Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 29
er fært. Egyptar kalla þessi foræði sudd og það þýðir
eiginlega tálmanir. Þessi sudd-foræði eru eins konar
fljótandi eyjar, sem hafa myndazt úr papírus-jurtinni
og margs konar öðrum vatnajurtum. Sýnist þetta eins
og land yfir að líta, en er þannig, að hvorki er hægt
að komast í gegnum það eða eftir því.
Um margar aldir hindraði þetta siglingar um Hvítu-
Níl, því að fljótabátar fyrri alda gátu engan veginn
rutt sér braut í gegnum þessi foræði, þótt reynt væri
að þræða kvíslarnar, og gangandi mönnum voru þessar
floteyjar víðast alófærar. Það var ekki fyrr en í byrjun
20. aldarinnar, að Englendingum tókst að „skerau eða
„sprengja“ með mikilli fyrirhöfn, eins konar skipaskurð
eftir fljótinu í gegnum þessi „sudd“-svæði.
Eftir þessum skipaskurði lá nú leiðin. Það var leiðin-
leg siglingaleið. Meðfram skurðinum, eða kvíslinni, sem
siglt var eftir, uxu um sex metra háar „papírus“-]mút:
og byrgðu alla útsýn.
Árni hafði lesið um það í skólanum, að Forn-Egypt-
ar hefðu notað þurrkuð blöð þessarar jurtar, eins og
við notum pappír, en hann hafði aldrei hugsað frekar
út í þetta. En nú fór hann að hugsa um, hvort það gæti
verið rétt, að þeir hefðu notað blöð þessarar einkenni-
legu, stórvöxnu jurtar. Þau líktust blöðum burkna og
blöktu þarna hátt uppi á gildum stönglinum. Ofurstinn,
sem var svo fróður um flesta hluti, sagði þannig frá:
„Það er rétt athugað hjá þér, drengur minn. — Það
voru ekki blöðin, sem fommenn notuðu til pappírs-
gerðar, heldur stöngullinn. Þeir ristu hann að endi-
löngu, tóku úr honurn „merginn“ og átu hann ýmist
soðinn eða hráan. Þeir lögðu svo þessar lengjur hlið við
hlið á stóra borðplötu og lögðu svo aðrar lengjur þvert
yfir hinar. Síðan tóku þeir borðplötuna og sökktu henni
í vatn. Þá leystist upp límkenndur safi úr jurtinni og
allt límdist saman. Síðan var þetta pressað og þurrkað
og þá var örkin tilbúin.
Um mörg hundruð ár var papírusörkin eina efnið,
sem þekktist til að skrifa á, og var þetta því mikil
útflutningsvara, sem Forn-Egyptar græddu mikið á. —
En litlu eftir að Kristur fæddist, fann maður í Perga-
mon í Litlu-Asíu aðferð til að verka skinn á sérstakan
hátt, til að skrifa á það. Þar með missti papírus-jurtin
gildi sitt til útflutnings.
„Er þá jurtin til einskis nýt nú á dögum“? spurði
Árni.
„Nei. — Hún hefur jafnan nokkuð gildi fyrir þá, sem
hér eru búsettir. Þeir éta merginn eins og forfeður
þeirra gerðu fyrir mörgum öldum. Líka þurrka þeir
stöngulinn til eldiviðar og úr honum vinna þeir efni
í kaðla, segl, skófatnað o. fl.“
Og enn hélt ofurstinn áfram að fræða Árna og sagði:
„Annars býst ég við að þetta landsvæði eigi fyrir
sér mikla framtíð, þótt það verði ekki beint í sambandi
við þessa jurt. — í skólanum hefur þú líklega lært það,
að leirinn, sem Níl flytur með sér, þegar hún flæðir
yfir Nílardalinn, sé undirstaða að frjósemi landsins. —
En sá leir kemur ekki frá Hvítu-Níl, heldur Bláu-Níl.
Hér er landið svo flatt, og fljótið svo straumlaust, að
leir og gróðurefni, sem Hvíta-Níl flytur með sér úr
fjöllunum, fer ekki lengra. Hér hefur því á árþúsund-
um myndazt mikið land af framburðinum, sem aðeins
bíður eftir því, að það verði tekið til ræktunar. En hér
vantar meðal annars vinnuaflið. Hvítir menn þola ekki
að vinna í þessu heita, raka lofti, og á negrana er ekki
að treysta í slíkri vinnu. -Þeir eru eklá fjölmennir á
þessum slóðum og þeim er illa við svona vinnu. Og svo
þarf mikla peninga í slíkar framkvæmdir. Nú hefur
verið gerð áætlun um að gera skurð frá Hvítu-Níl í
norðvestur í ána Sobat, sem fellur í Níl. Þegar þetta
mannvirki er fullgert, verður hægt að láta vatnið vökva
landið hæfilega allt árið. — Þá breytist þetta land í
bómullarakra, líklega þá stærstu í heimi, en þetta tekur
mörg ár eða áratugi og kostar mikið fé, svo að líklega
lifi ég það ekki að sjá þessa breytingu."
Þannig endaði ofurstinn þessa löngu ræðu. En svo
bætti hann við: „En þú lifir þetta áreiðanlega, Árni.
Þessi öld er öld vélanna og afköstum þeirra er næstum
engin takmörk sett.“
Ámi leit hugsandi út yfir endalausar slétturnar, þar
sem blöð papírusjurtarinnar bylgjuðust í hægri gol-
unni. — Gat það skeð, að þetta ónumda land ætti eftir
að breytast í bómullarakra.
Gufubáturinn Ramses hélt áfram ferð sinni í gegnum
foræðin og alltaf varð loftið enn rakara. Ferðafólkinu
leið hræðilega illa. Það var eins og það væri allan daginn
í gufubaði. En þessu heita, raka lofti fylgdi hin ægileg-
asta flugnamergð. Á hverri nóttu réðst þessi milljóna-
her á flugnanetin. Og þótt netin héldu enn, þá svignuðu
þau undan þunga þessara milljóna. Berit hugsaði með
hryllingi til þess, hvernig farið hefði, ef þau hefðu ekki
haft netin. Þau hefðu þá verið bókstaflega étin upp af
þessum skordýrum.
Ferðin gekk hægt. Alltaf urðu þeir að stanza öðru
hvoru og ryðja burt vatnagróðri, sem lokaði siglinga-
leiðinni. Oft voru þessar „torfur“ svo þykkar, að dag-
urinn fór í það, að tæta þær í sundur og ryðja bátnum
braut.
Þegar ferðafólldð var þannig nauðbeygt til að stanza,
notaði það tímann til að fara á veiðar. Ganga á land
tíl veiða ætti Iíklega að segja, en þó er eiginlega gengið
á vatni. — Eins langt og augað eygir er óslitin röð
„sudd“-eyja, sem er eins konar landskán mynduð af
sterkum vatnagróðri. — Á einstöku stað sjást maura-
þúfur, eins til tveggja metra háar, úti á þessari óendan-
legu sléttu. — Það var einkennilegt að sullast um þessar
floteyjar, og gat verið stórhættulegt gangandi mönn-
um. Vatnið var álíka heitt og venjulegt baðvatn, og
loftið mettað ralca. f þessum mikla hita, gufar upp feikn
af vatni. Talið er, að um tveir þriðju hlutar af upphaf-
legu vatnsmagni Hvítu-Nílar gufi upp í þessum fenj-
um.
Ef áin Sobat flytti ekki geysilegt vatn í farveg Hvítu-
Nílar, þá væri hún næstum því vatnslaus niður undir
Heima er bezt 97