Heima er bezt - 01.03.1969, Side 24
LÁRA BÖÐVARSDÓTTIR FRÁ LAUGARVATNI:
„Hann
gengur svo
hratt
g var um 7 ára, þegar ég fór mína fyrstu ferð
á Mósa með kaffið á engjarnar. Ég hafði oft
, farið með það gangandi, en nú taldi mamma í
mig kjark. — „Þú getur þetta eins og Sigga,“
sem var ári eldri. Hún hafði fyrir löngu, að mér fannst,
lagt beizli við hvaða hest heimilisins sem var og þeytzt
úr hlaði, en ég forðaði mér ævinlega upp á hesthúsþakið
og þóttist hafa sloppið vel úr háskanum. Ég hlýddi
mömmu og tók beizli úti í hesthúsi og fór vestur fyrir
tún. Þar stóð gamli Mósi, undir því nafni gekk hann.
Hann virtist standa þarna og bíða, ég gekk til hans
dauðhrædd um að hann mundi neita að láta beizla sig,
fara með hausinn hátt upp eða bíta mig. En allt í einu
kemur hann röltandi á móti mér, ég leysti úr beizlinu
og sagði eitthvað, sem hann víst skildi mætavel, því
beizlið flaug upp í hann, og svo labbaði hann inn í
djúpa götu og leit til mín. Já, Mósi minn var eins og ég
vildi hafa hann. Ég strauk honum hátt og lágt og lofaði
honum, að ég skyldi alltaf gefa honum brauð og ná
flugum úr eyrunum á honurn og augnakrókum, ef hann
lofaði að hrekkja mig ekki. Mér fannst hann brosa, en
það var sjálfsagt hugarburður. Ég kom ríðandi í hlað-
ið, og mamma beið brosandi með kaffið, sem ég átti að
færa út á engjar. — „Láttu hann ráða ferðinni, hrædd
þarftu ekki að vera, honum er treystandi, honum Mósa
gamla“. — Ég treysti engum betur en mömmu, svo ég
hélt úr hlaði. En þegar ég sá ekki mömmu lengur vegna
Melhólsins, fór kökkur að koma í hálsinn, kaffiklútur-
inn og flöskurnar voru komnar ískyggilega framarlega
á Mósa og ég sjálf var líka farin að hallast. En þá allt í
einu staðnæmdist Mósi og ég reyndi að lagfæra hafur-
taskið, en af baki þorði ég ekki. Mósi réði ferðinni og
hélt aftur af stað og hélt ferðinni áfram hægt og síg-
andi austur Flatirnar. Mósi minn skildi allt, hann fann
víst líka, að ég kveið fyrir að leggja í mýrina, og stóra
keldan fram undan. En ég fór víst svo hægt, að engja-
fólkinu þótti nóg um. Laufey systir var send á móti
mér og þegar við mættumst var ég organdi. — „Hvað
er nú að þér, væna mín?“ spyr hún. — „Hann gamli
Mósi gengur svo hart,“ sagði ég. Hann hafði þó aldrei
ÍSLENZKI HESTURINN
upp af fetinu farið og reynt að gera mér allt til hæfis.
En þessi ferð tók enda og varð ekki sú síðasta. Þær
urðu óteljandi.
Þegar ég var háttuð fyrir ofan pabba um kvöldið,
gerði ég upp í huganum við gamla Mósa ferðalagið
okkar. Hann gat ekki gert betur, það fann ég allt eftir
á. Hann hvorki beit né sló né fór upp af fetinu. Þetta
hafði ég óttast svo mjög, að hann mundi gera. Nei,
hann var fullkominn og ég fann, að allt í einu þótti
mér orðið innilega vænt um hann. Ég spurði pabba,
hvort hestur eins og Mósi yrðu nokkurn tíma seldur til
ókunnugs manns. Nei, Mósi verður ekki seldur aftur.
Pabbi hafði selt hann einu sinni, en keypti hann aftur.
Þetta vissi ég seinna. En var Mósi svona fallegur og
mikill gæðingur? Því verður ekki svarað játandi. En
hann varð samt að lokum viðurkenndur bezti hestur
heimilisins.
Síðast, þegar ég man eftir honum, höfðum við
krakkarnir eignast gamlan blikkbala, sem við settum
band í og drógum hann á eftir okkur, vorum að draga
í búið. Mósi kom skokkandi til okkar til að sjá farar-
tækið, en mér fannst hann ekki glaður á svipinn,
eða var samvizka mín ekki í lagi. Vorum við að taka
hann úr leik, var balaskriflið að taka við hans hlut-
verki? Hafði gamli Mósi ekki reynzt okkur vel, öllum
krakkaskaranum, og lofaði okkur að gæla við sig og
alltaf reiðubúinn að fara í austur og vestur stuttan spöl
eða langan, stundum með þrjú stykki á bakinu.
Þegar ég rifja upp æskuminningar mínar með gamla
Mósa, finnst mér hann vera einn af þeim elskulegustu
hestum, sem ég hef kynnzt, og þegar ég hugsa um
hann, að þótt dýrurn sé ekki gefið mál, þá skilji þau
okkur og að því sé oft of lítill gaumur gefinn. Gamli
Mósi gegndi þýðingarmiklu hlutverki á mínu æskuheim-
ili. Við vorum 12 systkynin og mér er óhætt að full-
yrða, að hann átti stóran þátt í velferð okkar yfir holt
og hæðir, er sóttar voru kýrnar, fært á engjar eða sent
til næsta bæjar. Hann skilaði öllu heilu heim, sem hon-
um var trúað fyrir.
Þegar gamli Mósi var felldur, var hann syrgður af
öllum á heimilinu, einlægur vinur hafði kvatt lífið.
Það er ekki til mynd af þessum eftirlætishesti, en ég
á þó eina mynd skíra í huganum, þegar ég rifja þetta
upp. Og henni fylgir líka sú von, að enn sem fyrr, er
mér liggur á samfylgd við hann, ltomi hann á móti mér
og staðnæmist hjá mér.
92 Heima er bezt