Heima er bezt - 01.10.1965, Blaðsíða 25
Nafnið Reykjalaug hefur því sennilega breytzt nokkuð
fljótt í „Vígðalaugu, og Laugarvatns bærinn, sem vafa-
laust hefur áður heitið Reykir, breytt um nafn og heitir
síðan Laugarvatn, og stöðuvatnið og sveitin sjálf dreg-
ur einnig nafn sitt af Vígðulaugimii, en ekki af hinum
miklu gufustrókum, sem eru þar upp af stóru hverun-
um.
Vegna gamalla og öruggra heimilda urn sögu Vígðu-
laugarinnar á Laugarvatni, tel ég hana hiklaust til hinna
merkustu þjóðminja á íslandi, þar sem saga hennar nær
óvefengjanlega um þúsund ár aftur í tímann og vegna
þess, að hún er enn óhreyfð, með sömu ummerkjum og
þá, þegar Islendingar voru skírðir í henni árið 1000.
Þá er enn eitt, sem styður að helgi Vígðulaugarinnar
á Laugarvatni, enda þótt það styðjist ekki við jafngóð-
ar heimildir og það, sem áður er sagt.
Hjá lauginni standa 6 steinar, sem auðsjáanlega hefur
verið velt að henni. Þeir heita Líkasteinar. Gömul sögn
segir, að þegar Norðlendingar sóttu lík Jóns biskups og
sona hans í Skálholt árið 1551, hafi þeir hraðað sér við
uppgröftinn og burtu þaðan með líkin. Hafi þeir síðan
farið um á Laugarvatni og þvegið líkin þar og búið um
til fulls, áður en ferðinni var haldið áfram norður. Hafi
þá líkbörur þeirra feðga verið lagðar á þessa steina, og
þeir svo dregið nafnið af því. Aðrar sagnir telja, að þetta
hafi átt sér stað við Líkatjörn í Grímsnesi og í Stafholti
í Borgarfirði. Adér virðist sennilegast, að sögnin um
Líkasteinana við Vígðulaug sé réttust, þó varla verði nú
úr þessu skorið. En hvað sem þessu líður, er Vígðalaug
og Líkasteinarnir hjá henni sögulegar minjar, sem ber
að hafa í heiðri, og umfram allt að koma í veg fyrir, að
þeim sé spillt, t. d. með því að staðsetja byggingar of ná-
lægt þeim, eða á annan hátt.
Trú á Vígðulaug hefur haldizt allt fram á okkar daga.
Frú Ingunn Eyjólfsdótdr, kona Böðvars á Laugarvatni,
hefur sagt mér, að það hafi verið siður f Laugardal í
æsku hennar, að ef einhver félck verk í augu, þá hafi
verið sótt vatn í Vígðulaug og augun þvegin með því,
IJkasteinar.
Lesið kvœði Davíðs, Prologus, að Gullna hliðinu.
og þótti jafnan gefast vel. Eru það leifar af hinni páp-
isku trú á skírnarvatninu.
Laugin heitir Vígðalaug frá fornu fari, og því nafni
ber að halda, og það ber með sér þá helgitrú, sem fólkið
tengdi við laugina og hið vígða vatn. Á seinni árum, eft-
ir að Vígðalaugin fór að verða kunn aftur, hef ég stund-
um heyrt fólk nefna hana Helgulaugma, en við þeirri
nafnbreytingu ber að spyrna fæti og halda hinu gamla,
góða og rétta nafni.“
Við víkjum þá að því sem átti að vera aðalefni þessa
þáttar, en það eru ritsmíðar nemenda Laugarvatnsskóla,
sem birzt hafa í skólablaðinu, er nefnist Laugvetningur.
I fyrstu hafði ég hugsað mér að birta aðeins sýnis-
horn frá tveimur síðustu skólaárunum, en þá kom það
í ljós, að þessi tvö síðustu skólaár hefur aðeins komið
út eitt vélritað blað hvort árið um 20 bls. að stærð. Ésr
hef því horfið að því ráði, að fara yfir alla árganga
skólablaðsins um þrjá áratugi og birta svo í þessum þætti
úrval frá ýmsum árum. F.n með þetta úrval er mér nokk-
ur vandi á höndum. Það er útilokað að taka mjög lang-
ar ritsmíðar vegna rúmleysis í þætti mínum í Heima er
bezt, þótt góðar væru, og svo er valið sjálft mikill vandi
og erfitt að gera upp á milli vel ritaðra þátta, hvort sem
þeir eru í söguformi eða ritgerðar.
En hér birtist þá fyrsta ritsmíðin úr skólablaði Laug-
arvatnsskola skólaárið 1963—1964. Höfundurinn er
stúlka, sem skrifar undir dulnefninu Héla, en þáttinn
nefnir hún: Oft kemur skin eftir skúr. Er þetta falleg
frásaga af tveimur ungum stúlkum, sem bindast vin-
áttuböndum í glaumi skólalífsins.
OFT KEMUR SKIN EFTIR SKÚR.
Það var hræðilegt að koma svona í skólann á miðjum
vetri. Krakkarnir létu hreint eins og þau hefðu aldrei
Heima er bezt 373