Heima er bezt - 01.10.1965, Síða 12

Heima er bezt - 01.10.1965, Síða 12
JOHAN B. STEEN: j Jvernig rata farfuglarnir? meira en þúsund ár hafa menn velt fyrir sér þeirri ráðgátu, hvemig farfuglarnir rati um óravegu milli sumar og vetrarheimkynna sinna, og um fá náttúru- fyrirbæri hafa verið settar fram fleiri getgátur. Hinn frægi grasafræðingur, Linné skrifaði t. d. árið 1746, að svölur lifi af veturinn á Norðurlöndum með því að þær á haustin kafi til botns í smávötnum og tjörnum og liggi þar í botnleðjunni, þangað til ísa leysir á vorin, en þá fljúgi þær upp til hreiðurgerðar og annarra sumarat- hafna. Þessa kenningu reisti hann á því, að á haustin fljúga svölur að staðaldri mjög lágt yfir vötnum, svo að þær næstum snerta vatnsflötinn. En þær gera það ekki, til þess að hafa vetrardvöl í vatninu heldur af því að mest er af skordýrum yfir vötnum á þessum árstíma. Það er fyrst eftir að fulgamerkingar voru uppteknar, að vér höfum fengið áreiðanlega vitneskju um vetrardvöl hinna norrænu farfugla. Fuglar eru merktir með því að setja aluminiumhring um fætur þeirra. í fyrstu voru einkum ófleygir ungar merktir, en í seinni tíð fer það mjög í vöxt að merkja fullorðna fugla. Nú hafa milljónir fugla verið merktar víða um lönd, og þúsundir merkja hafa endurheimzt, og þannig höfum vér smám saman fengið örugga vitneskju um ferðir þeirra og að nokkru leyti um, hvernig þeir ferðast. Steindepillinn, sem t. d. verpir í grennd við Osló hefir vetrardvöl í suðvesturhluta Afríku. Enn furðulegri eru þó ferðir náskyldra frænda hans í Ameríku. Þeir verpa meðal annars í Grænlandi og Alaska, en eru þó ekki orðnir fyllilega amerískir. Á haustin fljúga þeir austur yfir Atlandshafið og dveljast á vetrum með hin- um evrópsku frændum sínum í Afríku. Fjarlægðin milli varpstöðva þeirra og vetrarheimkynna er um 12000 km. Slíkt ferðalag er ekki einungis gifurleg þrekraun fyrir svo lítinn fugl, sem vegur ekki meira en um 30 grömm, og getur alls ekki setzt á vatn til að hvíla sig, heldur er það einnig furðuleg ratvísi, sem gerir þeim kleift að ná í áfangastað. Annað dæmi er um síbirískan vaðfugl einn. Hann flýgur frá strönd Alaska beint út á Kyrrahafið til Hawaieyja, og hlýtur því að fljúga um 3300 km í einum áfanga hvíldarlaust. Nú eru Hawaieyjarnar aðeins ör- lítill depill á allri víðáttu Kyrrahafsins, svo að fuglinn hlýtur að vera gæddur furðulegri ratvísi til að hitta rétt- an stað. Þetta er þó enn erfiðara sökum þess að öll leiðin liggur yfir opið haf, þar sem vindar blása úr öllum átt- um og hvergi sézt land til að átta sig á. Enginn farfugl flýgur þó lengra en Krían, varpstöðvar hennar eru allt norður í heimskautabelti, en vetrarsetu hefir hún á Suð- urheimskautssvæðinu. Leiðin, sem hún fer tvisvar á ári, er þannig um 17000 km hvora leið. Sennilega er krían það dýr jarðarinnar, sem nýtur mestrar miðnætursólar, og eftir mannlegum skilningi leggur mest á sig til að njóta hennar. Leiðir farfuglategundanna eru á ýmsa lund mjög ólík- ar bæði um vegalengd, stefnu og ferðarhraða. En sam- eiginlegt öllum farfuglum er, að með einhverjum hætti fá þeir áttað sig og ratað að settu marki. I stórum dráttum eru menn sammála um, að farfugl- arnir séu gæddir arfgengri áttaskynjun. Þar með er þó ekki sagt, að þeir læri ekkert hver af öðrum. Meðal ým- issa tegunda hefur verið sýnt fram á, að ungarnir verða að fylgja fullorðnu fuglunum fyrsta haustið, sem þeir leggja upp í ferðina miklu. Meðal annarra tegunda er slíkt hins vegar útilokað. Þar er gaukurinn gott dæmi. Eins og kunnugt er lætur gaukurinn aðra fugla unga út eggjum sínum. Þessir fósturforeldrar fara allt aðrar leið- ir og hafa vetursetu á öðrum stöðum en gaukurinn. Fullorðnu gaukarnir leggja af stað til vetrarheimkynna sinna löngu áður en ungarnir eru fullfleygir. Engu að síður rata ungu gaukarnir til Afríku, þar sem þeir, án þess að vita það, hitta foreldra sína í fyrsta sinn. Þó vér segjum, að farfuglarnir séu gæddir meðfæddri eðlishvöt til þess að rata, þá er þetta nánast það að gefa því, sem vér viljum lýsa, eitthvert nafn. Raunverulega hlýtur þessi eðlishvöt að vera fólgin í því, að fuglarnir með tilteknum athugunum á umhverfinu geti staðsett sig, og að þeir geti hagnýtt sér þessar athuganir, til þess að finna tiltekna staði. Þýzkur prófessor, Kramer að nafni, nú látinn, hefur lagt fram drýgsta skerfinn af rannsóknum, til þess að varpa ljósi á þessa hluti. Hann rannsakaði einkum stara. Sumum þeirra náði hann, þegar þeir voru á ferð, en aðra ól hann upp frá því þeir voru nýskriðnir úr eggi. Flestir af oss hafa séð hvemig dýr, sem geymd eru í búrum, hamast tímunum saman við það að reyna að komast út. Fuglar t. d. fljúga hring eftir hring í búrum sínum í von um að finna einhverja smugu til að komast út um. Kramer veitti því athygli, að ef hann tók fugl sem var á ferð, og setti hann í búr, þar sem hann hafði ekki útsýn nema til himins og sólar þá leitaði fuglinn einungis á að komast út á tilteknu svæði í búrinu. Og það var í sömu stefnu frá miðju búrsins og meginátt flugferðarinnar. Þegar hann síðan byrgði fyrir sólina 360 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.