Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 2
Menning og menntun
iVtenntun hefur verið skilgreind á ýmsan hátt, enda
svo fjölþætt hugtak, að ekki verður það skýrt í einu
orði né setningu. Meðal annars er menntun skilgreind
svo, að hún sé fólgin í að greina aðalatriði frá auka-
atriðum, hismið frá kjarnanum, eða í því að greina stað-
reyndir frá hugarburði, og að bera virðingu fyrir stað-
reyndum, en ef svo er gert þá leiðir af því virðingu fyr-
ir mannhelgi og kunnáttu í að fara með frjálsræði og
beita réttum leikreglum. Sannmenntaður maður kann
að þola þau bönd, sem frjálst samfélag hlýtur að leggja
á hann, svo að það fái staðizt. Hann leitar leiðréttingar
mála sinna eftir lýðfrjálsum leiðum en ekki með hnefa-
höggum.
Uppeldi þjóðarinnar frá fyrstu bernsku til fullorðins-
ára hvílir sífellt meira og meira á skólunum. Starf þeirra
verður bæði meira og ábyrgðin þyngri. Hljótum vér þá
ekki að leggja þá spurningu fyrir oss, hvort skólarnir í
kappi sínu að gefa sem flesta fróðleiksmola og þekkingu,
svo sem nútíminn krefst, hafi að einhverju leyti misst
sjónar á eða glatað möguleikunum á að rækja það, sem
mest á ríður, að ala upp ungmenni með sterkri skaphöfn,
siðgæðisþreki og almennum félagslegum skilningi. Mér
er ekki fyllilega ljóst, með hverjum hætti þeim þætti
skólastarfsins yrði við komið, en víst er, að með aukn-
um tíma og sérmenntuðum uppeldisráðunautum mætti
þoka þessu nokkuð áleiðis, en um leið og fremur öllu
öðru gerir það starf kröfur til persónuleika, þroska og
heiðarleika kennaranna sjálfra. Val þeirra verður að
vanda, en slíkt tekst ekki meðan kennarastarfið er jafn
lítt eftirsótt og raun ber vitni um. En þó er ekki að saka
skólana og kennsluna eina um það, sem miður fer í þess-
um efnum. í kröfum nemenda til skóla sinna ber sífellt
mjög hátt, hvað það sé af námsefninu, sem mestar vonir
gefur um fjárhagslegan arð. Slíkt viðhorf er að vísu
skiljanlegt í því blinda kapphlaupi, sem háð er um hylli
gullkálfsins í heiminum, en af því leiðir óhjákvæmi-
lega, að mönnum gleymist að leita þeirra verðmæta, sem
mölur og ryð fá ekki grandað.
Það er lögmál lífsins, liggur mér við að segja, að æsk-
an sé gagnrýnin og aðfinnslusöm, og sé um leið ófeim-
in að láta skoðanir sínar í Ijós. Ekkert er nema gott um
það að segja, meðan slíkt fer fram eftir löglegum leik-
reglum hins lýðfrjálsa þjóðfélags. En því aðeins er gagn-
rýnin nytsöm að hún sé jákvæð, að hún sé ekki ein-
ungis til þess gerð að rífa niður og skapa glundroða,
heldur hafi hún á reiðum höndum tillögur til úrbóta,
ný goð að setja á stalla hinna gömlu. Og umfram allt
verður gagnrýnin að vera fram borin á siðmenntaðan
hátt en ekki með ofbeldisaðgerðum og ærslum.
Ofbeldi knýr alltaf fram nýtt ofbeldi, ranglæti nýtt
ranglæti, nýja hefnd, ef svo mætti að orði kveða. Því er
það, að umbætur, sem knúnar eru fram með ofbeldis-
verkum einum saman, verða löngum of dýru verði
keyptar. Það er, og á að vera aðalsmerki sannrar mennt-
unar í lýðræðisríki, að sneitt sé hjá slíkum aðgerðum,
og að minni hyggju ætti það að vera undirstaða alls
skólastarfs að kenna nemendum þessa fyrstu bókstafi í
stafrófi menntunarinnar. Kærleikur og mannhelgi eru
hornsteinar trúarbragða vorra, og um leið hornsteinar
hins frjálsa þjóðfélags. Það er ungum manni meira virði
að kunna þessi atriði til hlítar en allar formúlur og orða-
romsur, þótt góðra gjalda séu verðar og ekki verði hjá
þeim komizt. En líkt og veggurinn hrynur, ef undirstað-
an er of veikburða, þá hrynur einnig vort lærða þjóð-
félag ef hinn siðræna grundvöll skortir.
Það var einmitt þetta, sem síra Matthías óttaðist meira
en nístingskulda hafísanna, þegar hann orti eftirfarandi
erindi:
„Annar jötunn ógurlegri æðir
allra þjóða menning hræðir
miklu meir en eldur, ís og hel.
Það er mannsins ævagamla æði,
eldra en sögur, þjóðir, Nóaflæði,
auðs og valda óþrotlegu él.“
Hann vissi sem var, að lögmál náttúrunnar var að
bræða ísinn fyrr eða síðar, og þá mundi vorþeyrinn
blása á ný, og sól skína í heiði. En hann óttaðist manns-
ins ævagamla æði, að þar myndu niðurrifsöflin, ofbeld-
ið, auðshyggjan og eigingirnin hafa tökin, og því mið-
ur hefur hinn aldni skáldspekingur ekki óttast að ástæðu-
lausu.
Menning vor og menntun hefur unnið ótrúleg afrek.
Vér tölum um það sem næstum sjálfsagðan hlut, að inn-
an skamms svífum vér í gervihnöttum um himingeim-
inn og til framandi hnatta, svo að eitthvað sé nefnt.
74 Heima er bezt