Heima er bezt - 01.03.1969, Page 7

Heima er bezt - 01.03.1969, Page 7
vel í það. Var mér falið að boða til fundar, sem ég gerði fljótlega. Þann 24. maí var fundur haldinn í þinghúsinu og Umf. Skeiðamanna þá stofnað með 17 félögum. Stjórn- arkosning fór þannig að við Reykjabræður hlutum kosningu: Eiríkur formaður, Þorgeir féhirðir og Gunn- ar ritari. Kom það sér nú vel að hafa nokkuð kynnzt þeim félagsskap, sem ég hefi áður lýst.“ Eiríkur lauk búfræðiprófi frá Elvanneyri vorið 1912, eftir tveggja vetra nám. Vorið 1915 kvæntist Eiríkur Ragnheiði Ágústsdóttur, er var mikilhæf og vel mennt- uð ágætiskona. Ragnheiður var fædd 9. marz 1889, dótt- ir hinna landskunnu hjóna Móeiðar Skúladóttur og Ágústar Helgasonar í Birtingaholti. Þau Ragnheiður og Eiríkur hófu sama vor búskap Ragnheiður i trjágarðinum sínum, leiðir Ragnheiði Jóns- dóttur frá Skipum. Ingigerður Eiriksdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson, Reykjum. á hálfri jörðinni Löngumýri á Slteiðum, sem þau þá keyptu, en 1921 tóku þau við hinum hluta jarðarinnar og festu þá jafnframt kaup á honum. Búskaparsaga þeirra varð alls 52 ár. Seinni árin voru þau farin að minnka við sig. Ágúst, elzti sonur þeirra, bjó þar líka, og hefur hann nú tekið við allri jörðinni. Miklar fram- kvæmdir í byggingum og ræktun gerðu þau á jörðinni. Meðan áveitan var notuð á Skeiðum voru mjög góðar engjar á Löngumýri, og var hægt að vinna þær með vélum. Yfir heimilinu á Löngumýri var léttur og frjálsleg- ur blær. Hjónin og börn þeirra hlutu í vöggugjöf mikla hæfileika á sviði söngs og hljóðfæraleiks. Bæði lærðu þau Ragnheiður og Eiríkur að leika á hljóðfæri á unga aldri og stóðu fyrir fjölbreyttu tónlistarlífi í sveitinni, um langan aldur. Þegar gesti bar að garði settist oft annað hvort þeirra við hljóðfærið, og þá var spilað og sungið. Eiga margir góðar endurminningar frá slíkum stundum. Einn sterkasti þátturinn í fari Eiríks var, hvað hann var félagslyndur og hneigður til félagsstarfa, enda fór það svo, að hann var kvaddur til margvíslegra starfa fyrir sveit sína um áratugaskeið. Hann var listrænn Heima er bezt 79

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.