Heima er bezt - 01.10.1965, Side 27

Heima er bezt - 01.10.1965, Side 27
Atriði úr Gullna hliðinu. Kerlingin, Jón og Skrattinn. vetna. Ykkur dettur kannske í hug, að ég vildi vingast við hana svona í hallæri, en þið þá um það. Bússi var nátturlega eins útlits og áður, en mér tókst þó að toga nokkur orð út úr honum í náttúrufræði- tímanum. Við nenntum sem sagt hvorugt að taka eftir, og greip ég þá gæsina glóðvolga og spurði ósköp var- færnislega, afhverju hann léti ekki klippa sig. — Það væri hægt að setja í hann rúllur af stærstu gerð, og greiða svo og „tubera” með „beauty”-lokkum hér og þar. Það var auðvitað vogun af mér að segja svonalagað, þar sem ég þekkti ekkert inn á piltinn. „Heyrðu!” sagði hann. „Hvað kemur þér hausinn á mér við?” En svo- litlu síðar bætti hann við: „Ég ætti ef til vill að fara til rakara.” En lengra var þó samtalið ekki. Ég sætti lagi, til þess að verða Dódó samferða heim, en hún átti heima í næsta húsi. „Viltu virkilega vera mér samferða?” spurði hún. „Ég trúi því varla, — er svo vön einverunni, og svo ert þú líka svo falleg, en ég ófríð, og og----.” Ég greip fram í fyrir henni og sagði, að svona mætti hún aldrci tala. „í rauninni cr cnginn ófríður,” mælti ég af andagift mikilli,” en fólk er aðeins mismunandi laglcgt. Fríðleikurinn skiptir heldur ekki svo miklu máli, „innrætið er miklu mikilvægara upp á lífið að gcra.“ „Þakka þér fyrir þetta, scm þú hefur sagt,“ sagði Dódó. „Ég licf oft verið að hugsa einmitt um þetta sama, en aldrci fundizt ég hafa rétt til að trúa því.“ Við vorum nú komnar heim til mín, og ákvað ég að bjóða Dódó inn. Það var eitthvað í fari hcnnar, sem vakið hafði forvitni inína, og löngun til að grennslast um hagi hennar alla. Alamma var ekki hcima, svo að ég lagaði sjálf kaffi og fann til kökur handa okkur. Eftir að við höfðum komið okkur þægilega fyrir inni í herbcrginu mínu, kom ég tali inínu svo klókindalega fyrir, að áður en langt um leið, var Dódó farin að scgja mér frá sjálfri sér. Hún var ættuð að vestan. Pabbi hcnnar var sjómaður, en drukknaði, þegar hún var sjö ára. Mamma hennar stóð þá ein uppi með fjögur börn. Svo mjög syrgði hún mann sinn, að þrátt fyrir allan viljastyrk, bugaðist hún og gerðist eiturlyfja-neytandi. Barnaverndarfélagið kom börnunum fyrir á hinum ýmsu heimilum. En eftir að svo var komið, var öllu loldð fyrir móður hennar, og hún fyrirfór sér að lokum. Fólkið, sem Dódó lenti hjá, var vægast sagt vont við hana. Lét hana meðal annars heyra, að það, sem borgað var með henni, nægði rétt fyrir glaðningu yfir helgarnar. Áfengi var þar nefnilega mjög haft um hönd. Ekkert vissi hún um systkini sín. „En þrátt fyrir allt þetta,” sagði Dódó, „hef ég aldrei glatað trúnni á guð. Á meðan allt var svo indælt fyrir vestan, og pabbi var ekki á sjónum, las hann og sagði okkur margt um hann. í sameiningu kenndu þau pabbi og mamma okkur systkinunum bænir og hvernig ætti að biðja. Af þeim lærdómi mun ég búa æfilangt.” Eftir frásögn þessa sátum við lengi hljóðar. Tárin streymdu niður vanga mína. Ég gat ekki haldið aftur af þeim. Mig langaði svo til að segja eitthvað verulega fallegt við Dódó. En það var eins og allt sæti fast hjá mér, og ég gat aðeins sagt, að ég væri viss um að hún hlyti að lokum milda gæfu. „Þeim, sem á guð trúa eru allir vegir færir.” Það segir pabbi alltaf við mig, ef eitthvað virðist óklífanlegt — Ég vissi að eftir þetta samtal, yrðum við Dódó alltaf vinkonur. — Dagarnir þeir næstu í skólanum, voru allir líkir hverjir öðrum. Krakkarnir virtust ekki ætla að taka mig inn í hópinn. — En það var líka allt í lagi. — Ég hafði Dódó. Við vorum nú orðnar óaðskiljanlegar. Hvað Bússa viðvék, var hann ögn skárri. En hvort þið trúið því eða ekki, þá hafði hann reyndar látið klippa sig og angaði nú allur í „brillantíni” Stundum sá ég líka fjar- rænt blik í augum hans, er hann gaut þeim til mín. Innst inni var mér farið að þykja vænt um hann. — En skjót eru veður að skipast í lofti. — Dag einn, þegar ég kom heim úr skólanum, sögðu pabbi og mamma, að nú væru þau loks í þann veginn að fá óskir sínar uppfyltar. En ég hafði ekld hugmynd um, hverjar þær óskir voru. Því, hvernig sem á því stóð, þá höfðu þau aldrei borið nein mál undir minn úrskurð. Ég spurði því alveg grandalaus: „Hverjar svo sem óskir?” „Við höfum sparað í mörg ár,” sagði pabbi, „og árangurinn er sá, að með næstu skipsferð, scm fellur, förum við til nýja heimilisins okkar í Osló.” Ég stóð aðeins og starði á þau drykklanga stund. En svo, þegar ég hafði áttað mig, stundi ég upp: „En hvað um Dódó? \ ið sem erum orðnar svo miídar vinkonur og trúum alltaf hvor annari fyrir öllu. Hvorug okkar getur án hinnar verið.“ „Stilltu þig væna mín,“ sagði mamma. „Við höfum tekið eftir því, hve góðar vinkon- ur þið eruð. Þú mátt ekki halda, að við séum algjörlega sneidd öllum tilfinningum. En sem sagt. Við höfum fengið samþykki barnaverndarnefndar um að mega taka Dódó með okkur út. En farðu nú sem skjótast að taka saman allt þitt dót.“ Heima er bezt 375

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.