Heima er bezt - 01.10.1965, Side 14
stjörnur, þegar loft er skýjað. Samt vitum vér, að fugl-
arnir ferðast engu að síður í dimmviðri. Með radartækj-
um hafa menn komizt að raun um, að fuglarnir ferðast
í dimmviðri einungis, þegar svo er lágskýjað að þeir
fljúga ofar skýjum, eða svo háskýjað, að þeir geta flog-
ið undir skýjaþykkninu og áttað sig á landslagi og vert
er að minnast þess einnig í því sambandi, að fuglar sjá
miklu betur í þoku en vér gerum.
Af því sem hér er sagt sézt, að oss hefur nokkuð áunn-
izt í því að skilja og skýra, hvernig fuglarnir fái áttað
sig á ferðum sínum. En mörgum spurningum er þó enn
ósvarað. Ef þeir fljúga eftir gangi himintungla hljóta
þeir einnig að hafa mjög góða tímaskynjan. Enn sem
komið er vitum vér jafnlítið um hversu því muni hátt-
að, eins og það hvernig vér sjálfir mælum tímann. Sagt
er til séu þeir menn, sem geta vaknað hvenær sem er, ef
þeir ákveða tímann áður en þeir sofna. Hæfileiki fugl-
anna til að átta sig á gangi sólar og stjarna bendir á ein-
hvern meðfæddan hæfileika í því efni. Vér vitum að
arfgengt eðli berst frá kynslóð til kynslóðar með til-
teknum efnasamböndum. En í svipinn fer fjarri því að
vér getum gert oss Ijóst, hvernig sérstök efnasambönd
í egg- og frjófrumum geta flutt stjarnfræðilega skynj-
an og kunnáttu kynslóða á milli. St. Std. þýddi.
Eiður á Þúfnavöllum
Framhald af bls. 35t. --------------------------
urkjöri. Hafði áður um árabil, verið 1. varamaður og
setið stjórnarfundi í fjarveru aðalmanna. Einnig hefir
hann átt sæti á aðalfundum, sem deildarstjóri Skriðu-
deildar um áratugi og alloft kosinn fulltrúi á aðalfund
Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Hann hefir því ver-
ið virkur þátttakandi í samvinnustarfinu um áratugi,
þcirrar þjóðmálastefnu, sem líklegust er til eflingar fél-
agslegs, menningarlegs og viðskiptalegs þroska meðal
þjóðarinnar.
Jafnframt umfangsmiklum búrekstri og mörgum og
tímafrekum störfum, hefir hann stundað ýms fræðistörf
og mun eiga í handritum mikinn fróðleik um ýms efni
frá fortíð og nútíð, einkum byggðasögu Skriðuhrepps
forna, sem Oxnadalshreppur var þá með, búendur hans,
baráttu og örlög, einnig ættfræði og ýmislegt fleira.
Hafa nokkrir þættir eftir hann birzt á prenti, en megin-
hluti ritstarfanna eru í handritum.
Eiður er fríður maður og karlmannlegur, þrekmenni
andlega og líkamlcga, mikill starfsmaður, gjörhugull og
orð hans jafnan metin þess, að eftir þeim sé tekið, sett
fram af rökvísi og á kjarnamáli bæði í ræðu og riti, getur
verið harðskeyttur ef svo ber undir, en annars að jafn-
aði mildur og hlýr. Þó mun hafa hent, einkum er hann
gekk á vit Bakkusar, sem alloft kom fyrir, að honum
hrutu klúðuryrði af munni, er hneyksluðu eyru tæpi-
tungufólks. Þrátt fyrir það, hefir hann hlotið traust og
virðingu samfélags síns og sainstarfsmanna.
Fyrir nokkrum árum hætti hann búskap, en nú búa á
Þúfnavöllum synir hans Guðmundur og Sturla, þriðji
ættliður frá 1890, og reka þar stærsta sauðfjárbú í Eyja-
fjarðarsýslu.
Þúfnavellir hafa í tíð þessara þriggja ættliða breyzt
úr kotbýli í stórbýli. Reistar nýtízku byggingar, víð-
áttumiklum flagmóum breytt í rennisléttann töðuvöll
með kjamgresi, bílvegur um allan hreppinn og ár brú-
aðar, sem oft voru ferðamönnum slæmur farartálmi.
Þannig hafa draumar æskumannsins Eiðs á Þúfna-
völlum rætzt, áður en hann var allur.
Þegar Sæbjörg fórst
Framhald af bls. 556. -------------------------------
af þeirri áhöfn fór til sjávar. Taldi formaðurinn um
morguninn loft svo ótryggilegt, að sjór myndi spillast
fljótlega sem fram kom.
í Suðursveit hafa sjóróðrar verið stundaðir líklega frá
því að búseta manna hófst þar fyrst. Til þess bendir
bæjarnafnið Borgarhöfn, sem er eitt af fyrstu býlum
sveitarinnar og á landi þeirrar jarðar hefur alla tíð ver-
ið bezt skilyrði til útræðis, þótt margvíslegar breyting-
ar hafi þar á orðið. Þar var t. d. Hálsahöfn, sem mun hafa
verið mjög fiskisæl verstöð og um eru munnmælasögur,
og einnig getið í annálum. En landslagsbreytingar sem
orðið hafa hér við sjávarsíðuna hafa valdið því að lend-
ingarstaðir eða hafnir hafa af tekið.
Þó oft hafi verið teflt nokkuð djarft í sjósókn hér við
þessar erfiðu aðstæður hafa þó ekki orðið tíð eða stór
sjóslys miðað við það, sem víða hefur orðið annars stað-
ar hér við land. Mest hefur orðið sjóslysið og manntjón-
ið í Hálsahöfn 9. marz 1573. Þá fórust þar 54 menn í
einu og þá lagðist niður útræði þar að talið er. Eftir það
var útræðið í Bjarnahraunssandi, og hefur verið þar
fram að þessu, en nú er öll sjósókn lögð niður hér í
sveit.
Getið er um drukknun þriggja manna hér í Suður-
sveit í júlímánuði 1806 í róðri við Bjarnahraunssand.
Tveir af þeim voru bræðurnir Guðmundur bóndi á
Kálfafelli og Arni bóndi í Heggsgerði. Þeir voru synir
prestsins á Kálfafellsstað, séra Brynjólfs Guðmunds-
sonar, sem þjónaði þar í 60 ár. Þriðji maðurinn var Þor-
varður Einarsson vinnumaður, tæplega þrítugur.
Vorið 1900 hvolfdi skipi í lendingu í Bjarnahrauns-
sandi, en mannbjörg varð. Einn maður slasaðist og dó
af því, aldraður bóndi, Jón Jónsson á Smyrlastöðum.
Arið 1906 hvolfdi einnig skipi í lendingu, en menn voru
til bjargar og sakaði engan utan einn viðbeinsbrotnaði.
Árið 1913 hvolfdi sama sldpi í lendingu, en allir björg-
uðust og engan sakaði.
Sæbjargarslysið, sem þessi þáttur fjallar um, er því
síðasta slysið sem hér hefur orðið við sjósókn í Suður-
sveit og það eftirminnilegasta í tíð núlifandi manna.
Skráð 1960.
362 Heima er bezt