Heima er bezt - 01.10.1965, Qupperneq 20
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON, REYNIVOLLUM:
Jiafísar, hvalir og hjarndýr
Með 19. öldinni er kuldatímabilið búið að spenna
svo helgreipar um norðanverða Evrópu, að
nærri árlega er hafísa getið hér við land, og
það mikilla hafísa, sem ollu fádæma harðviðr-
um og harðindum, grasleysi, heyleysi, skepnufelli og
manndauða.
A fyrsta ári aldarinnar girðir hafísinn hálft landið
fram að Jónsmessu. Stórhríðir geysa í mánuð, menn far-
ast og verða úti. Stórkostlegur fjárfellir víða um land.
Næstu ár eru hka ísaár, 1802 og 1803, 1807 er hafís
kringum allt land og 1811 er hafís og harðindi. 1817 er
hafís og fjárfellir. 1822 er ísaár og 1835 er hafís við
landið. 1855 er hafís, frosthörkur og fannburður, og
1859 er hafís og harðasti vetur í manna minnum.
Árin 1860—1870 hefur hafísinn og veðráttan svo
þjarmað að mönnum, einkum á Norðurlandi, að menn
eru farnir að láta sér í hug detta, að flytja burt af land-
inu, og leita betri landkosta í öðrum heimsálfum. Og
sumarið 1863 sigldu burt af landinu 4 Þingeyingar al-
farnir til Brasilíu. Þetta var upphafið á búferlaflutning-
um íslendinga til Ameríku, sem stóð svo að segja linnu-
laust fram yfir síðustu aldamót. En sú saga verður ekki
rakin hér, en geta má þó þess, að tiltölulega fátt fólk fór
héðan úr Austur-Skaftafellssýslu til Ameríku. Það, sem
vestur fór héðan, hafði þá áður verið flutt búferlum í
önnur héruð, einkum í Múlasýslur, og slæddist þaðan
með straumnum vestur um haf.
Veturinn 1881 hefur almennt verið kallaður frosta-
veturinn mikli. Verður í þessu greinarkorni um hann
rætt eftir því sem gögn liggja fyrir, en það eru sögu-
sagnir gamals fólks hér um slóðir, sem ég heyrði um
hann tala og sagði frá.
Veturinn fram að áramótum mun hafa verið sæmi-
legur hvað tíð snerti, en strax upp úr nýári 1881 brá til
grimmdar frosta og norðan storma með snjókomu öðru
hvoru. Hitamælar munu þá óvíða hafa verið til, svo
ekki varð mælt frostið hér í Suðursveit, en Þorleifur í
Hólum getur þess í æviminningum sínum, að 25. janúar
hafi frostið mælst í Hólum 17 stig, en 26. janúar hafi
mælirinn fokið og eyðilagst, og cftir það hafi ekki ver-
ið mælt.
Hafísinn lagðist að Norður- og Austurlandi, og svo
hér suður með Iandinu, alla leið að Reykjanesi. Hér í
Suðursveit rak hann að landi í fyrstu viku Góu. Það var
gamalla manna mál, að þegar hafísinn væri kominn fyrir
Langanes, væri hann kominn hér á tveimur sjávarföll-
um, ef hann hefði vindáttina með sér. Ég heyrði fólk
segja, að ísbreiðan hefði verið svo mikil, að ekki hefði
út fyrir séð af fjöllum hér í Suðursveit.
Þetta var ekki efnilegt útlit, því nú var kominn sá
tími að vertíð skyldi hefjast og róðrar með fiskiföng og
björg í bú. En fátt er svo með öllu illt að einugi dugi.
Þegar ísinn rak hér vestur um, mun hann hafa rekið
frá Borgarfjarðarhálsum og vestur að Jökulsárós á
Breiðamerkursandi, og skilið eftir auða vök fyrir innan
í bugtinni þar á milli, sem þá smátt og smátt fylltist
upp af ís.
Það sáu menn hér á bæjum, að hvalir tveir köfuðu í
vökinni og voru órólegir mjög, gerðu margar tilraunir
að kafa undir ísinn fyrir utan, en sneru jafnharðan frá,
og alltaf þrengdi ísinn að utan, unz vökin lokaðist og
hvalirnir urðu að gefast upp. Hafnaði annar upp við
sandinn eða í flæðarmáli á Breiðabólsstaðarfjöru, en
lúnn þar framundan, eða nokkuð frá landi, sem svaraði
100—200 föðmum.
Breiðabólsstaðarbændur brugðu við og Reynivelling-
ar með kaðla og áhöld til að festa hvalinn sem við land
var og síðan til skurðar, og skyldi nú ekki láta sér þetta
happ úr hendi sleppa.
Á Breiðabólsstaðartorfunni voru þá 4 ábúendur. Á
sjálfu höfuðbólinu, Breiðabólsstað, bjó Steinn Þórðar-
son og kona hans Þórunn Þorláksdóttir. Sonur þeirra
var Bjöm, þá innan við fermingu er þetta gerðist. Börn
Steins frá fyrra hjónabandi hans voru Þórður og Þórar-
inn og Ragnhildur, öll uppkomin og heima.
Þá bjó einnig á Breiðabólsstað ekkja, Margrét Brynj-
ólfsdóttir, með syni sínum Brynjólfi, uppkomnum.
Á hjáleigunni Hala bjó Benedikt Þorleifsson og kona
hans Guðný Einarsdóttir og dætur þeirra þrjár, Anna,
Guðleif og Auðbjörg, allar uppkomnar.
Á hjáleigunni Gerði bjó Oddný Sveinsdóttir ekkja
og synir hennar Steinn, Ketill, Jón, Þorsteinn, Eyjólfur
og Bjarni og dóttir Sigríður, öll uppkomin. Oddný átti
sjálf ábýlisjörð sína, en eigendur Hala, ábýlisjarðar
Benedikts Þorleifssonar, voru bræður tveir, annar í Ör-
æfum en hinn í Lóni. Margrét Brynjólfsdóttir átti part
368 Heima er bezt