Heima er bezt - 01.10.1965, Blaðsíða 9
BJORN R.
Arnason
ATLASTAÐA
þáttur
„Yndislegt er á Atlastöðum
er mér skyldugt að minnast þess.
Þar var ég oft með þanka glöðum,
þar söng ég margt eitt ljóðavers.
Þar gekk mér flest til þóknunar.
Þar mér hver öðrum betri var.“
Þegar ég, í leit minni að örnefnum, stakk upp á því við
vin minn, Björn R. Árnason fræðimann (Runólf í Dal),
að hann ritaði upp örnefnalýsingu fyrir Atlastaði í
Svarfaðardal, tók hann upp úr fórum sínum 27 ára
gamlan þátt, er hann hafði ritað og er í senn leiðarlýs-
ing upp á Heljardalsheiði norðanverða og skilmerki-
legur ömefnaþáttur, og leyfði mér að nota. Mér þykir
þessi þáttur svo vel gerður, að ég hef beðið Heima er
bezt að birta hann. Mætti hann gjaman verða öðrum
hvatning og fyrirmynd til samningar slíkra þátta ann-
ars staðar. — Þeim, sem nú búa á Atlastöðum og í ná-
grenni þeirra, vil ég benda á, að frá árinu 1937 kann
margt að hafa breytzt þarna sem annars staðar, einkum
af völdum jarðrasks við ræktunarframkvæmdir, svo að
þessi lýsing sé ekki í fullu samræmi við umhverfi bæj-
arins, eins og það er nú. I því sambandi leyfi ég mér
að benda á, að menn ættu að vinna að því, að gömul
nöfn haldist, þrátt fyrir jarðrask, a. m. k. að leiða ný
nöfn af hinum eldri á rökréttan hátt, svo að frumheit-
ið glatist ekki.
Þá vil ég minna á, í sambandi við orðin norður, suð-
ur, austur og vestur (og önnur slík), að eðlilegt er í
örnefnalýsingum, að málvenju sé haldið, þó að hún
stangist eitthvað við kompás-áttir, en slíkt er mjög al-
gengt.
Jóhannes Oli Sæmundsson.
I.
EÍinhverju sinni kvað Þorsteinn skáld Þorkelsson
á Syðra-Hvarfi þetta erindi um dvöl sína á Atla-
j stöðum. Hann var mikill fræðimaður, víðlesinn
og sjálfmenntaður, spakmenni og skáld gott.
Fékkst hann mjög við barnakennslu bæði í Svarfaðardal
og víðar, og eftir eitt slíkt fræðastarf þar á Atlastöðum,
mun hann hafa kveðið ofanskráða vísu. Þorsteinn er
aufúsugestur hjá góðvinum sínum á nefndum bæ.
Hann miðlar heimilisfólkinu af brunni fræða sinna á
kyrrlátum kvöldstundum, varpar ýmiss konar ljóðum
svo að segja af hverjum fingri út á meðal fólksins við
þetta eða hitt tækifæri. Andi hans er víðförull og skjót-
ur í bragði, snillisvör á vör og bros í auga, þrátt fyrir
líkamsfötlun frá barnæsku. Þorsteinn gekk við hækju
frá barndómi, en í staðinn naut hann virðingar, ein-
lægrar góðvildar og þess beinleika, er gestrisið og góð-
samt bjargálna fólk veitir jafnan hugþekkum og vel-
komnum gesti.
Og nú skulum við, lesandi minn, litast um á Atlastöð-
um. Við erum komnir heim að bænum og nemum stað-
ar á bæjarhlaðinu. Ég ætla að nefna þér nokkur kenni-
leiti og örnefni í landareign Atlastaða. Þú verður svo
vænn að taka viljann fyrir verkið, og tekur vægt á, þó
mér fatist orðvísin og samræmi orða og setninga verði
ekki sem skyldi.
II.
Atlastaðir standa efst allra bæja í Svarfaðardal, vestan
megin Svarfaðardalsár. Engar sagnir liggja til þess, ekki
heldur örnefni eða önnur sjáanleg merki, að ofar í daln-
um hafi áður byggð verið, að undanteknum nokkrum
ævagömlum seltóftum, sem ég mun geta um síðar.
Af Atlastaðahlaðinu blasir við augum hin alþekkta
Heljardalsheiði, en hún er, og var þó fremur áður, þjóð-
leið bæði sumar og vetur milli Svarfaðardals og Kol-
beinsdals í Skagafirði. Leiðin frá Atlastöðum að Skriðu-
landi í Kolbeinsdal mun vera hér um bil 16 km langur
vegur, og frá Atlastöðum upp að heiðarrótum eru rétt
um 4 km. Hægra megin Heljardalsheiðar, norðan frá
séð, er hátt, toppmyndað klettafjall, sem nefnt er
Hnjótafjall. Þar norður af liggur Unadalsjökull, tíðfar-
inn fyrr á tímum gangandi mönnum. Norður frá Una-
dalsjökli er Hvarfdalsskarð, einnig stundum gengið,
þegar farið er milli Svarfaðardals og Stíflu í Fljótum.
Þar norður af er svo nefndur Sandskálarhnjúkur, og enn
norðar er fjallið Skjöldur, geysihátt og klettótt fjall,
beint upp undan bænum á Atlastöðum.
Landareign Atlastaða nær upp á brúnir og eggjar allra
þessara nefndu fjalla, Svarfaðardalsmegin, og ef þú, kæri
minn, ert á leið mót vestri, og leggur upp frá Atlastöð-
um, þá getur þú valið um a. m. k. þrjár leiðir til fundar
við granna þína og góðvini í vesturátt, og ef þú ert
Heima er bezt 357