegar við höfðum beðið æði lengi sáum við loks að annað skipið kom inn og var það Sæbjörg. Við fórum allir fram í flæði að taka á móti henni, því satt að segja bjuggumst við við að lendingin gæti orðið erfið. Við tókum með okkur bönd af Svani til að vaðbinda menn, sem taka áttu á móti skipinu, ef kostur yrði á því. Við sáum nú að Vongóður var líka á innleið. Þegar Sæbjörg kom inn undir brimgarðinn, hægðu þeir ofurlítið róðurinn og leituðu lags, og tóku siðan landróðurinn. Sennilegt er að þeir hefðu sloppið, ef skipið hefði verið gangbetra, en eins og áður er að vik- ið, var það ekki ganggott. Þegar uppgangsbrim er í sjó eru lögin bæði stutt og óhrein eða óglögg, og má engu muna, ef þau eiga að endast til. Hér fór því svo, að ólag- ið náði skipinu á landsjónum. Stór holskefla kom undir skutinn, skipið stóð upp á endann og steyptist fram yfir sig á hvolfi. Aðrar holskeflur fylgdu fast á eftir og allt hvarf í grenjandi brimólguna, mönnum og farviðum skaut upp öðru hvoru, en lítil von að nokkru yrði fyrst í stað bjargað. í einu ólaginu, sem yfir skall, skolaði tveimur mönnum upp, svo að þeim varð náð. Það voru þeir bræður Jón Sigurðsson í Borgarhöfn og Gísli á Vagnstöðum. Voru þeir furðulítið dasaðir eða hinir spertustu, enda knáir hreystimenni, þótt aldraðir væru. Og enn leið stund, ekkert var hægt að gera, okkur fannst hvert augnablikið vera óratími, sem við biðum færis að ná í mann, ef hann kæmi svo nærri. Eitt ólagið reið yfir af öðru, og í einu skolaði upp Sveini fóstursyni Bjarna formanns, um leið náðist líka í Ólaf vinnumann séra Péturs og Þorstein Magnússon í Borgarhöfn og Magnús föður hans. Við lögðum þá á sandinn, svo sjór gæti runnið upp úr þeim, enda sáum við að þeir voru allir lifandi, þótt meðvitundarlitlir væru fyrst í stað. Sveinn var þeirra brattastur og kom fljótlega til sjálfs sín. Með Magnúsi sást aðeins lífsmark, sem fljótlega fjaraði út, enda var hann stórslasaður bæði á höfði og víðar. Bjarna formanni sáum við bregða fyr- ir úti í briminu, en svo langt í burtu, að engin bjóst við að honum myndi skola upp lifandi. En þó skeði það samt, að brimið kastaði honum von bráðar upp og gerði hann strax tilraun til að korna fyrir sig fótunum, en til hans var hlaupið og hann studdur, enda óstætt lausum manni. Bjarni var alveg óskiljanlega hress eftir svo langt volk í brimólgunni. Hann sagði, þegar hann mátti mæli: „Ég fer ekki á sjó aftur,“ og það fór líka svo. Skipið var enn að hrekjast úti í brimgarðinum, ýmist á réttum kili eða á hvolfi. Það sáum við að einn maður var í því, það var Jón á Smyrlabjörgum. Eitt sinn bar það svo nálægt landi, að tveir menn vaðbundnir gátu hlaupið að því á milli ólaga og náð handfestu á aftur- stafns krappanum og haldið því, svo það dró ekki út aftur, og var það dregið upp samstundis. Eins og áður er sagt, var Jón á Smyrlabjörgum í því, og Ingólfur Guðmundsson, vinnumaður á Kálfafellsstað, hékk utan á skutnum með handlegginn inn yfir borðstokkinn og hélt sér um þóttuband. Hann höfðum við ekki séð fyrr, en skipið var dregið upp, og þurfti átak að losa hand- takið af þóttubandinu, svo hélt hann fast. En þá vantaði Stefán Gíslason, vinnumann á Kálfa- fellsstað, hann höfðurn við aldrei séð, og hann rak aldrei upp svo vitað sé. Þarna fórust þeir tveir, Magnús Sig- urðsson og Stefán Gíslason. Ingólfur var lærbrotinn illa, og átti lengi í því meiðsli og hefur haft bæklaðan fót síðan. Bjarni Runólfsson, formaður, missti heilsuna upp úr þessu, lifði rúm 2 ár við vanheilsu og fór ekki á sjó eftir þetta slys, eins og hann lét orð um falla sem áður er um getið. Aðrir jöfnuðu sig fljótlega og varð ekki meint af svo vitað sé. Sldpið Vongóður var að koma inn á leguna þegar björgunarstarfinu var lokið á Sæbjörgu. Hann beið nokkurn tíma eftir lagi. Ég hygg að þeir hafi tekið landróðurinn upp á líf og dauða og lendingin tókst vel, enda margar hendur í landi að taka á móti skipinu þeg- ar það kenndi grunns, en vafasamt hvernig farið hefði, ef svo hefði ekki verið, þó formaðurinn væri öruggur og óhræddur þó ungur væri. Sigurður formaður á Von- góð var sonur Magnúsar, þess er lézt þarna af Sæbjörgu. Hefði skipshöfnin á Svan ekki verið þarna til staðar til björgunar, hefði eflaust orðið þarna enn meira og stórkostlegra manntjón á báðum skipunum. Fjórða skipið Vonin reri ekki þenna dag og enginn Framhald á bls. 362. 356 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.