Heima er bezt - 01.10.1965, Page 34
arinnar eftir draumsæla nótt. Hún sér að Snorri og
Nanna hvílá bæði í værum svefni og bæra ekki á sér.
Þau hafa líklega sofnað löngu á eftir henni í gærkvöld
og eiga því eftir að sofa lengi enn. Bezt er því að gera
þeim ekkert ónæði fyrst um sinn, heldur fara út úr
tjaldinu og njóta morgunsins úti.
Erla smeygir sér þegar úr svefnpokanum og hverfur
svo hljóðlega út úr tjaldinu. Þórsmörk brosir við henni
í sinni fegurstu morgundýrð. Hún gengur góðan spöl
frá tjaldinu og litast rækilega um í þessu unaðslega töfra-
ríki íslenzkrar náttúru, og djúp unaðarkennd og lotning
fyllir unga sál hennar. Þetta verður henni ógleymanleg
morgunnstund.
Eftir all-langa útivist gengur Erla aftur heim að tjald-
inu og lítur inní það. Enn hvíla tjaldbúarnir í djúpum
svefni og bæra ekki á sér. Erla nær þá í teppi og breiðir
það á slétta jörðina fyrir utan tjaldið og leggst svo þar í
sólbað meðan hún bíður þess að þau inni vakni, en hún
hagar þessu þannig, að hún sér inní tjaldið og getur
fylgst með því sem þar gerist. Og svo líður all-löng
stund.
Loks losar flugstjórinn ungi svefninn. Hann teygir úr
stæltum vöðvum sínum og opnar augun. Allt er hljótt
umhverfis hann, en baðað í morgunsól. Honum verður
fyrst litið til Nönnu, þar sem hún hvílir í svefnpoka sín-
um aðeins nokkra faðma frá honum og andar rótt í djúp-
um svefni, en því næst er honum það ljóst, að systir hans
er horfin úr tjaldinu. Hún er sennilega farin í morgun-
göngu eitthvað útí buskann, en hún hlýtur að koma
bráðlega aftur.
Snorri liggur kyrr og teygar að sér tært og hressandi
morgunloftið, en hjartað lyftir sér heitt af sælli gleði í
barmi hans, og endurminningar liðinnar nætur streyma
fram í vitund hans, bjartar og heitar eins og fegursta
sólbros rísandi dags. Nú á hann stúlkuna sem hann elskar.
Hann snarar af sér svefnpokanum, færir sig hljóðlega
að hlið Nönnu, setzt þar og horfir eins og í Ijúfum
draumi á hana sofandi. Hann virðir fyrir sér blíða,
hreina svipinn á björtu og fallegu andliti hennar og
mikla ljósgullna hárið, sem bylgjast um svæfilinn undir
höfði hennar, og hún minnir hann einna helzt á engil-
mynd, svo mikill er hreinleikinn yfir henni nú í faðmi
svefnsins.
— Nanna, ástin mín, hvíslar hann, en ætlar þó ekki að
vekja hana. Hann vill vissulega lofa henni að sofa að
vild, því að honum fórnaði hún mestöllum svefntíma
sínum síðastliðna nótt. En það er sem hið hljóða ástar-
ávarp hans líði eins og sólvermdur sumarblær gegnum
svefninn inní vitund hennar. Hún losar þegar svefninn
og brosir með lokuð augun.
— Snorri, líður af vörum hennar í sælli vímu milli
svefns og vöku. Hana var einmitt að dreyma hann svo
fallega núna, þegar hann hvíslaði nafn hennar. Hann sér
að hún er að vakna, og hann lýtur niður að henni, og
varir hans snerta mjúldega enni hennar í léttum kossi,
en við þá snertingu vefur hún örmum sínum um háls
honum og vaknar um leið að fullu til veruleikans. Aldrei
hefur draumur og veruleiki sameinast á fegurri hátt, og
aldrei hafa ungir elskendur lifað sælli morgunstund. Þau
tvö skynja aðeins nærveru hvors annars á meðan varirn-
ar mætast í fyrsta morgunkossinum.
Erla Magnúsdóttir lítur nú inní tjaldið þaðan sem hún
baðar sig í geislum sólarinnar, og augu hennar nema
staðar í barnslegri undrun á elskendunum ungu, sem
vefja hvort annað örmum og kyssast svo innilega inni í
tjaldinu. — Hvað? Ósköp hljóta þau að elska hvort ann-
að heitt, Snorri bróðir og Nanna. Það hefur henni aldrei
komið til hugar fyrr, en mikið skelfing þykir henni vænt
um þetta! Þau verða áreiðanlega bráðum hjón, og þá
verður Nanna alltaf ein í fjölskyldunni heima. Hún ætl-
ar ekki að segja neinum frá þessu sem hún hefur séð,
hún skal reynast þeim trúr vinur og gera allt fyrir þau
sem hún getur, því rð henni þykir svo innilega vænt um
þau bæði. En á húíi að fara nú þegar inní tjaldið, eins og
hún hefði einskis orðið vís, og bjóða þeim bara góðan
dag? Nei, hún tímir ekki að gera þeim ónæði, á meðan
þau virðast ekki vita neitt af umheiminum sjálf. Þó er
hana farið að langa ákaflega í morgunkaffið hjá stall-
systur sinni.
En brátt minnist Nanna húsmóðurskyldu sinnar gegn-
um hinn sæla vökudraum í örmum elskhugans góða.
Hún lítur á úrið sitt og segir síðan:
— Ó, ég er alltof sein með morgunkaffið, Snorri!
— Það er allt mér að kenna, hjartað mitt. Haf þú eng-
ar áhyggjur af því, svarar hann rólegur og brosandi. En
Nanna losar sig þegar blíðlega úr faðmi hans og rís á
fætur. Vísvitandi vill hún ekki vanrækja skyldur sínar.
Nönnu er það fyrst nú ljóst, að svefnpoki Erlu er
tómur, og hún horfin úr tjaldinu. — Og Erla er bara far-
in úr tjaldinu, segir hún.
— Já, hún var öll á bak og burt, þegar ég vaknaði,
svarar Snorri. En nú fer ég út og leita hennar, meðan þú
framreiðir morgunkaffið handa okkur, ástin mín, segir
hann og kyssir hana í skyndi.
— Já, gerðu það, ég skal hraða mér með kaffið á með-
an. Og Nanna kveikir í skyndi undir katlinum, en Snorri
lyftir tjaldskörinni og ætlar að snarast út og leita að
systur sinni, en nemur þegar staðar: — Erla liggur í sól-
baði rétt utan við tjaldskörina og horfir brosandi á bróð-
ur sinn. Hún er búin að horfa á hann góða stund og
heyra hvert orð, sem sagt hefur verið í tjaldinu, en hún
hefur ekki viljað gera ónæði.
— Þú ert þá hérna, Erla mín, segir Snorri og færir sig
út til hennar. — Ég ætlaði að fara að leita þín í morgun-
kaffið.
— Ég er búin að liggja hér lengi í sólbaði, og áður var
ég búin að fara í langa morgungöngu, skal ég segja þér.
— Já, þú hefur aldeilis vaknað snemma í morgun þyk-
ir mér.
(Framhald.)
382 Heima er bezt