Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 14
Lilja Sigurðardóttir og Friðjón Hjörleifsson. ég það sem ég kann í þeirri grein, hef aldrei verið við nám á því sviði annars staðar. Gísli, tvíburabróðir minn, eini sonurinn sem lifði, var í allra augum og vonum framtíðaróðalsbóndinn á Víðivöllum. — Hann var líka hvers manns hugljúfi og eftirlæti, jafnt granna sem heimamanna. — En sjómanna- blóð móðurættarinnar rann honum í æðum. Frá því fyrst að hann sá sjóinn, fannst honum hann eiga þar heima, og langaði til að fara í Stýrimannaskólann. — Enginn sagði neitt því til hindrunar, að hann gengi þá götu, sem hann hafði hug á að fara, en hann fann sjálf- ur að þörf var fyrir hann heima, og sótti um inntöku í Búnaðarskólann á Hólum og var þar tvo vetur. En gaman hafði hann alltaf af að skjótast í róður, og eitt sumar var hann alveg við sjómennsku.“ I minningum Lilju er skemmtilega sagt frá verunni í Kvennaskólanum á Akureyri og samferðamönnum þar, og þá ekki síður frá verunni í Danmörku og vin- unum þar. — Hún sótti námskeið í Höfn, sem varð henni sérstaklega mikils virði, þegar frarn í sótti. — Hún segir: „Ég sótti hjúkrunarnámskeið Rauða kross- ins nokkrar vikur. Af því námi hefi ég haft mikið gagn. Hef oft getað orðið að nokkru liði þeim, sem sjúkir voru, og heimilum þeirra. Það voru ekki bílarnir, þó bráðlægi á læknishjálp, og síminn ekki um sveitina. Það gat tekið tvo daga, í ófærð og illviðrum, að ná í lækni út á Sauðárkrók. Gat ég þá stundum linað þján- ingar hinna sjúku nokkuð, meðan beðið var eftir lækni. Ég hefi verið yfir veikum á flestum bæjum í hreppn- um og staðið við marga dánarbeði, og nokkrum börn- um hefi ég tekið á móti, þegar þau gátu ekki beðið eftir komu Ijósmóðurinnar. — Jónas læknir Kristjáns- son, okkar góði vinur, fékk mig stundum sér til að- stoðar, þegar hann þurfti að gera einhverja aðgerð heima í sveitinni.“ Þá minnist Lilja, í ævisögu sinni, brunans mikla á Víðivöllum 13. apríl 1908. „Við vöknuðum við vond- an og óvæntan atburð. Bærinn stóð í ljósum loga. — Allmikill hluti þessa gamla, reisulega, fyrrum höfð- ingjaseturs, þegar fallinn, en fyrir Guðs miskunn kom- ust allir lifandi, ómeiddir, úr þeim háska. — Allt brann, nema baðstofan, henni tókst að bjarga. Þarna brann t. d. 61 læst hirzla, þar af 3 skatthol og tvær kommóður og kista full af gömlum bókum, sem amma mín hafði fengið í arf eftir afa sinn, síra Eirík Bjarnason á Staðar- bakka. — En hvað var þetta hjá mannslífunum, sem björguðúst? „Við hefðum ekki viljað missa einn fing- ur af neinum manni fyrir þetta, sem brunnið hefur,“ sagði faðir minn. Þrettánda apríl, árið eftir, á afmælisdag brunans, bauð faðir minn heini öllum hjónum í sókninni og nokkrum fleirum, sem verið höfðu við slökkvistarfið árið áður. Þá hélt hann fallega ræðu og bað okkur þess að hugsa aldrei til 13. apríl sem óhappadags, heldur með þakk- læti til Guðs og manna fyrir varðveizlu og hjálp þann dag og ávallt. Vorið, sem brann, eða 1908, hætti faðir minn búskap, og Gísli bróðir minn tók við búi með móður okkar. — Vorið 1915 hætti mamma, sem þá var orðin ekkja, bú- skap, og tók ég þá, að nafninu til, við bústjórn með bróður mínum, og var talin hafa hana á hendi til þess, er hann kvæntist 1935. Brátt var hafizt handa um nýbyggingar til bráða- birgða. — En í gömlu baðstofunni var haldin brúð- kaupsveizla tveggja systra okkar 1910, og sátu 60 manns til borðs í einu af 120 boðsgestum.“ „Mörg og mikil verkefni biðu Lilju á þessum árum, bæði heima og heiman,“ skrifar vinur í Skagafirði. „En það, sem aðallega skipti máli fyrir framtíðina var það, að hún tók barn til fósturs og uppeldis 1917, Friðjón Hjörleifssonar, bónda á Gilsbakka í Akrahreppi, og unnustu hans, Friðrikku Sveinsdóttur. Lilja tók drenginn frá deyjandi móður, nýfæddan og lasburða, og hefur annazt hann af frábærri alúð, sem hann hefur endurgoldið henni með ástríki og um- hyggju. — Þau hafa alla tíð verið samvistum, og hann reynzt eins og bezti sonur.“ Vorið 1912 var Lilja við garðyrkjunám í Gróðrar- stöðinni á Akureyri og 1919 og 1920 á tveimur vefn- aðarnámskeiðum þar. — Garðyrkju og vefnað stundaði Lilja mikið æ síðan. A þessum árum staðsetti Lilja hinn landskunna Víði- vallagarð; trjá- og blómagarð (1914), og hafði nám- skeið, sem sótt voru víða að. Eftir ósk garðyrkjunefndarinnar frá Landsfundinum 1926, tók Lilja að sér leiðbeiningar í garðyrkju í Skaga- firði 1928 og ’29. — Nefndin áskildi að haldin yrði dagbók yfir sumarið. Lilja skilaði 6 bókum og Eftir- mála. Hinar merkustu bækur. Fór um 6 hreppa og var 190 daga á ferðalaginu. — Hún hafði að vorinu nám- skeið í garðinum sínum heima með unglingum úr hverri sveit, sem hjálpuðu henni á eftir. — Var þetta án efa bezt skipulagða ferð þeirra 9 garðyrkjukvenna, sem fóru víðsvegar um landið 1928—40. Það voru 86 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.