Heima er bezt - 01.03.1969, Síða 17
frumbyggjar í Esldfelli áttu þegar þau fluttu að Hlíð.
Sagnir eru til um sauðaeign þeirra, 40 sauðir mislitir,
flestir arnhöfðóttir, en að langmestu leyti var fé þeirra
hvítt.
Sagnir um fjárfelli hjá Jóni Markússyni hef ég ekki
heyrt, en sagt var eftir honum, að slæmt þótti ef ein og
ein kind fannst dauð; þoldi jafnvel betur þá fleira fór.
Það mun ekki oft hafa orðið.
Fennihætta er lítil í Eskifellsfjöllum, og að jafnaði
snjólétt í norðaustan átt. Litlar sagnir eru um mjög
harða vetur þessi ár, sem byggð var í Eskifelli. Ein
saga er þó um fjárskaða. Eftir fennibyl vill Jón Mark-
ússon huga að útigangsfénu, en biður Valgerði að
hleypa út lömbum, sem höfðu verið hýst í hellum
tveim í Hellisskógi, sem er austan Jökulsár. Er þau
hittust síðar þennan dag, spyr Jón um lömbin. Þau voru
köfnuð segir Valgerður, því fennt var fyrir. Og líka
í efri hellinum, segir Jón. Nei, þeim hleypti Valgerður
í haga. Þá eigurn við þau, segir Jón. Lét sér það nægja.
Jón Markússon varð 82 ára gamall. Var faðir minn,
séra Jón, kominn að Stafafelli fyrir dánardægur hans
1891, en ég þá 6 ára.
Kynntist ég því fólki, sem með Jóni hafði verið, og
set hér fáar sagnir eftir því um Eskifellshjónin. Þær
hafa ekki farið margra á milli, svo telja má þær nær
sanni. En Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri á Akureyri,
hefur skrifað þátt um afa sinn í ritið Austurland, IV.
hefti, og vil ég vísa til þess sem fyllri frásögn.
Sigurður Jónsson bóndi á Reyðará, afi Þorsteins, sem
þar býr nú, var vinnumaður í Hlíð og samtíða Jóni
Markússyni á elliárum hans. Tók hann til þess hversu
þessi gamli afreksmaður hefði verið laus við karla-
grobb og sjálfhælni. Einn dag unnu Hlíðarpiltar að
hellutaki í farvegi Reyðarárinnar, sem þá var nærri þur.
Var hellan notuð í húsaþök og flutt á klakk, sem kallað
var; grágrýtisþynnur, granófyr. Stærstu hellurnar voru
fullkomið ldyf öðru megin á hest, aðrar léttari. Milli-
ferðamaður með hellulestína var Sigurður, yngstur
vinnumanna. Að loknu dagsverki talar Jón gamli við
Sigurð um hellutakið og segir:
„Aldrei held ég, að ég hefði getað unnið þetta verk,
sem þú gerðir í dag“. — Svo fór hann að tala um sauði
sína, sem hann fylgdi á haga í góðri tíð allt fram á elli-
ár; beitti þeim í fjall beggja megin Hlíðar, en sauðahúsin
stóðu úti í landi langt neðan við Hlíðarbæinn, sjást þar
enn vel tættur þeirra grjóthlaðnar. Fjallaþrái var sauð-
unum í blóð borinn og varð að fylgja þeim alla daga er
út leið vetrar í góðum veðrum. — „Aldrei kom ég svo
seint með þá úr fjalli, að ég lofaði þeim ekki að taka
niður á Bláberjamýrinni“, en auðvitað fór þetta eftir
því hvar hagi var beztur og hvernig veðrið var. Jón
var þó bagaður á fæti, síðan hann klemmdist, er snjó-
flóð féll á bæinn veturinn 1857. Þá stóð Hlíðarbærinn
nær fjallinu en hann stendur nú. Hættast var þó Jón
kominn eitt sinn við vetrarsmölun í Eskifellsfjöllum,
en þar eru fjárgötur víða tæpar. Var víst á heimleiðinni
af Kömbum, sennilega með kindur og stanzar þar sem
kindurnar renna yfir svo nefnda Tæpugötu. Hægt er
að komast fram hjá henni með því að fara upp á hjalla
ofar í fjallinu, en ekki hafði hann lagt það í vana sinn
að snúa frá götunni. Nú hikar hann samt, því þunn
hjarnfönn er þar, þótt kindurnar komist yfir. Hann
leggur samt til hennar, þótt hengiflug sé þar neðan við,
hrasar á hálku og rennur flatur fram að hamrabrúninni,
en stöðvast þar á steinnibbu, er stóð upp úr hjarninu,
með því að treyja hans festist á snösinni, getur svo
skriðið að grjótvölum og klórað sig þar upp. Hefur þá
notað aðra leið til heimferðar.
