Heima er bezt - 01.03.1969, Page 12
Heimkynni sauðnautsins, merkt með svörtu á kortinu.
þétt saman, og eru kálfar og ungkýr þá inni í miðjum
hnappinum, en nokkrir stórir og sterkir tarfar stilla
bakhlutanum upp í veðrið, og veita hópnum þannig
skjól og hlíf. Þannig geta dýrin staðið, að því er virðist
í sömu sporum, svo sólarhringum skiftir, eða meðan
illviðrið varir, en slík veður koma þarna einkum fyrri
part vetrarins. Seinni part vetrar fara hóparnir að dreif-
ast, og fjölskyldurnar að skilja, enda verður samlynd-
ið stirt þegar líða tekur að fengitíma kúnna. Eftir þann
tíma eru aðrir fullþroska tarfar en fjölskyldufaðirinn
hiklaust reknir úr fjölskyldunni, og fara tarfarnir þá
mikið einir saman. Við og við reyna þessir eingenglar
að verða sér úti um fjölskyldu, annaðhvort með því að
safna um sig kvígum úr einhverjum hóp, eða með því
að reka fjölskylduföðurinn burt úr einhverjum hópn-
um. Fylgja þessu oft miklir bardagar sem von er, því
gömlu tarfarnir eru ekki á því að gefa viljugir upp
völdin.
Svo virðist, sem sauðnautin á Grænlandi þekki að-
eins einn óvin, en það er úlfurinn. Gagnvart honum eru
þau stöðugt á varðbergi, og hafa fundið upp mjög
áhrifaríka baráttu- og varnaraðferð gegn honum. Þeg-
ar dýrin verða hans vör hópast þau þétt saman, á svip-
aðan hátt og áður var lýst, og mynda fullorðnu dýrin
þá hring um ungdýrin, en snúa nú öll höfðinu út á við,
og mynda þannig eins konar skjaldborg, sem úlfinum
reynist óvinnandi. Gerist hann nærgöngull, fær hann
óspart að kenna á oddhvössum hornum og klaufum,
enda tekur hann þá oftast þann kostinn að lurfast í
burtu og bíða betra tækifæris.
Þessa sömu aðferð nota sauðnautin einnig gagnvart
hundum veiðimanna, og því er næsta auðvelt að skjóta
niður heilan hóp af þeim. Þeim dettur einfaldlega elcki
í hug að grípa til þess eina úrræðis, sem mögulegt er
til bjargar, þ. e. að flýja eða ráðast á veiðimennina,
enda virðast þau ekki skynja manninn sem neina hættu.
Þegar tekið er tillit til þess, að nú eru þegar liðnar
nokkrar aldir síðan þau komust í kynni við skotvopn
mannanna, verður þetta að teljast furðulegur skortur á
aðlögunarhæfni.
Eins og nærri má geta, er sauðnautastofninn á Norð-
austur-Grænlandi í mikilli hættu vegna þessarar varnar-
aðferðar þeirra. Jafnvel þótt ekki sé ætlunin að skjóta
nema eitt dýr úr hópnum, er oft ómögulegt að ná til
þess, fyrr en allur hópurinn hefur verið að velli lagð-
ur. Niðurstaðan verður því oft sú, að mun meira er
drepið af sauðnautum en þörf er á og hægt er með góðu
móti að nýta. Þess má geta, að refaveiðimenn nota kjöt
sauðnautanna nær eingöngu sem hundafóður. Þá hefur
og nokkuð kveðið að því, að gerðir hafa verið út leið-
angrar til að sækja sauðnautakálfa, annaðhvort til rækt-
unar eða í dýragarða. Fer þá allt á sömu leið, að ómögu-
legt reynist að ná kálfunum, fyrr en öll eldri dýrin í
hópnum hafa verið drepin.
Nú eru sauðnautin algerlega friðuð í Kanada og hefur
þá ásóknin aukizt mildð í grænlenzka stofninn, enda
þótt nokkrar hindranir hafi verið lagðar á sauðnauta-
veiði þar nýlega.
Eins og þegar var minnzt á, hefur nokkuð kveðið að
því í seinni tíð, að gerðar hafa verið tilraunir með að
flytja sauðnaut til annarra norðlægra landa og fá þau
til að ílendast þar. Flestar hafa þessar tilraunir gefist
illa, að ekki sé meira sagt. Ein slík tilraun var gerð hér
á landi árið 1929. Voru fengnir grænlenzkir kálfar og
settir niður á Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þeir munu
allir hafa drepizt fljótlega eftir hingaðkomuna. Önnur
tilraun var gerð litlu seinna og fór allt á sömu leið. f
Noregi hafa verið gerðar margar tilraunir með innflutn-
ing sauðnauta, en allar hafa þær mistekizt nema á Sval-
barða. Þar hefur sauðnautunum fjölgað nokkuð og
munu nú eitthvað á annað hundrað. Athyglisverð til-
raun var nýlega gerð með ræktun sauðnauta í Alaska,
og virðist hún hafa gefizt vel. Reyndust dýrin fremur
auðveld viðureignar og fóðruðust sæmilega. Má vera,
að sauðnautið eigi eftir að öðlast þýðingu sem húsdýr í
heimskautalöndum jarðarinnar.
Sú spurning heyrist nú oft hér á landi, hvort ekki sé
athugandi, að reyna innflutning sauðnauta á ný. Telja
sumir, að ekki hafi verið rétt að farið, þegar þetta var
reynt, og því ekki fullreynt hvort þau gætu þrifizt hér.
Ef dæma má eftir ofangreindri reynslu Norðmanna og
fleiri þjóða, er þó lítil von með að þetta heppnist.
Hitt er þó augljóst, að Suðurland er sá landshluti,
sem minnstar líkur eru til að sauðnautin geti þrifizt í,
vegna þess hve loftslagið er þar umhleypingasamt. Mun
meiri líkur eru til þess að þau lifðu á Norðausturlandi,
og þá einkum á hálendinu norðan og austan Vatnajök-
uls, þar sem hreindýrin eru nú.
Þar er einna mest meginlandsloftslag á íslandi, og veð-
ur því stöðugast að vetrinum, enda þótt það sé engan
veginn eins stöðugt og veðráttan í heimkynnum sauð-
nautsins á Norðaustur-Grænlandi.
Sauðnautið þolir rnjög illa bleytur, einkum þó að
vetrinum, enda virðist háraklæðning þess öll miðuð við
þurran kulda. Þolir það mikil og langvarandi frost bet-
ur en líklega öll dýr önnur. Bleyta og krapasnjór hleðst
(Framhald á blaðsíðu 93).
84 Heima er bezt