Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 6
eldra Eiríks á Löngumýri. Systkini Eiríks, sem til aldurs komust, voru þessi: Ingveldur, húsfreyja í Laugardalshólum. Sigríður, húsfreyja á Vatnsleysu í Biskupstungum. Ingibjörg, húsfreyja í Háholti í Gnúpverjahreppi. Þórdís, húsfreyja í Reykjavík. Bjarni, bóndi og smiður á Hlemmiskeiði. Þórður, bóndi á Reykjum. Kolbeinn, húsgagnasmiður í Reykjavík. Ingvar, bókbindari í Reykjavík. Þorgeir, bóndi og smiður á Hlemmiskeiði. Gunnar, bóndi í Miðdal í Laugardal. Eiríkur, er var elztur, dó úr lungnabólgu við sjó, 24 ára. Þorsteinn drukknaði á Stokkseyri 24 ára. Var til þess tekið, þegar þessi stóri systkinahópur var að alast upp, hvað hann var myndarlegur. Öll voru systkinin mikið gefin fyrir söng og fagra rödd, sumir bræðranna urðu atkvæðasmiðir. Á uppvaxtarárum Eiríks var félagslíf í sveitum fá- breytt og öll aðstaða til þess líka erfið. Á fyrstu árum aldarinnar barst Umf.-hreyfingin hingað til lands, æska sveitanna tók henni opnum örmum. Ungmennafélögin urðu mörgum sveitum mikil lyftistöng. í þeim fékk margur unglingurinn mikla, félagslega þjálfun, sem átti eftir að koma honum að gagni síðar á lífsleiðinni. Um- ræðufundir félaganna höfðu stórlega vekjandi áhrif og jók bjartsýni unglinganna á framtíð sveitanna. Þegar Eiríkur var 21 árs gekkst hann fyrir stofnun ungmennafélags í sveitinni, sem nú hefur starfað ósht- ið í 61 ár. Hefur þar verið unnið mikið starf fyrir ein- staklingana og félagsheildina. Um tildrögin að stofnun þess segir hann meðal annars, er hann rifjaði upp minn- ingar sínar frá fyrstu árum félagsins, fyrir stuttu síðan: „I janúar 1908 var haldið bændanámskeið í Þjórsár- túni. Var þar fjölmenni í eina tíu daga. Var ég á þessu námskeiði, en ekki aðrir af Skeiðunum. Auk kennslu- stundanna voru talsvert stundaðar íþróttir, glímur og leikfimi. Á kvöldin og flesta morgna voru umræðu- fundir um ýmis málefni. Þóttu þessir fundir mjög skemmtilegir, og er ég viss um, að þetta námskeið flýtti talsvert fyrir stofnun ungmennafélaganna, enda mörg stofnuð 1908. Á þessu námskeiði ríkti mikill fé- lagsandi. Síðari hluta vetrar fór ég til Reykjavíkur í vinnu, gekk ég þá í Umf. Reykjavíkur, sem þá var svo til ný- stofnað, kynntist ég þar mörgum ágætismönnum, sem síðar urðu þjóðkunnir menn. Þegar ég svo kom heim um vorið, fór ég bráðlega að tala við menn um að við stofnuðum ungmennafélag í sveitinni, og tóku flestir Konungur ásamt fylgdarliði sœkja heim bóndann að Reykjum á Skeiðum. — í hægra horni má sjá þá Klemenz Jónsson og Hannes Hafstein. 78 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.