Heima er bezt - 01.03.1969, Blaðsíða 27
ÞATTUR ÆSKUNNAR
RITSTJORI
HVAÐ UNGUR NEMUR
NÍLARFLJÓT
1. Móses í örkinni.
Líklega er það sagan af Móses sem fyrst vekur at-
hygli barna á ánni Níl. — Sagan urn björgun Móses er
falleg og yfir henni er ævintýraljómi. — En hið sögu-
lega svið, á bak við söguna um björgun drengsins,
er harmsaga þjóðar, sem beitt er kúgun og fantabrögð-
um.
ísraelsmenn, afkomendur Jósefs og ættmenna hans,
sem á sínum tíma fluttust til Egyptalands í boði kon-
ungsins, sem taldi að Jósef, með ráðsnilli sinni, hefði
bjargað ríkinu frá sultar-þjáningum, — þeir voru nú
orðnir illa séðir í Egyptalandi. í biblíunni er sagt að
upphaflega hefðu flutt til Egyptalands af frændfólki
Jósefs aðeins um 70 manns. — En svo liðu aldir oe ára-
tugir og frægð Jósefs var grafin og gleymd, en afkom-
endum ættfólks hans fjölgaði mjög ört, svo að heima-
þjóðin — Egyptalandsmenn — fóru að óttast það, að
þeir tækju völdin í landinu og reyndu því að þrengja
sem mest að þeim, og þjá þá á alla lund. En ekkert
dugði. — Þeim fjölgaði stöðugt og þjóðarauðurinn safn-
aðist mjög í þeirra hendur. Þeir voru kallaðir LJebrear
í Egyptalandi, og þótt þeir væru aðeins lítið brot af
þjóðarheildinni, þá óttuðust Egyptar að þeir myndu
smátt og smátt fá yfirhöndina í landinu. Þá var útgefinn
hinn grimmdarfulli konungsboðskapur: „Öll sveinbörn
skal deyða við fæðingu, en stúlkubörn mega lifa.“ —
Þessi hræðilegi konungsboðskapur var jafn hryllilegur
og boðskapur Eleródesar barnamorðingja nokkrum
öldum síðar.
Á þessum hörmungatímum gerist ævintýrið með
Móses. — En sú saga er þannig sögð í biblíunni:
Ung hjón af ættkvísl Leví hófu búskap meðal ætt-
menna sinna í Egyptalandi. Konan varð þunguð og
eignaðist son. Það var mikill sorgar-atburður, því að
meybörnin ein máttu lifa. Konan reyndi að leyna fæð-
ingu sonarins, og tókst það um þriggja mánaða tíma.
En er hún gat ekki leynt honum lengur, gerði hún
handa honum örk* af reyr og þétti hana með jarðlími
og biki, lagði sveininn í hana, og lét örkina út í sefið
við árbakkann, en systir hans, stálpuð, stóð þar álengd-
ar, til að vita hvað um hann yrði. — Þá gekk dóttir
Faraos ofan að ánni til þess að lauga sig, og gengu
þjónustumeyjar hennar eftir árbakkanum. Konungs-
dóttirin leit örkina í sefinu, og sendi eina þernu sína
að sækja hana. En er konungsdóttir lauk upp örkinni,
sá hún barnið. Og sjá! — Það var sveinbarn og var að
gráta. Hún kenndi í brjósti um sveininn og sagði:
„Þetta er eitt af börnum Hebrea (þ. e. ísraelsmanna).
Þá sagði systir sveinsins við dóttur Faraós: „Á ég að
fara og sækja fyrir þig barnfóstru, einhverja hebreska
konu, að hún hafi sveininn á brjósti fyrir þig?“ — Og
dóttir Faraós sagði við hann: „Já, far þú.“ En mærin
sótti þá móður sveinsins. Og dóttir Faraós sagði við
hana: „Tak svein þennan með þér og haf hann á brjósti
fyrir mig, og skal ég launa þér fyrir.“ Tók konan þá
sveininn og hafði hann á brjósti.
En er sveinninn var vaxinn, fór hún með hann til
Þ. e. körfu.