Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 30
Khartum, en þar koma þær saman Hvíta-Níl og Bláa-
Níl. -
En hér var líka fallegt. Berit undraðist fegurð vatna-
liljanna, sem þöktu stór svæði, þar sem raklendið var
mest. — Þarna var lotusblómið (Nymphea Lotus), sem
Egyptar töldu heilagt blóm. — Og svo var það fugla-
mergðin. I hvaða átt, sem litið var, iðaði allt af fugla-
lífi. Hér stikluðu háfættir, svartir og hvítir storkar
með rauða fætur. Hvítir og ljósrauðir flamingóar spegl-
uðu sig í vatninu og trönurnar stóðu á öðrum fæti og
litu spekingslega í kringum sig. Svanir, endur og gæsir
ösluðu í bleytunni, og hegrar, vepjur og margs konar
farfuglar, sem systkinin þekktu heiman frá Noregi,
stikluðu þarna á mosanum ásamt fjölda fugla, sem þau
ekki þekktu.
Ef skothvellur rauf þögnina á þessum óendanlegu
sléttum, þá lyfti allur fuglaskarinn sér til flugs á sömu
stundu. Milljónir milljóna spyrntu við fótum og hófu
sig til flugs með miklum vængjaþyt, skrækjum og
gargi, flugu í stórum boga út yfir sléttuna, en komu
svo svífandi aftur með virðuleik og fegurð í fluginu
og settust aftur á sama stað, eins og ekkert hefði í skor-
izt, og allt var eins og áður.
Þeir skutu býsn af öndum og gæsum, og Ámi var
svo heppinn að skjóta einn af hinum sjaldgæfu marbú-
storkum. Þann sama dag sá hann líka geysistóran hóp
íbisfugla (Nílhegra). Arni starði hugfanginn á þessa
heilögu fugla Forn-Egypta.
Egyptarnir álitu, að þessi fugl væri heilagur af því,
að hann kom alltaf til Egyptalands á sama tíma og
flóðin í Níl höfðu náð þangað. Þeir settu komu fugls-
ins í samband við frjósemi landsins og líf þjóðarinnar.
I sumum píramídum finnast þúsundir af íbismúmíum.
En það voru ekki einungis friðsöm, meinlaus dýr,
sem lifðu í þessum fenjum. Hér var líka mikið af hættu-
legum skriðdýrum, svo sem slöngum og krókodílum.
Árni varð ægilega skelkaður einn daginn, er hann
ætlaði að setjast niður og hvíla sig á trjástofni, sem
hann helt að lægi þarna, en komst þá að raun um, að
þetta var lifandi kródíll, sem hann sat á. Hann átti fót-
um sínum fjör að launa, er krókódíllinn glennti upp
ægilegt ginið og ætlaði að gleypa hann með húð og hári.
En þótt þessi hættulegu skriðdýr væru þarna ekki,
þá eru foræðin sjálf hættuleg lífi manna. Það fékk
Mary að reyna einn daginn. Hún hafði vikið örlítið
frá hinu fólkinu, þar sem það var á gangi á einni flot-
eyjunni, skammt frá bátnum. Hún hafði séð ljómandi
falleg lótusblóm úti í mýrinni, rétt utan við slóðina,
sem þau gengu. Enginn tók eftir því, er hún beygði
út af leið. En Karl Stuart, sem gekk síðastur af hinu
fólkinu, heyrði eitthvert hljóð að baki sér. Fyrst áttaði
hann sig eídd á þessu, og hélt að hann hefði heyrt í
hegra, sem sat þar rétt hjá. En er hann heyrði kallað
aftur, hrökk hann við og gekk á hljóðið. Hann ýtti
frá sér stórvöxnum gróðrinum, og fram undan sér sá
hann mosavaxna sléttu. Hún var þakin lótusblómum,
en úti á þessari sléttu, nokkra metra frá honum, sá
hann á kollinn á Mary. Hún hafði sokkið í fenið, sem
sýndist eins og mosavaxin slétta, og brauzt þar um af
öllum kröftum. En hver hreyfing hennar varð til þess
að hún söltk enn dýpra. Hún var komin upp undir
hendur ofan í fenið, en hún hafði þó gát á því að kalla
til Karls: „f guðanna bænum komdu ekki nær. Fenið
heldur þér ekki uppi. Þú sekkur bara í það eins og ég.“
Hér var úr vöndu að ráða fyrir Karl. Hitt fólkið var
allt langt í burtu, og Karl hafði engin tæki til björgun-
ar. í flýti snaraði hann sér úr jakka og ytri buxum og
breiddi framundan sér á mosaþembuna. Síðan lagðist
hann flatur á magann, og revndi þannig að þoka sér
út á fenið. Hann varð að fara mjög gætilega, því að
mosaskánin var þunn og hélt honum varla uppi, þótt
hann lægi flatur. Að lokum var hann kominn svo langt,
að hann gat náð í vinstri hönd Mary. — En þar sem
hann lá þama marflatur og kviksyndið hélt honum
varla uppi, var engin leið til þess, að hann gæti dregið
Mary upp úr. Hann gerði aðeins tilraun ril þess, en
þá rifnaði mosaskánin undir honum, en hann gat aðeins
þokað sér til hliðar og lenti því ekki ofan í foræðið.
Hann sleppti þó ekki taki á Mary og þokaðist hún því
dálítið nær, og efri hluti líkamans hallaðist upp á mosa-
skánina, en fætur hennar voru enn á kafi upp að mitti.
Þetta leit ekki vel út fyrir þeim, og líklega hefði það
endað með því, að þau hefðu bæði farizt þarna í fen-
inu, ef þeim hefði ekki borizt hjálp. En þau héldu
stöðugt áfram að kalla á hjálp, og að lokum var það
Berit, með sína skörpu heyrn, sem heyrði óm af neyð-
arópunum og gerði fólkinu viðvart.
Og það mátti ekki seinna koma. Mary var alveg að
gefast upp og Karl gat varla haldið sér uppi. Nú lögð-
ust þeir flatir á mosann, Árni og ofurstinn, og toguðu
af alefli í fætur Karls, en hann hélt heljartaki um vinstri
úlnlið Mary. Hægt og hægt tókst þeim þannig að þoka
þeim nær og nær, og að lokum losnaði Mary alveg
upp úr feninu, og þá var ekki lengi verið að tosa þeim
á fastara land. En Mary var mjög illa haldin. Hræðslan
og öll áreynslan hafði orðið henni um megn, og hún
var nær því meðvitundarlaus. Ofurstinn dreypti á hana
víni og þá færðist ofurlírill roði í kinnar hennar og
hún opnaði augun. Hún náði sér svo fljótlega, en í
hálfan mánuð varð hún að bera hendina í fatla, því að
handleggurinn hafði tognað í átökunum. — Karl hafði
ekki dregið af sér.
Inni í þessum fenjum á ,pziíW“-sIéttunum býr all-
margt fólk. Það er ákaflega hlédrægt og hrætt við að-
komumenn. Á þessum árum hafði það nær ekkert
kynnzt menningarþjóðum eða háttum þedrra. Þetta
fólk tilheyrir sérstökum ættstofni negra, sem nefnist
„dinkar“. Þeir eru grannvaxnir, mjúkir í hreyfingum
og létrir á sér og mjög dökkir á hörund. Þeir höfðu
áður mjög sérkennilega og ógeðslega kveðjusiði, sem
þeir hafa nú lagt niður. Nú haga þeir kveðjunni þann-
ig, að þeir rétta hægri handlegginn fram og upp með
98 Heima er bezt