Heima er bezt - 01.10.1965, Síða 17

Heima er bezt - 01.10.1965, Síða 17
Olson. Þeir voru synir Ólafs (,,sterka“) Ólafssonar og konu hans, Guðnýjar Eyvindsdóttur, er bjuggu að Súlu- nesi, Melasveit. Margir niðjar Ólafs á Súlunesi hafa ver- ið vaskleikamenn (því miður ekki allir!). Þriggja sona Ólafs Olsen (þ. e. Ólafs, Friðriks og Helga) er getið í Lögb.-Hkr. sl. 7. maí, í samb. við sögu íslenzku ísknatt- leiksfélaganna í Winnipeg, sem unnu Ólympíu-sigur 1920. (Olafur og Friðrik meðal stofnenda 1896. Sjá og „Vestur-íslenzkar æviskrár“ 1964). Björn Olson og Guð- rún frá Heimaskaga eignuðust 9 börn, en flest þeirra dóu ung. Guðný, Þorsteinn og Þórður hafa náð háum aldri. (Þórður lærði, ef ég man rétt, gimsteina- og skart- gripaiðn hjá Dingwall-félaginu í Winnipeg og varð ung- ur sölumaður þess, með aðsetur í New York). Sumarið 1922 heimsótti ég Þorstein. Hann bjó þá í Langruth. Ég verð að segja, að mér þótti mikið til fjöl- skyldunnar koma, bæði að stærð og gjörvuleik. Hjónin höfðu eignazt 8 sonu í röð, — bættu svo við sig 2 dætr- um. Minnisstætt er mér það, að allir drengirnir, þótt ungir væru sumir, léku á eitthvert hljóðfæri og höfðu með sér samæfða hljómsveit. Síðan bar fundum ekki saman (svo ég muni), fyrr en í ársbyrjun 1958, þá í Vancouver. Áreiðanlega þótti Þorsteini vænt um, er ég tjáði hon- um, að ég hefði hug á að þýða þættina. Raunar hafði ég hlakkað til að senda honum þýðinguna, fallega útgefna með myndum í „Heima er bezt“. En bréf mitt um að frumþýðingu væri lokið var á leiðinni til hans, er andlát hans bar að, 6. marz 1964. Aldursárin urðu sem næst 86. Þá næstk. 22. maí hefðu þau hjónin átt 65 ára hjúskapar- afmæli. Þorsteinn var hár maður, vel vaxinn, greindur og við- mótshýr. Hann hafði góðan mann að geyma. Hann tal- aði feðratunguna hiklaust og ritaði hana vel (svo sem bréf hans sýna). Eins og hann tekur fram í formála, rit- aði hann framanskráð ævisöguágrip einkum vegna niðja sinna, fæddra og ófæddra, og hlaut því að rita það á ensku. Mun fyrir honum hafa vakað, að hafa mál sitt sem stytzt, og saknar maður ýmissa fróðleiksatriða, sem hann hefði getað miðlað og vel gátu átt heima í bók þessari. Kortið hér að framan gerði þýð. eftir kanadisku vega- korti, sem Þorsteinn hafði merkt á langferðir sínar tvær, sem bókin segir frá. Á frumkortið vantar Hvítu-Leirá, Njörvasund (Narrows) og vesturálmu Fairford-ár. Eru staðir þessir hér kortlagðir eftir umsögn bókarinnar, í von um, að skekkjurnar séu ekki alvarlegri en svo, að kunnugir geti hent gaman að. Hita- og kuldastig eru í þýðingunni miðuð við Celsíus. Fjarlægðir eru gefnar ýmist í mílum eða kílómetrum (eða hvorttveggja), og mun ekki skipta máli á vorri tíð, þegar öllum er kennt, að ensk míla sé sem næst 1,6 km. Útgefandi bókarinnar, frú Hólmfríður Daníelson, Winnipeg, ritaði við hana eftirmála, sem hér fer á eftir í þýðingu. Fr. A. Fr. Kirkja islenzka lúterska safnaðarins i Langruth. Nokkur orð um höfundinn. Þorsteinn (Steini) B. Olson fæddist 26. apríl að Nýja- bæ á Akranesi. Foreldrar hans voru hjónin Björn Ólafs- son frá Súlunesi, Melasveit, Borgarfjarðarsýslu, og Guð- rún Jónsdóttir frá Heimaskaga, Akranesi. Þau fluttust til Kanada (Nova Scotia) 1878, námu síðar land í Þingvalla- nýlendu, Saskatchewan, en settust svo að á vesturströnd Manitóbavatns. Þorsteinn kvæntist 22. maí 1899 Hólmfríði Ólafsdótt- ur (f. 2. okt. 1880, að Tungufelli, Borgarfj.s.), og fór hjónavígslan fram í Westbourne, Manitóba. Foreldrar Hólmfríðar voru hjónin Ólafur Þorleifsson, f. að Svarta- gili, Þingvallasveit, Árnessýslu, og Guðbjörg Guðna- dóttir, f. að Haga, Grímsnesi, Árnessýslu. Þau fluttust til Kanada 1887, voru um skeið í Winnipeg, síðar á Big Point, en síðast í Langruth, Manitóba. Hólmfríður og Þorsteinn bjuggu í héraðinu vestan við Manitóbavatn (Westbourne-byggð, Marshland, Big Point og Langruth), unz þau settust að í Winnipeg 1943. Þau fluttust til Vancouver, British Colombia, 1948 og eig;a þar nú heima. í kveðjusamsæti í Langruth árið 1943, þar sem saman var kominn mikill fjöldi vina og velunnara, fóru ræðu- Heima er bezt 365

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.