Heima er bezt - 01.10.1965, Síða 33
ið fljótari að hita það. — En nú er það komið á borðið,
á ég að vekja hana, Snorri?
— Nei, við skulum lofa henni að sofa í næði, hún hef-
ir bezt af því.
— Jæja, ég læt þig þá ráða þessu.
— Já, vina mín. Og nú drekkum við tvö kvöldkaffið
saman á Þórsmörk að þessu sinni.
Nanna svarar þessu aðeins með örlitlu feimnisbrosi og
hellir kaffi í bollana handa þeim. Síðan drekka þau kaff-
ið án þess að rjúfa þögnina. Þeim er nærvera hvors ann-
ars svo unaðsleg í djúpri kyrrð óbyggðanna, að þar eiga
engin orð við á þessari stundu.
Brátt er kaffidrykkjunni lokið, og Nanna rís á fætur,
tekur kaffiáhöldin og þvær þau og gengur síðan frá
þeim, en Snorri situr kyrr og fylgist með starfi hennar,
unz því er lokið, en þá spyr hann lágt og þýtt:
— Ertu ekki orðin þreytt, Nanna?
— Nei, ég finn ekki vitund til þreytu.
— Langar þig þá ekki til að fara að sofa?
— Ég er alls ekki orðin neitt syfjuð.
— Ertu þá ef til vill að hugsa um að kanna Mörkina
betur núna í kvöldkyrrðinni?
— Ég hefi ekkert hugsað um það ennþá, en ég gæti
verið að skoða hana í alla nótt, hún er svo dásamlega
fögur.
Snorri rís á fætur og gengur fast að hlið hennar og
segir lágt með hlýjum rómi:
— Nanna, viltu fylgja mér útí helgidóm óbyggðanna
í kvöld?
Hún lítur á hann, og augu þeirra mætast, og engin orð
gætu túlkað það til hlítar sem djúp ungra augna tjáir nú
í fáeinum andartökum í eilífum samhljóm tveggja
hjartna, karls og konu. Nanna reynir engu að leyna
lengur, og svar augna hennar er skýrt og jákvætt, því að
hjartað hefir tekið völdin, hreint og saklaust og ástfang-
ið, eins og hans sem bíður hennar. Hún getur ekki annað
en fylgt honum, og það er honum nú ljóst í þögninni.
Snorri réttir Nönnu höndina, og þau leiðast út og burt
frá tjaldinu. Þau stíga nokkur skref inní kjarrið og taka
þar sæti hlið við hlið á flosklæddum brúðarbekk ið-
grænnar jarðar, sem enginn blettrn: hefir nokkru sinni
fallið á.
Ekkert rýfur hina djúpu þögn Merkurinnar nema lítil
sólskríkja inni í kjarrinu, sem enn vakir og syngur í
kyrrðinni elskhugans óð, og í kvöld hljómar söngur
hennar eins og fegursta brúðkaupslag til þeirra tveggja,
sem hlusta hljóð og hugfangin. Sól er hningin að viði,
og hægur andvari síðkvöldsins er örlítið svalur.
Nanna hefir ekki klætt sig er kvölda tók í neina skjól-
flík utanyfir þunnu sumarblússuna, sem hæfði bezt
líkamshita hennar, meðan sól skein í heiði, og naktir
armar hennar bera þess merki, að þeir eru orðnir hálf-
kaldir þar sem hún situr næstum hreyfingarlaus, en hún
er of hugfangin til þess að finna nokkur óþægindi af
kulda né skeyta um skort á skjólklæðnaði. En Snorri er
jafnvel næmari fyrir líðan hennar en sinni eigin og sér
þegar, að henni er orðið kalt. Hann snertir beran arm
hennar mjúklega og segir svo með heitri umhyggju í
rómnum:
— Nanna, þér er kalt.
— Ég finn ekkert fyrir því.
— En þér er það nú samt, og það má ekki. Hann klæð-
ir sig úr jakkanum. — Komdu í jakkann minn, hann er
heitur.
Hún færir sig örlítið undan: — Nei, þakka þér fyrir,
ég þarf þess ekki.
— Svona, vertu nú þæga stúlkan mín, það gerir ekkert
til þótt jakkinn sé vel við vöxt, það sér þig enginn í hon-
um nema ég.
— En þér verður sjálfum kalt jakkalausum.
— Nei, ég er ekki með bera handleggina þótt jakkinn
fari, og skyrtan nægir mér. Hann klæðir hana í jakkann
eins og svolítið óþekkan krakka.
— Svona, nú hefi ég sjálfur skrýtt mína brúði í Þórs-
mörk, segir hann björtu sigurbrosi og vefur þétt að
henni hlýjum jakkanum.
— Er þetta ekki betra núna, vina mín?
— Jú, alveg indælt. Þakka þér fyrir. Hún brosir sigruð
og sæl honum til samlætis.
Sólskríkjan syngur enn inni í kjarrinu. Þau hlusta á
söng hennar, og Snorri segir:
— Hún syngur lengi og fallega í kvöld, sólskríkjan á
Þórsmörk. Þú kannt auðvitað Ijóðið um hana, Nanna?
— Sú rödd var svo fögur —?
— Það er mitt uppáhalds kvæði.
— Mitt líka. En skáldið hugljúfa sem kvað svo fallega
og þráði svo heitt heim til sólskríkjunnar sinnar á Þórs-
mörk, sagði líka þetta á öðrum stað:
— Ég veit það, nótt, ég veit þinn friður
mun vaka fús hjá þessum tveim.
Um það sem ást og æska biður,
fær engin vornótt synjað þeim. —
— Já, þetta kann ég líka úr kvæðinu „Nótt“.
— Og nú í nótt vil ég tileinka okkur, þér og mér,
þetta erindi, Nanna. Hér í þessum helgidómi hreinleika
og fegurðar játa ég þér ást mína! — Viltu gefa mér unga
heita hjartað, sem slær hérna undir jakkanum mínum
núna? Dökkbrúnu augun fallegu hvíla á henni í heilagri
spurn.
— Þú átt það, Snorri, hvíslar hún og mætir um leið
augum hans. Síðan veit hún það eitt, að sterkir mjúkir
armar umvefja hana, hún hvílir við breiðan barm og
finnur heit og ör hjartaslög hans, sem hún á nú ein.
Varir þeirra mætast. Langur heitur koss, einn tveir
og.... Heimurinn er aðeins þau tvö. Já, vissulega er til
Paradís á jörð....
Morgunsólin Ijómar björt og heit yfir Þórsmörk. Erla
vaknar af löngum, værum svefni og lítur í kringum sig.
Bjartir sólargeislar leika um tjaldið og boða henni nýjan
dag. Hún hvílir kyrr um stund og nýtur morgunkyrrð-
Heima er bezt 381