Eitt það erfiðasta við búskap í Eskifelli var að fara
yfir Jökulsá og ekki sízt í göngum, því þar fellur hún
víðast hvar í einu lagi ströng og stórgrýtt í botni. Taldi
Jón eina ferð, er hann leitaði kinda í Kollumúla, þá
verstu, er að ánni kom. Hafði áin vaxið meðan hann
var í Múlanum, en heim varð hann að komast; treysti
á rauðviðarstafinn, sem oft áður, en óttaðist að verða
of léttur er út í strenginn kæmi. Tók hann þá það ráð
að binda við sig hellustein, allþungan, með sauðabandi,
er alltaf fylgdi með í göngum. Honum tekst þannig að
vaða yfir ána, sem nær því skall undir hönd hans straum-
megin. En sagði síðar, að aldrei skyldi hann slíkt aftur
reyna, því ef hann hefði dottið eða skrikað á hálum
steini hefði hellan orðið sér að bana.
Á þessum árum reru bændur til fiskjar er á vetur
leið á vetrarvertíð, mest einn frá hverju heimili í Lóni.
í þeim sjóferðum tók Jón einnig þátt, þótt hans sjávar-
gata væri nærri helmingi lengri en flestra hinna í Þor-
ucirsstaðaklif eða Hvalneskrók. Að Hvalnesi var enn
lengri leið úr Eskifelli, en oft fisksælt þar á vorin. —
Alltaf fór Jón gangandi, lítið um hesta hjá honum. —
Sagt er, að eitt sinn er Jón fór til sjós frá Hvalnesi,
var báturinn róinn, er hann kom á bæinn. Fólkið fór
þá að aumkva hann eftir svo erfiða göngu að missa af
hlutnum. Þá svaraði Jón: „Hvað er skaðinn hjá skömm-
inni“.
Skemmtilega sögu heyrði ég ungur af landnámshjón-
unum í Eskifelli — á þeirra fyrstu búskaparárum þar.
Að vorlagi, líklega í vorkuldum, ræða þau um það
hvaða verkefni sé nú nauðsynlegast, og kemur saman
um að það sé að byggja fjárrétt, og skyldu þau forma
fyrir henni, taka þau nú að ráðgast um stærð réttarinn-
ar, taldi bóndi að rétt væri að hafa hana stærri, en rétt
dygði í bráðina, en húsfreyja vildi hafa hana miklu
stærri, og er sagt að hún hafi markað fyrir veggjum
hennar og sagt, að Iíklegt þætti sér að þau muni ein-
hvern tíma eignast fé í svo stóra rétt, fulla. Lét Jón
hana ráða, en sagði síðar, er árin liðu, að ekki hefði
réttin gert betur en rúma fé þeirra síðustu árin, sem
þau bjuggu í Fellinu. Þarna í fjöllunum gátu þau lifað
hljóð án afskipta annarra, og séð um sitt. En eftir að
þau fluttu að Hlíð var ágangur nokkur á land þeirra
af gripum næstu bæja. Er sagt að eitt sinn er nokkuð
var rætt um þennan ágang heima í Hlíð, hafi húsfreyja
sagt: „Það vildi ég að kominn væri svo hár garður
kringum allt Hlíðarland, að ekkert kæmist þar yfir
Heima er bezt 89