Heima er bezt - 01.10.1965, Page 22

Heima er bezt - 01.10.1965, Page 22
að sú gráa Steins hefði ekki úr húsi farið þann dag, og mundi þetta bjarndýr verið hafa. Bjarni bóndi Runólfs- son, síðar bóndi á Kálfafelli í Suðursveit, dáinn 1922, sagði, að þennan vetur hefði hann verið vinnumaður í Sandfelli í Oræfum hjá séra Sveini Eiríkssyni frænda sínum. Nú er það dag einn, að Bjarni er að koma heim af beitarhúsum sunnan af Sandfellsmýrum, en það er um klukkutíma gang í suðaustur frá Sandfelli. Sorta- bylur var á og sá lítt út úr augunum. Verður Bjarni þá var við að eitthvað er á ferli á hlið við hann, sem urr- aði grimmdarlega, en ekkert sá Bjarni, því bylurinn var svo dimmur. Þetta gekk svo nokkra stund, en hvarf um síðir. Taldi Bjarni víst, að þarna hefði bangsi á ferð ver- ið. Á Víðborði á Mýrum bjó þá Daníel Benediktsson og Benedikt Kristjánsson í tvíbýli. Hjá Benedikt var til heimilis Bergur bróðir hans, uppkominn og röskur mað- ur. Daníel var einnig röskur maður, átti byssu og var skytta góð. Nú er það einn dag, að Daníel sér bjarndýr koma vestan af Mýrum og stefna austur á Hornafjarðarfljót. Fær hann þá Berg með sér til að reyna að koma skoti á dýrið, ef hægt yrði að komast í færi við það. Þeir höfðu hesta góða og vel járnaða og riðu í veg fyrir bangsa, sem fljótt greikkaði sporið, þegar hann varð mannanna var. Urðu þeir að ríða eins og hestarnir komust, til að komast í skotfæri við hann. Daníel skaut tveimur skot- um á dýrið þarna á Fljótunum og við þriðja skot féll það algerlega, en þá var það komið austur á Bjarnanes- sand austan Fljóta. Þetta mun vera um 8 kílómetra vega- lengd, sem þeir eltu dýrið. Daníel varð allfrægur af þessu verki. Byssa hans mun hafa verið framhlaðin sela- byssa með haglaskotum, líklega selaskotum. Fleira mun ekki hafa borið til tíðinda þennan hafís- vetur 1881, sem í frásögur er færandi. ísinn lónaði frá landi um sumarmál, en vorið var kalt, skepnuhöld sæmi- leg en sumarið með fádæma grasleysi og mjög litlum heyfeng. Var það og hefur verið kallað grasleysissum- arið. Næsta vor á eftir, 1882, gerði sumarmálabylinn al- ræmda, sem stóð yfir í viku og drap niður sauðfé sýslu- búa, eins og annarra landsmanna, svo að lá við alfelli. Það hefur verið kallað Fellisvorið. Þá um sumarið gengu mislingar um allt land. Ur þeim dóu nokkrir menn hér. Á höfuðdaginn rak hafís hér vestur með ströndinni, en lá ekki við land nema stuttan tíma. Þá voru svo mikil næturfrost seinni hluta ágústmánaðar, að eigi var hægt að slá í mýrlendi ósléttu fyrr en um hádegi, svo var mosinn og þúfumar harðfrosnar á morgnana. Á þessari öld hefur tvisvar hafís komið hér fyrir Skaftafellssýslur. Á einmánuði 1902 rak ísspöng hér vestur með landi og varð landföst um hálfan mánuð eða þrjár vikur. Olli það siglingateppu hér á Hornafjörð fram eftir vorinu og matvöruleysi í kaupstað. Þá var sultur hér í vestursveitum, því aflaleysi var um vetur- inn og vorið. Um veturinn kom hvalur inn á Horna- fjörð og var drepinn þar á grynningum. Það mun eitt- hvað hafa bætt úr matarskorti í eystri sveitunum. Þetta var síðasti hvalur er drepinn var inni á Hornafirði, en áður var það algengt á vetrum. Þetta vor fóru nokkrir bændur héðan úr Suðursveit til Djúpavogs að kaupa kornvöru gegn loforði um ullarinnlegg á sumarkaup- tíð. Vorið 1911 kom hér hafís. Það var annan föstudag í sumri og lá við land um þrjár vikur. Veður var kyrrt og stillt meðan ísinn var og voraði fremur vel og gras- vöxtur góður um sumarið. Þá strandaði hér í Suðursveit frönsk fiskiskúta. Hafði siglt á hafísjaka og komið að henni leki. Sigldi hún þá undan ísnum upp að landi og hleypti upp á Vindásfjöru fram undan Steinasandi. Á skipinu voru 22 menn og drukknuðu 2 við landtöku. Þeir voru jarðaðir í Kálfa- fellsstaðarkirkjugarði. í skipinu var mikill saltfiskur og annað matarkyns, sem fékkst á góðu verði á uppboði. En lítið um koníak eða vínföng, og var það óvenjulegt þegar frönsk skip strönduðu hér. Þetta skip hét Made- leine og frá Dunkerque. Mennirnir dvöldu hér í hálfan mánuð og voru þá fluttir til Hornafjarðar. Þangað kom franskt spítalaskip og tók þá þar. Skráð 1962. STEFÁN GUFJJÓNSSON: Ah hausti i haustblíhu Haustið milt í húmsins dökkva, hylur land og sjó. Falin eru friðarrökkva fölnuð lauf í skóg. Geymist hljóð með gleði-klökkva geislamynd er vorið bjó. Haustið milt í húmsins dökkva, hylur land og sjó. Endurtekning alheims máttar alltaf verður ný. Þó víki haust til vetraráttar, og vaxi drungaský; hljómar lífsins hörpusláttar heyrast alltaf, því: Endurtekning alheims máttar alltaf verður ný. 370 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.