Heima er bezt - 01.10.1965, Síða 26
Gullna hliðið.
áður séð venjulega stelpu á gelgjuskeiðinu. En það var
nú bara það. Ég var ef til vill ekki venjuleg. Ekki svona
eins og flestar hinar, bólótt og rengluleg. Blessaður
skaparinn hefur víst ákveðið, að ég skyldi vera laus við
allt hið ómögulega, sem gelgjuskeiðinu fylgir. En eigin-
lega hefði ég heldur viljað hafa nokkrar hlussur framan
í andlitinu og vera svona líkt og hrífuskaft í laginu,
heldur en að þola öll hin rannsakandi og öfundarsjúku
augu, er svo oft hvíldu á mér.
En orsökin fyrir því, að ég þurfti í nyjan skóla var
sú, að foreldrar mínir ákváðu að flytjast úr þorpinu, þar
sem þau höfðu lengst átt heima. En eiginlega vissi ég
ekki um aðalástæðuna fyrir þessari breytingu. Trúað
gæti ég þó, að pabbi hafi ekki þolað hin biðjandi augu
karlkynsins, sem oft hvíldu á minni fögru móður, og
því yiljað breyta um. Sem sagt: Nú stóð ég þarna í
skólaportinu, ein og yfirgefin. Krakkarnir stóðu í smá-
hópum og stungu saman nefjum. Fyrsti kennslutíminn
var enska, o" hræðileffri tíma hef é" aldrci lifað. Það
var eins og allir í bekknum væru með óværu. Mér var
vísað á autt sæti við hliðina á miður glæsilcgum pilti.
Bólurnar þöktu næstum langlcitt andlitið, og skollitað
hárið var vandlega skipt í hægri hlið og krullaðist svo
allt niður á háls. En augun í honum voru sko ekkert
grín. Svei mér þá, ef þau gátu ekki verið svolítið ást-
leitin. Þau voru næstum tinnusvört. En að iiðru leyti var
Bússi, en svo var hann kallaður, algcrlega sneyddur öll-
um „gæja“-glæsibrag nútímans. Hann fékk nú óspart að
heyra háðsglósur félaga sinna. „Sjáið hvernig rauðu
blóðkornin eyða þcim hvítu, og gcra hann fagurrauðan,
jafnt á höndum sem andliti." Skyldi ckki ægilegt há-
þrýstisvæði hafa myndazt innra með honum, sem slíkur
stormur fylgir, að hún, þessi nýja, verði fegin að leita
skjóls innundir hcimaprjónaðri lopapcysunni hans. —
Þannig dundu á okkur háðsyrðin. Kennarinn virtist ekki
skeyta þessu hið minnsta, cnda gamall og þar af leiðandi
sjálfsagt heyrnardaufur. Loksins leið þó kennslutíminn.
Frímínútunum eyddi ég á salerninu. En það var nú
ekki beinlínis góður griðastaður, því að ég heyrði stelp-
urnar hvíslast á um, að líklega væri hún eitthvað maga-
veik þessi nýja. Guð minn góður, hugsaði ég. Hvernig
á ég að geta afborið þetta, ef ekki verður breyting á?
Einhvern veginn silaðist þó skólatíminn áfram. Þegar
heim kom, fór ég að háskæla, og kvaðst aldrei fara aft-
ur í þetta víti. Mamma lét engan bilbug á sér finna, og
sagði, að líklega væri þetta öfund í stelpunum. En strák-
arnir létu svona af feimni, sagði hún, því að innst inni
hefðu þeir um leið og þeir sáu mig, orðið skotnir í mér,
og að pillunum, sem skotið var að Bússa, væri skotið af
boga öfundarinnar, af því að það var hann, en ekki þeir,
sem var svo heppinn að hafa hjá sér autt sæti. Ég fór nú
að reyna að h'ta bjartari augum á framtíðina. Ég settist
fyrir framan spegilinn og grandskoðaði andlit mitt. Jú,
reyndar var ég mjög lagleg. Langt bil á milli dökk-
brúnna augnanna, kinnbeinin há og nefið lítið og vel
lagað. Og svo var það þessi girnilegi munnur. Hár mitt
var kastaníubrúnt, liðað og náði í mitti. Stelpurnar heima
í þorpinu mínu sögðu, að ég hefði sannkallaðan kyn-
bombuvöxt. En hverju, sem þið trúið, þá tók ég ekkert
mark á slíkum lofsyrðum, og fannst ég bara ósköp
venjuleg. Ég hafði lítið gert að því að vera með strák-
um. En alltaf man ég þann fyrsta. Hann var anzi mynd-
arlegur með kolsvart hár og gat vel stælt hina vítt elsk-
uðu rödd Elvis Prestley. Mér fannst hann hreinn og
beinn guð og var næstum fallin í yfirlið, þegar hann
spurði, hvort hann mætti kyssa mig. En nú er það liðið
hjá.
Écr ákvað nú að vera hin brattasta daginn eftir. En
hvernig, sem ég reyndi að vingast við stelpurnar, tókst
það ekki. Að vísu þó að undantekinni einni, sem leit
mjög veiklulega út. Ég sá það strax á gráum augum
hennar, að eitthvað leið henni illa. Hún var kölluð Dódó.
Stelpurnar voru reglulega ótuktarlegar við hana, fannst
mér. En ég strengdi þess heit að vera henni góð í hví-
Vigftalaug.
374 Heima er bezt