Heima er bezt - 01.10.1965, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.10.1965, Qupperneq 28
Ég varð næstum orðlaus af gleði og hvíslaði með tár- in í augunum: „Elsku foreldrar mínir. Ekkert annað betra gátuð þið gert. Þakka ykkur innilega fyrir.“ Fögnuði Dódóar er vart hægt að lýsa. „Ég trúði því, — svo sannarlega trúði ég því, — að rætast myndi úr fyrir mér. Guð hefur bænheyrt mig.“ Einhvern veginn hafði það kvisast út um skólann, að við værum á förum. Og til fyllingar þeirri fullvissu minni, að þrátt fyrir allt, hafi allir vott af hlýju innst inni, sannaðist það, að þegar við vorum í þann veginn að stíga um borð, komu skólafélagar okkar og færðu okkur sinn blómvöndinn hvorri að skilnaði. Og hvað haldið þið? Allt í einu fann ég að einhver kom við öxl mína, og þegar ég sneri mér við, mætti ég kolsvörtum augum Bússa. Hann horfði á mig drykklanga stund, og sagði síðan: „Þakka þér fyrir þessa stuttu en góðu við- kynningu. Nú verður sætið við hliðina á mér autt á ný. En ég ætla bara að ímynda mér, að þú sitjir þar áfram. Ég óska þér svo alls góðs í nýja landinu. Vertu sæl.“ Ég greip hönd hans og sagði: „Vertu blessaður, Bússi minn. Ég skal skrifa þér um leið og ég er komin til Oslóar. Vonandi sjáumst við aftur einhvern tíma, en passa verður þú þá að hafa sætið autt.“ Að svo búnu lét skipið úr höfn. Framhald. Laugvetninga- í/óá í ncmcndahópnum á Laugarvatni, í rösklega þrjá ára- tugi, hafa auðvitað verið mörg Ijóðskáld. Eg hef litið yfir þessa ljóðagerð nemendanna, og kom þá í ljós, að meira hefur verið ort tvo fyrstu áratugina en þann síð- asta. Hér birtast nokkur ljóð scm sýnishorn af Ijóðagerð- inni. Fyrsta Ijóðið hcitir: ÉG ANN ÞÉR NÓTT. Er hinnsti geisli sólar í hafið fallast lætur og hljómar dagsins þagna, þá vcrður allt svo rótt. Þá kcmur þú svo hljóðlcga og huggar þann, sem grætur. Ég heilsa þér með lotningu drauma-bláa nótt. Er yfir byggð og borgir, þú breiðir húmsins skýlu, þá blundar allt, sem lifir og safnar nýjum þrótt. Og vinnuþreyttum mcinnum, þú veitir hæga hvílu, og vaggar þeim í draumi, svo undur milt og rótt. Og hjá þér einni athvarf hann á, sem harm sinn dylur þér einni vill hann segja sín leyndu hjartans mál, og löngu dánar vonirnar aðeins ein þú skilur og ást, sem var svo fögur, en reyndist aðeins tál. Ég fel mig faðmi þínum, mig flyt til æðri heima, þar finn ég horfna vini, þar er mín draumaborg. Og öllu lífsins böli, þar er svo gott að gleyma, því gleðin ein þar ríkir, en þekkist engin sorg. Höfundur skrifar undir dulnefni og nefnist Vöggur. Þá birtist hér ljóð, sem heitir: GLEÐIN. Nafn höfundar fylgir ekki ljóðinu. Gaman er, þegar gleðin er nær, gleðinnar veigar þær anga. Lof sé hverjum, sem léttan hlær. Þeir lifna, sem fram hjá ganga. Hláturinn verkar sem hressandi blær á heitan og sólbrunninn vanga. Gleðin er andans undralind, unaðar strengjasláttur. Hún er sælunnar sanna mynd, sálnanna tengjandi þáttur. Tilvera lífs yrði tómleg og blind, ef tapaðist hennar máttur. í gleðinnar skaut hef ég gæfuna sótt, gleðin er auður. — Ég segi: Hún lætur mig finna lífs míns þrótt, leiðir á nýja vegi. Hið sigrandi bros gerir svörtustu nótt, að sólhlýjum ljómandi degi. Gleðin er margra meina bót, mönnum, sem þjást og kvíða. Gleðin er alls þess góða rót göfgar sem ástin blíða. Gleði og ást hafa mælt sér mót, myrkrinu gegn að stríða. Næsta ljóð heitir: SUMAR OG VETUR. Höfundur skrifar undir dulncfni. Þín mun tíðum þyngast lund, þegar kemur vetur. En á sumars grænni grund glcðin hcfur bctur. 376 Heima er beit

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.