Heima er bezt - 01.10.1965, Blaðsíða 13
var líkast, sem fuglarnir yrðu áttavilltir. Einnig kom
hann fyrir speglum, þannig, að sólin virtist vera í allt
annarri stefnu frá búrinu en hún raunverulega var. Þá
skiptu fuglarnir um leið áleitni sinni út úr búrinu, þann-
ig að með tilliti til hinnar röngu sólarstefnu, væri áttin
hin sama og áður í ferð þeirra. Þessar tilraunir sýndu
áþreifanlega að fuglarnir áttuðu sig eftir sólarstöðunni
hverju sinni. Nú er það kunnugt, að til þess að halda
réttri átt þá verður stöðugt að breyta afstöðunni til sól-
arinnar eftir gangi hennar. Þetta gerðu stararnir. Kram-
er gerði tilraun með rafmagnsljós, og hækkaði og lækk-
aði ljósið eftir því sem dagurinn leið, en hreyfði það
ekki frá austri til vesturs. Þegar svo var gert, breyttu
stararnir áttleit sinni eftir hæð sólarinnar, þannig að
hornið milli flugstefnu þeirra og sólaráttarinnar var hið
sama eins og þeir hefðu verið frjálsir ferða sinna í nátt-
úrunni. Þannig virtist sem stararnir gætu áttað sig á mis-
munandi sólarhæð á ýmsum tímum dags, á líkan hátt og
siglingamenn halda stefnu sinni með hjálp sólarhæðar,
klukku og áttavita. Siglingamenn hafa í höndum ná-
kvæmar töflur yfir gang sólarinnar. En einhver sam-
svarandi vitneskja er meðfædd hjá farfuglunum.
Ef stari var alinn upp í búri frá því fyrsta, vandist
hann venjulega fangelsi sínu fyrsta sumarið, og leitaði
ekki meira úr búrinu en t. d. kanarífuglar gera. En þeg-
ar haustið nálgaðist urðu þeir órólegir og tóku að flögra
um í búrinu. Þetta er kölluð ferðaóró. Það lítur út fytit,
að hún skapist við samorkan umhverfisins og hormóna-
starfsemi. Ef fuglunum var ekki sleppt urðu þeir rólegir
eftir dálítinn tíma. En hins vegar var unnt að vekja
þenna ferðahug með því að gefa þeim tiltekna hormóna
og breyta Ijósinu, svo að líkt væri eftir árstíðaskiptum.
Margir farfuglar nota daginn á ferðum sínum til fæðu-
öflunar en fljúga á nóttunni. Þýzki dýrafræðingurinn
Sauer hefur rannsakað, hvernig þessir náttfuglar haldi
áttum. Hann notaði sömu aðferðir og Kramer, með
þrjár tegundir spörfugla. Þeir voru lokaðir inni í kringl-
óttum búrum, þaðan sem ekkert sást nema næturhiminn-
inn. Sjálfur lá hann á bakinu undir búrinu og fylgdist
með í hvaða átt fuglarnir leituðu sérstaklega. Þegar
himinn var heiður héldu þeir sig að langmestu við rétta
ferðarstefnu, en þegar skýjað var, þá var sem þeir misstu
hæfileikann til að átta sig og flögruðu álíka í allar áttir
innan búrsins.
Síðar flutti hann búrið inn í stjörnusjá, það er að
segja sal, þar sem líkt er eftir alstimdum himni með
hreyfanlegum ljósdeplum. Þar gat hann sýnt fuglunum
næturhiminn frá ýmsum ólíkum stöðum. Tegundir þær,
sem hann gerði tilraunir með, fljúga á haustin suður til
austurenda Miðjarðarhafsins, en þegar þangað kemur
taka þeir stefnuna beint suður. Ef hann lét stjörnuhim-
inn vera með þeim hætti, sem hann mundi vera á leið
fuglanna, héldu þeir stöðugri suðaustlægri stefnu, unz
þeir komu undir hausthiminn Ítalíu, þá breyttu þeir um
til suðuráttar. Það var þannig Ijóst, að fuglarnir áttuðu
sig eftir stjörnum þeim, sem þeir sáu á nóttum.
