Heima er bezt - 01.10.1965, Side 21
þann á Breiðabólsstað, er hún bjó á, og Steinn Þórðar-
son hálfa ábýlisjörð sína, en hinn helminginn átti Stefán
Eiríksson, alþingismaður í Árnanesi í Hornafirði.
Á Reynivöllum var þá tvíbýli. Á efri bænum bjó
Steinunn Þórðardóttir ekkja með bömum sínum, Þórði
og Birni fulltíða, Þorsteini og Ara um fermingu og
dætrum uppkomnum.
Á neðri bænurn bjó Eyjólfur Runólfsson, hreppstjóri,
og kona hans Ragnhildur Þorsteinsdóttir, og dætur upp-
komnar, en Stefán sonur þeirra innan við fermingu
(síðar bóndi í Skaftafelli).
Þegar hér var kornið sögu, var sendur hraðboði aust-
ur að Árnanesi, til að láta Stefán alþingismann vita um
livalrekann og kom hann skjótt suður, og tekið var til
skurðar. Sagt var, að aðrir sveitarmenn hafi ekki verið
til kvaddir, eða öllu heldur hafi hvalrekanum verið
haldið leyndum fyrir þeim og eigendur ætlað sér að
sitja einir að sínu, sem þó var ekki venja hér, þegar um
slík stórhöpp var að ræða, heldur sem flestum eða öll-
um í sveitinni gefinn kostur á að koma til skurðar og á
þann hátt komast að matbjörginni. En flýgur hvalsaga.
Almenningur fór að hafa veður af, að þarna væri eitt-
hvað við að vera, og einhverjir gerðu sér ferð til að for-
vitnast um hvað væri á seiði. Sáu þá eigendur sér ekki
annað fært en gefa öllum búendum kost á að koma og
skera upp á part, en ill var aðstaða þarna, hvalur sá, er
við land var, var að miklu leyti undir ísröndinni, og
þurfti að ryðja frá honum til að komast að að skera.
Þetta var bæði erfitt verk og seinlegt og áhöld lítil og
ófullkomin, að höggva með ísinn og torveldaði þetta
mjög vinnu við skurðinn. Frostið var svo mikið, að allt
var harðfrosið, og var það helzt til ráðs tekið, að saga
hvalinn niður með stórviðarsög, ef nokkuð átti að vinn-
ast á. Þá var jafnframt unnið að skurði á hvalnum, sem
var úti á ísnum frá landi. Það var enn torveldara, því
ísinn var á hreyfingu og leiðin út að honum erfið og
ótrygg. Varð að brúa bil milli jaka með timbri og borð-
viði, og flytja til lands það sem skorið var jafnóðum, og
ofan á allt bættist svo, að veðrið var risjótt.
Adér skildist að unnið hafi verið að þessu í vikutíma
eða svo. En þá kom skrið á ísinn og hann lónaði eitt-
hvað frá og gerði brim við sandinn og allt tapaðist sem
óskorið var af hvölunum. Talið var að bjargast hafi alls
annar hvalurinn, með því sem skorið var af báðum. Það
heyrði ég fólk segja, sem þessu var kunnugt og komið
var til vits og ára er þetta skeði, að slæm skipulagning
hafi verið á vinnubrögðum við hvalskurðinn, og sér-
staklega þetta, að fjörueigendur ætluðu að halda hval-
rekanum leyndum og nýta sér sem mest af honum einir
í stað þess að ganga að verkinu með nægum mannafla úr
allri sveitinni meðan veðrið var hagstæðara.
Sagt var, að Steinn á Breiðabólsstað hcfði einn viljað
öllu ráða, og honum mest um kennt að þctta var minna
happ en hefði getað orðið.
A4eð hafís þessum komu bjarndýr, er gengu á land og
flökkuðu um allar sveitir. Ekki gerðu þau mein af sér.
svo sögur af færu, utan að skjóta fólki skelk í bringu á
einstökum bæjum, þar sem þau báru að garði og fálið-
að fyrir, eða ekki annað en kvenfólk og ungmenni, en
karlar allir fjarverandi.
Það var fyrstu nóttina eftir að hvalirnir urðu land-
fastir við Breiðabólsstaðarfjöru sem áður er frá sagt, að
menn voru settir til að vaka á fjörunni og gæta hvalanna.
Þeir voru Björn Arason frá Reynivöllum og Brynjólf-
ur Jónsson frá Breiðabólsstað. Þegar skammt er liðið
nætur sjá þeir dýr mikið koma austan sandinn og stað-
næmast á fjörukambinum fyrir ofan þá, en þeir stóðu
við stóran ísjaka niður við flæðarmál. Dýrið settist á
afturendann og góndi á mennina alilanga stund, en þeir
hreifðu sig ekkert á meðan. Síðan reis dýrið upp og
lallaði sína leið vestur sandinn, og urðu þeir ekki varir
við það meir og þóttust heppnir að losna við þennan
óboðna gest.
í Borgarhöfn í Suðursveit er margbýli. Þetta ár voru
þar 10 ábúendur. Eitt býlið sem heitir Girðing (nú í
eyði) stóð vestast sér við fjallsöxlina, dálítinn spöl frá
hinum bæjunum. Bóndinn Þorsteinn Sigurðsson var ekki
heima, var við hvalskurðinn, en konan var heima og
börn þeirra ung, og svo dóttir bónda frá fyrra hjóna-
bandi hans, Bjarnheiður að nafni, þá innan við tvítugt.
Eldhúsið í Girðingunni stóð vestast í húsaröðinni og
útidyr þar á, en ekki göng til eldhúss. Grautur sauð á
hlóðum, er hafa skyldi til kveldverðar. En nú vandað-
ist málið, því þegar grautinn skyldi skammta og inn
bera, var ofrinn gestur kominn í nánd við eldhúsið.
Bjarndýr var sezt á öskuhaug, er var skammt vestur frá
eldhúsdyrum. Gegg svo nokkra hríð, að enginn áræddi
að sækja grautarpottinn eða fara út úr húsinu. Alla lang-
aði auðvitað að fara að borða grautinn og þó yngri börn-
in mest, sem grétu af sulti. Bjarnheiður herti þá upp
hugann, hljóp til eldhúss, kippti pottinum af hlóðunum
og bar hann inn í bæ. Þetta þótti snarlega af sér vikið
af unglingsstúlku, því það orð fór af bjarndýrum hér
um slóðir, að þau væru engin lömb við að leika. En það
er að segja af þessu bjarndýri, að það hvarf af ösku-
haugnum síðar um kveldið og kom þar ekki meir.
Þorleifur í Hólum getur þess í æviminningum sínum,
að þennan vetur, einn morgunn eftir að bjart var orðið,
hafi sézt 4 dýr koma utan af Hornafirði og labba upp
hjá bæ í Hólum og stefndu til fjalls. Aleira varð ekki
vart við þau.
Þorsteinn Arason, bóndi á Reynivöllum, sem þá var
14 ara, sagði mér, að hann hefði verið heima við gripa-
hirðingu ásamt yngri systkinum sínum, því karlmenn
allir voru við hvalskurðinn. Þá var það morgunn einn
eftir að ljóst var orðið, að hann sér ljósgráa skepnu á
stærð við hross, fara vestur ísa fyrir neðan Reynivelli
og stefna vestur á Breiðamerkursand. Datt honum á hug
að vera mundi grá hryssa, er Steinn á Breiðabólsstað
átti, og þótti í meira lagi rásgjörn. Þótti honum það
samt furða nokkur eins og þá var veðri háttað, norðan
sveljandi og klakahella yfir land allt. Síðar upplýstist
Heima er bezt 369