Heima er bezt - 01.10.1965, Side 16

Heima er bezt - 01.10.1965, Side 16
Demantsbrúðkaupsmynd, tekin i Vancouver, 22. maí 1959. Arið 1944 hafði yngri dóttir okkar, Elfreda Winnie, gifzt George Jorgenson í Winnipeg, og fluttust þau til Strandarinnar 1947. Gwen hafði gifzt aftur, að þessu sinni Gordon H. Dowding, og er hann, þegar þetta er ritað (1960), þingmaður C. C. F.-flokksins fyrir Burnaby-kjördæmi á fylkisþingi British Colombia. — (C. C. F.-flokkurinn, þ. e. Canadian Commonwealth Federation, hefir nú verið leystur af hólmi af nýjum flokki, sern kallar sig N. D. P., þ. e. New Democratic Party. — Þýð.). í Vancouver keypti ég hús á Adanac-stræti og bjugg- um við þar til 1953, er ég seldi það og keypti annað við 10. götu eystri. Þar eigum við nú heima. Börn okkar eru 10. Þau hafa öll gifzt nema eitt. Barna- börnin eru 16. Haldið var upp á 60 ára hjúskaparafmæli okkar 22. maí 1959. Það var eftirminnilegur dagur. Mik- ill fjöldi frænda og vina safnaðist sarnan til að njóta hans með okkur. Vert er að geta þess sérstaklega, að viðstadd- ar voru tvær persónur, sem setið höfðu brúðkaup okkar fyrir 60 árum, þau Charlie Garrioch, sem lengi bjó ná- lægt Kínósóta, Manitóba, og Anna mágkona mín, frú George Lamb. Barst okkur svo mikið af gjöfum, blóm- um og vinarkveðjum, að okkur ofbauð. Heillaskeyti fengum við frá einkaritara Hennar hátignar drottningar- innar og frá forsætisráðherra Kanada, Diefenbaker. Af börnum okkar gátu aðeins dæturnar verið viðstaddar, — synimir búsettir í of mikilli fjarlægð. Ein fallega gjöfin var sjónvarpstæki frá börnunum og Önnu Lamb. Við- staddir voru margir kærir vinir, sem áður bjuggu í Langruth, en hafa nú setzt að í Vancouver og halda 364 Heima er bezt áfram að umgangast okkur hér. Séra Eiríkur Brynjólfs- son, prestur íslenzka lúterska safnaðarins í Vancouver, flutti minnisverða ræðu, og svo gjörðu fleiri. Áður en ég lýk þessum þáttum, vildi ég mega mæla verðugum þakkarorðum til elskulegrar konu minnar, sem verið hefir svo traustur og ástríkur fömnautur öll mörgu árin. Á þessu síðkvöldi ævinnar eram við enn sömu samrýmdu félagarnir og við höfum ávalt verið á allri okkar löngu lífssamferð, jafnt við örðug kjör, sem ljúf, í „meðlæti og mótlæti“. Sannarlega hefir lífið veitt okkur milda blessun. Við eram guðlegri forsjón þakklát fyrir börn okkar og álítum þau ágæta menn og konur. Þau bera vitni uppeldi dásamlegrar móður. Fjölskyldukeðjan hefur haldizt óbrostin öll þessi ár, þangað til síðastliðinn 2. apríl, er sonur okkar elskulegur, Bill, andaðist. Minning hans er okkur harla kær. Við höf- um verið lánsöm með makaval barna okkar. Tensrda- börnin eru mætar manneskjur, sem auðgað hafa fjöl- skyldulíf okkar. Barnabörnin eru okkur til mikillar gleði. Yfir höfuð er reynsla ævikvöldsins okkur ávinningur, — við góða heilsu, góða samferðamenn og ljúfar minningar. Athugasemdir þýðanda. Hér lýkur landnámsþáttum Þorsteins Björnssonar. Þeir eru meginhluti bókar eftir hann, sem gefin var út í Winnipeg árið 1960, 152 bls., fjölrituð, með forsíðu- mynd og fjóram myndum öðram. Aftan við þættina er smásaga eftir hann á ensku, „Viking Descent“ (Víkings- ætterni), og síðan sýnishorn af kveðskap hans á ensku og íslenzku. Smásagan segir frá ástarævintýri ungrar ís- lenzkrar hetju á siglingu um eitt af stórvötnum Kanada. Ekkert bendir til, að höf. lýsi þar eigin upplifun, en skilja má að hann er góður Borgfirðingur og Mýramað- ur af því, að söguhetjan kveðst vera af Kveldúlfi komin, en ekki Eiríki rauða! Kvæðin eru tækifæriskvæði, land- nemaljóð og gamanbragir, — 9 ensk og 11 íslenzk. Brag- irnir geyma góða kímni. ÖIl eru kvæðin skýr og hlý að hugsun. Ensku kvæðin era öruggari að formi. Hin ís- lenzku bera að vísu greinilega vott um hagmælskugáfu, en óskólaða. Hnotið er þar stundum um rímreglur, og talsvert er um bragleyfin, sem alþýðukveðskapurinn, vestan hafs og austan, lét sér vel lynda á uppvaxtarárum Þorsteins. Eigi að síður eru kvæði þessi vermandi af- lestrar og umhugsunar. Því að þau era endurskin ís- lenzkra eðliserfða og uppeldis við erfið og hraknings- söm landnámskjör langt úti í heimi. Landnámsþættirnir vöktu talsverða athygli. Bókin seldist fljótt, og var m. a. keypt á háskólasöfn sem sögu- heimild. Þorsteinn sendi mér bók sína fyrir frændsemi sakir. Við erum bræðrasynir. Tveir föðurbræður mínir flutt- ust vesturum haf, Ólafur (1875) ogBjörn (1878). Ólaf- ur tók upp fjölskyldunafnið Olsen, en Björn tók nafnið

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.