Engu máli skipti það, þótt fuglar þessir hefðu fæðst í
búri og verið ungað út af útungunarvélum, og verið
fullkomlega einangraðir frá samneyti við fullorðna
frændur sína. Þótt svo væri um hnúta búið, tóku ung-
fuglarnir samt rétta ferðarstefnu jafnskjótt og þeir sáu
næturhiminninn.
Þá veitti Sauer því athygli að smáfuglar hans sóttu að
sterkum ljósgjöfum. Ef hann lét einhverja stjörnu skína
bjartar en hinar, breyttu þeir ætið stefnu í átt til henn-
ar. Þetta er vafalítið sama fyrirbæri og það sem veldur
því að fuglar leita svo mjög að vitaljósum í dimmviðri.
Það er ekki einungis að farfuglamir rati frá varpstað
til vetrarlandsins. Það er undursamlegt, hvernig þeir
rata til varpstöðvanna eða finna flugleiðina, þótt þeir
hafi borizt frá henni. Ef stari er t. d. tekinn í Osló og
fluttur norður að Hamri, er langtrúlegast, að hann verði
aftur kominn til Oslóar eftir nokkra daga.
Tilraunir með dag- og náttfarfugla sýndu, að þessi
hæfileiki hvílir á athugun þeirra á himintunglunum.
Sauer sýndi t. d. fuglum næturhiminninn eins og hann
er yfir Moskvu, og þá brást ekki, að þeir breyttu sam-
stundis stefnu sinni frá suðaustri en flugu beint í vest-
ur, en með þeim hætti hefðu þeir aftur komizt inn á
flugleið sína.
Enginn fugl hefur þó sýnt jafnmikla ratvísi til heim-
kynna sinna og bréfdúfan. Menn hafa ræktað þær í þús-
undir ára. Venjulega er bréfdúfum sleppt í júní og
júlí. Þá senda eigendur þeirra þær til einhvers fjarlægs
staðar, sem þær alls ekki geta haft nokkur kynni af. Oft
eru þessir staðir 50—100 mílur frá heimiíi dúfnanna.
Þeim er síðan sleppt eftir eins dags hvíld. Beztu dúfurn-
ar fljúga síðan heimleiðis með um 100 km hraða á
klukkustund. Mikil vinna hefur verið lögð í það, að
finna skýringu á þessum merkilega hæfileika dúfnanna,
en án árangurs. Ymsar getgátur hafa verið settar fram
um hann. Sumir halda að dúfurnar átti sig eftir segul-
sviði jarðarinnar, aðrir hins vegar, að á leiðinni að
heiman skynji þær stefnuna á líkan hátt og vér finnum
hvernig vagn sveiflast til þegar vér sitjum í honum.
Flestir munu þó hallast að því, að þær átti sig eftir sól-
inni. En eins og þegar er sagt, oss skortir enn rannsóknir
til þess að finna réttu skýringuna.
Ef vér hverfum aftur að ferðum fuglanna almennt, þá
er það fullvíst, að þeir átta sig á fleiri hlutum en himin-
tunglunum einum. Trúlegast er, að þeir marki höfuð-
stefnuna eftir himintunglunum, en taki tillit til margs
annars, þar sem um smærri atriði í leiðarvalinu er að
ræða. Eitt af því er vafalítið landslagið. Fuglarnir leggja
leiðir sínar þar sem þeir finna hvíldarstaði og nóga fæðu.
Einnig fylgja þeir oft tilteknum línum í landslaginu, svo
sem dölum, ám eða strandlengjum. Landfuglar forðast
að fljúga yfir opið haf í lengstu lög, en vatnafuglar
fylgja helzt vatni, og hika ekki við að fljúga langleiðir
yfir opnu hafi.
Ein af sterkustu mótbárunum gegn því, að fuglar
fljúgi eftir himintunglum er sú, að ekki sjái þeir sól né
Heima er bezt 361